Fréttablaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 4
1 Maður stunginn í Garðabæ Sá sem framdi á rásina var hand tekinn á vett vangi en fórnar­ lambið hafði flúið á samt öðrum fjöl skyldu með limum. 2 Kærasta Matt hew Perry tæp lega helmingi yngri Hin 28 gamla Molly Hurwitz er fram­ leiðandi og vinnur í skemmtana­ iðnaðinum. 3 Mjög djúp lægð gengur yfir landið á þriðju dag Á vef Veður stofunnar er spáð að rigning og slydda muni fylgja ó veðrinu og að hiti verði kringum frost mark um mest allt land. 4 Hildur Guðnadóttir hlaut Golden Globe verðlaun Hildur hefur nú þegar unnið til fjölda verðlauna fyrir tónlistina í Joker sem og í sjónvarpsþáttunum Chernobyl en hún hlaut Emmy­ verðlaun og hefur verið tilnefnd til Grammy­verðlauna fyrir tón­ listina í þáttunum. 5 Ó lík legt ástar sam band gat af sér nýja tegund Páfa­ gaukarnir Kir by og Suzi e þóttu ó lík leg til þess að fella hugi saman þegar þau hittust í fyrsta skipti í gælu dýra búð í Virginia í Banda­ ríkjunum. Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! HEILBRIGÐISMÁL „Um 30 prósent þeirra sem verða vitni að því að einhver fari í hjartastopp treysta sér til að bregðast við. Því hlutfalli viljum við breyta þannig að f leiri taki við sér og reyni að bjarga lífi viðkomandi með því að byrja að hnoða,“ segir Sveinn Guðmunds­ son, formaður Hjartaheilla. Nú um áramótin lauk söfnunar­ átaki Hjartaheilla sem bar heitið Hjartastopp. Þar var lögð áhersla á fyrstu hjálp og endurlífgun við hjartastopp. Sveinn segir að Hjartaheill vilji líka vekja athygli á mikilvægi hjartastuðtækja. Á hverju ári lenda um 200 manns á landinu í hjartastoppi. „Við viljum að þau séu sem víðast og svona tæki ættu að vera til á öllum stórum vinnustöðum. Okkur langar á þessu ári að ýta á áhuga stjórnenda stofnana og fyr­ irtækja til að koma sér upp svona tækjum,“ segir Sveinn og bætir við að hvert tæki kosti um 200 þúsund krónur. Hann bendir líka á að það gæti gagnast 112 að vita hvar hjartastuð­ tæki sé að finna. Fyrirkomulagið í Danmörku sé til dæmis þannig að 100 metrar séu á milli tækja. Þann­ ig geti neyðarlínan séð hvar næstu tæki séu staðsett þegar einhver fái hjartastopp. „Þetta erum við að sjá fyrir okkur að geti orðið á Íslandi með einhverjum hætti og erum að reyna að koma því hægt og sígandi inn í myndina hjá okkur.“ Dæmi séu um tilvik þar sem svona tæki hefðu getað bjargað mannslífum en því miður hafi farið á verri veg. „Það kom meira að segja upp til­ vik hérna rétt hjá skrifstofu okkar. Það féll niður maður en við vissum ekki af því. Hefðum við vitað það hefðum við getað hlaupið út með tækið og jafnvel bjargað honum. Það særir okkur mjög að vita af svona dæmum.“ – sar Nauðsynlegt að fjölga hjartastuðtækjum Hjartaheill vilja hjartastuðtæki á vinnustaði. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR STJÓRNSÝSLA Margir helstu stjórn­ endur innan refsivörslukerfisins hafa verið orðaðir við embætti rík­ islögreglustjóra sem auglýst var til umsóknar skömmu fyrir jól. Þeirra á meðal eru lögreglustjórar flestra lögregluumdæma landsins, héraðs­ saksóknari og forstjóri Fangelsis­ málastofnunar. Dómsmálaráðherra gerði starfs­ lokasamning við Harald Johannes­ sen í lok síðasta árs eftir mikla gagn­ rýni á störf hans síðustu misserin en hann hafði gegnt embætti ríkislög­ reglustjóra í tæpan aldarfjórðung. Í kjölfar starfsloka Haraldar var Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, settur í embætti ríkis­ lögreglustjóra til bráðabirgða en hann mun hafa greint ráðherra frá því að hann hafi ekki hug á að sækj­ ast eftir skipun í embættið. Telja verður líklegt að aðrir starf­ andi lögreglustjórar á landinu hafi að minnsta kosti íhugað að sækja um starfið, en þau nöfn sem oftast eru nefnd úr hópi þeirra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Halla Berg­ þóra Björnsdóttir. Páley Borgþórs­ dóttir í Vestmannaeyjum er einnig sögð hafa áhuga á embættinu en hvorki er vitað um hug Úlfars Lúð­ víkssonar, formanns lögreglustjóra­ félagsins og lögreglustjóra á Vestur­ landi, né Karls Inga Vilbergssonar, lögreglustjóra Vestfjarða. Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri Austur­ lands, er hins vegar að fara á eftir­ laun og hefur staða hennar verið auglýst. Sterkur orðrómur var um að Ólafur Helgi Kjartansson, lög­ reglustjóri á Suðurnesjum, myndi ljúka sínum starfsferli í sameinuðu lögreglustjóraembætti fyrir Suður­ nes og Keflavíkurflugvöll en ekkert varð af sameiningunni um sinn og því ekki útilokað að Ólafur Helgi hafi hug á embættinu. Hann neitaði einn lögreglustjóra á landinu að undirrita vantraustsyfirlýsingu á Harald í kjölfar umdeilds viðtals sem hann veitti Morgunblaðinu í september síðastliðnum. Annað nafn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hefur þó einnig verið í umræðunni um nýjan ríkislögreglustjóra, nafn Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, sak­ sóknara hjá embættinu Þeir sem Fréttablaðið ræddi við í gær og orðaðir hafa verið við emb­ ættið vildu ekki tjá sig opinberlega um áhuga á embættinu. adalheidur@frettabladid.is Æðstu menn refsikerfisins líklegir eftirmenn Haraldar Halla Bergþóra Björnsdóttir og Sigríður Björk Guðjónsdóttir eru oftast nefndar sem mögulegir eftirmenn Haraldar Johannessen í embætti ríkislögreglustjóra. Líklegt þykir að fleiri úr hópi lögreglustjóra sæki um. Nöfn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara og Páls Winkel fangelsismálastjóra hafa verið nefnd. Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, fær full laun í 18 mánuði samkvæmt starfslokasamningi sem gerður var við hann skömmu fyrir jól. Samningurinn kostar alls 57 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON starfaði lengi sem sýslumaður á Akranesi en var skipaður sér­ stakur saksóknari í málum föllnu bankanna árið 2009. Sjö árum síðar var hann skipaður héraðssaksóknari þegar það embætti var sett á fót árið 2016. SIGRÍÐUR BJÖRK GUÐJÓNSDÓTTIR hefur gegnt lögreglustjórastöðu frá 2009, fyrst á Suðurnesjum og svo á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún starfar enn. Hún var sýslumaður á Ísafirði frá 2002 til 2006 þegar hún fór til ríkislögreglustjóra og gegndi meðal annars stöðu aðstoðarríkislögreglustjóra á árunum 2007 til 2008. PÁLL WINKEL varð forstjóri Fangelsismálastofnunar í ársbyrjun 2008. Hann hefur starfað í löggæslu­ og refsivörslukerfinu frá því hann útskrifaðist úr lagadeild um aldamót. Hann var framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna um tveggja ára skeið áður en hann fór til Ríkislögreglustjóra þar sem hann stýrði fyrst stjórnsýslusviði áður en hann var gerður að aðstoðarríkislögreglustjóra í maí 2007. Hann gegndi þeirri stöðu aðeins um hálfs árs skeið áður en hann fór í fangelsismálin. HALLA BERGÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR hefur líkt og aðrir sem nefndir eru til sögunnar starfað í málaflokkum tengdum réttarkerfinu mestan hluta starfsævinnar. Hún var í átta ár í dóms­ málaráðuneytinu en rak líka eigin lögmannsstofu og sinnti verjendastörfum. Hún leysti Ólaf Þór Hauksson af í embætti sýslumanns á Akranesi þegar hann tók við embætti sér­ staks saksóknara og gegndi því embætti þar til hún var skipaður lögreglustjóri á Norður­ landi eystra um mitt ár 2014. STJÓRNSÝSLA „Það blasti við bóta­ skylda í málinu,“ segir Einar Karl Hallvarðsson ríkislögmaður um 20 milljóna bótagreiðslu til Ólínu Þor­ varðardóttur í tengslum við að hún var ekki ráðin þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Einar Karl segir að best hafi verið að ná samkomulagi frekar en fara með málið fyrir dóm. „Þetta var metin sem hæfileg upphæð.“ Var þá miðað við laun í 18 mánuði í starfi þjóðgarðsvarðar. Ari Trausti Guðmundsson, for­ maður Þingvallanefndar, hyggst ekki ræða málið þangað til nefndin hefur fundað 22. janúar næstkom­ andi. – ab Metin hæfileg upphæð í bætur 7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.