Fréttablaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 18
Blaðamaður hjá The Washington
Post lét hakkara brjótast inn í
tölvu bíls og ná í upplýsingar um
eiganda hans.
Bílar í dag eru að verða sífellt
fullkomnari og tengdari en áður.
Sumir nýir bílar eru meira að
segja orðnir nettengdir beint við
þjónustutölvur viðkomandi fram-
leiðanda og þarf þá ekki einu sinni
tengingar á verkstæði við. Vegna
þessarar þróunar hefur sú umræða
hver eigi að hafa vald yfir þessum
gögnum aukist að undanförnu.
FIA mótorsportsambandið hefur
þar verið í fararbroddi og sett af
stað herferð sem heitir „Bíllinn
minn – gögnin mín“ og beint er
gegn framleiðendum. Bíllinn þinn
getur nefnilega sagt hvar hann
hefur verið, í hverja þú hringdir,
hvernig þú keyrðir og margt,
margt f leira.
Flestir bílar í dag geyma tals-
vert af gögnum og má þar meðal
annars finna síðustu 100 staði þar
sem bílnum var lagt, síðustu staði
sem slegnir voru inn í leiðsögu-
kerfið, viðhaldssögu og gögn um
aksturslag eiganda. Þetta kom
fram í skýrslu ADAC árið 2015.
Hann geymir einnig hversu oft það
teygðist á öryggisbeltum vegna
þess að þú hemlaðir snögglega.
Allar þessar upplýsingar skapa
vissa hættu fyrir eigendur öku-
tækjanna. Það er betur hægt að
fylgjast með viðkomandi sem
kemur inn á persónuverndarlög,
það er hægt að skoða aksturslag
sem getur leitt til lækkunar á
ábyrgð framleiðanda, auk þess
sem aukinn búnaður af þessu tagi
leiðir venjulega til þess að auðveld-
ara verður að hakka sig inn á kerfi
bílanna og stela upplýsingum.
Bílaframleiðendur vilja kalla þetta
hliðarsjálf bílsins, að þeir geti haft
afrit af gögnum bílsins á tölvu í
höfuðstöðvum sínum. Þetta þýðir
í raun að framleiðendur hafa tögl
og hagldir þegar kemur að geymslu
gagna. Framleiðendur geta notað
gögnin til að bæta þjónustu og
jafnvel bæta bíla sína því að í þeim
má sjá ýmislegt sem notendur
þeirra gera. Framleiðendur vilja
ekki að utanaðkomandi komist
inn á tölvukerfi bíla sinna og bera
við öryggi til að réttlæta einokun
þeirra á upplýsingunum.
Blaðamaður The Washington
Post fékk á dögunum bíltölvusér-
fræðing til að prófa að brjótast inn
í tölvu 2017 árgerðar af Chevr-
olet Volt. Það tók sérfræðinginn
nokkra klukkutíma að rífa í
sundur mælaborð bílsins til að
hægt yrði að komast að tölvunni
sem stýrir upplýsingakerfi bílsins.
Eftir að hafa tengt hana við far-
tölvu gat sérfræðingurinn sýnt
eiganda bílsins hvar hann hafði
verslað og borðað að undanförnu.
Einnig gat hann séð í hverja hann
hefði hringt, séð alla tengiliði
hans, suma með myndum ásamt
netfangi þeirra. Auk þess opnaði
sérfræðingurinn sams konar tölvu
sem blaðamaðurinn keypti notaða
á eBay og viti menn. Þar mátti sjá
að fyrri eigandi ferðaðist aðallega
um norðurhluta New York-fylkis,
hringdi oftast í aðila sem kallaðist
„Sweetie“ og náði meira að segja
í mynd af viðkomandi. Það mátti
einnig sjá að bensín var venjulega
keypt á Gulf-stöð og vinsælasti
veitingastaður viðkomandi var
Taste China.
Upplýsingakerfi eru þau kerfi
sem eigendur bílanna eiga mest
samskipti við og því þarf ekki að
koma á óvart að slíkar upplýsingar
sé að finna í tölvunum. Hægt er
að þurrka út þessi gögn með sér-
stökum smáforritum eins og Pri-
vacy4Cars. Samkvæmt sérfræðingi
The Washington Post hefur hann
hakkað sig inn í Ford-bíla sem skrá
staðsetningu á nokkurra mínútna
fresti. Hann hefur séð þýska
bíla sem eru með 300 gígabita
hörðum diskum, sem er stærra en
í nokkrum farsíma. Tesla Model
3 getur safnað myndbandsupp-
tökum frá myndavélum bílsins.
Það sem er svo næst á dagskrá eru
hlutir eins og andlitsskanni sem
fylgist með athygli ökumannsins
og tenging bíla við veraldarvefinn
gegnum 5G-dreifikerfi. Allt sem
tengist innra neti bílsins er þar
með orðið viðkvæmt fyrir að þriðji
aðili geti nálgast upplýsingar.
njall@frettabladid.is
Hver á gögnin sem bíllinn þinn geymir?
410 4000landsbankinn.isLandsbankinn
Lægra lántökugjald við
kaup á vistvænum bílum
Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald
við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi
við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir.
Gegnum tölvu bílsins sem tengist upplýsingaskjá má nálgast aragrúa upplýsinga um notandann, oft í gegnum far-
símatengingu viðkomandi.
4 BÍLAR 7 . JA N ÚA R 2 0 2 0 ÞRIÐJUDAGUR