Fréttablaðið - 07.01.2020, Blaðsíða 38
BYGGINGARIÐNAÐURINN
Nánari upplýsingar veitir:
Ruth Bergsdóttir
ruth@frettabladid.is • Sími 694 4103
Mánudaginn 10. febrúar gefur Fréttablaðið út sérblað um allt sem
viðkemur byggingariðnaðinum á Íslandi, hvort það eru bæjarfélög,
verktakafyrirtæki, trésmiðjur og söluaðilar byggingarvöru.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér got glýsingaplá s
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Aðfaranótt mánudags-ins fór Golden Globe verðlau na hát íði n fram í 77. skipti í Beverly Hills í Kali-forníu . Leikarinn
Ricky Gervais var kynnir hátíðar-
innar, en nokkrum þóttu brandarar
nokkuð vafasamir. Í ár voru stjörn-
urnar áberandi meira tilbúnar að
taka áhættu í klæðavali. Sviðshöf-
undurinn, athafnakonan og sér-
fræðingur í samfélagsmiðlum hjá
UN Women, Hekla Elísabet Aðal-
steinsdóttir, hefur frá barnsaldri
haldið upp á verðlaunahátíðir sem
þessa, en er í raun nokkuð sama um
verðlaunaafhendinguna sjálfa.
Orðnar pólitískari
„Ég hef alla tíð haft áhuga á verð-
launahátíðum, en kannski ekki
verðlaununum sjálfum, heldur
frekar umgjörðinni í kringum
hátíðirnar. Svo hef ég alveg sérstak-
lega áhuga á kjólavalinu. Það er
gaman að skoða hverja hátíð fyrir
sig, það koma oft einhver trend
sem eru áberandi á hverri hátíð.
Árið 2018 mættu til dæmis margar
í svörtu til stuðnings Time’s Up-
hrey f ing unni til að
sýna hver annarri
s a m stöðu . Þe s s a r
hátíðir hafa orðið
pólitískari síðastliðin
ár, mun meira en þær
voru,“ segir Hekla.
Á hátíðinni í ár
minntu stjörnurnar
áhor fendu r á þá
hræðilegu gróður-
elda sem geisa
nú í Á st ra líu .
Ákveðið var að
bjóða gestum
hát íða r inna r
e i nvö r ð u n g u
upp á veganfæði.
„ Þ a k k a r -
r æ ðu r na r er u
Glæðir annars litlausa mánuði lífi
Heklu Elísabetu Aðalsteinsdóttur hefur frá barnsaldri þótt gaman að fylgjast með kjólavali á verðlaunahátíðum.
Hún segir alls ekki samasemmerki milli þess að velta fyrir sér klæðavali stjarnanna og að dæma útlit þeirra.
Heklu finnst verðlaunahátíðir á borð við Golden Globes vera orðnar pólitískari. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Zoey Deutch var
í samfestingi
frá Fendi, sem
Heklu fannst
koma vel út.
Henni fannst
skartið passa
mjög vel við,
en það var frá
Harry Winston.
„Mér finnst J. Lo líta út eins og jóla-
pakki í þessum kjól frá Valentino,
þótt hún sé á listum yfir þær best
klæddu á hátíðinni,“ segir Hekla.
ÞAÐ ER SVO GAMAN
AÐ GETA LYFT SÉR
AÐEINS UPP MEÐ ÞVÍ AÐ SKOÐA
LITRÍKA OG FALLEGA KJÓLA.
ÞAÐ AÐ PÆLA Í KJÓLUM Á VERÐ-
LAUNAHÁTÍÐUM FINNST MÉR
EKKI VERA ÞAÐ SAMA OG AÐ
GAGNRÝNA ÚTLIT KVENNA EÐA
META ÞÆR ÚT FRÁ ÞVÍ.
alltaf að verða pólitískari. Fólkið
í bransanum er að nýta betur dag-
skrárvald sitt til koma einhverju á
framfæri. Mér finnst það jákvætt,“
segir Hekla.
Missterkar skoðanir
Hún segist sjálf pæla meira í klæða-
valinu og að í raun sé þetta líka
nokkurs konar keppni stóru tísku-
húsanna.
„Þarna fá þau tækifæri til að sýna
sínar bestu hliðar. Þau keppast um
að fá að klæða sem f lestar stjörn-
ur. Í rauninni er
þetta bara mjög
stórt tækifæri
t i l að aug-
lýsa. Margar
s t j ö r n u r
er u í sér-
sau muðu m
f líkum sem
er u gerða r
bara fyrir þær
og eru kannski
m e ð s t e r k a r
skoðanir á þessu,
velja kannski eitthvað sem þær hafa
séð á tískupöllunum og láta breyta
og bæta eftir sínum smekk. Svo eru
aðrar sem leita beint til hönnuð-
anna og biðja um að láta klæða sig,“
segir Hekla.
Flott að breyta klassík
Hekla segist hafa langmest gaman
af því þegar stjörnurnar taki séns
og séu reiðubúnar að prufa eitt-
hvað nýtt, klæða sig öðruvísi en
aðrir.
„Mér finnst það skemmtileg-
ast. Það er líka að verða algengara
og algengara. Í ár voru sterkir litir
áberandi og „twist“ á klassískri
hönnun. Mér fannst það mjög f lott,
að taka einhverja algjöra klassík
og breyta henni innan ákveðins
ramma, mér finnst það f lottast.“
Að mati Heklu glæðir tími verð-
launahátíðanna annars frekar
viðburðalausa mánuði, janúar,
febrúar og mars, lífi og lit.
„Það er svo gaman að geta lyft sér
aðeins upp með því að skoða litríka
og fallega kjóla. Það að pæla í kjól-
um á verðlaunahátíðum finnst mér
ekki vera það sama og að gagnrýna
útlit kvenna eða meta þær út frá
því. Þessi hluti verðlaunahátíðar-
innar snýst um tísku, það er bara
þannig. Þarna fær maður tækifæri
til að sjá hvað stóru tískuhúsin
og stílistarnir í Hollywood eru að
gera.“ steingerdur@frettabladid.is
Charlize Theron var í kjól frá
Christian Dior. Heklu fannst sniðið
og liturinn flottur. Hún var tilnefnd
fyrir kvikmyndina Bombshell.
7 . J A N Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð