Fréttablaðið - 13.01.2020, Page 8

Fréttablaðið - 13.01.2020, Page 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þrjátíu og níu manna glæfraför í aðdraganda illviðris er af öðrum toga. Þar virðist fólki hafa verið teflt í tvísýnu vitandi vits. Ég óska hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðr- um til ham- ingju með þá sæmd að árið skuli helgað ykkur. Jón Þórisson jon@frettabladid.is 匀洀欀攀爀昀椀 ∠ 刀愀昀瘀攀椀琀甀爀 ∠ 혀爀礀最最椀猀欀攀爀昀椀 ∠ 伀爀欀甀瘀攀爀 䔀爀 昀礀爀椀爀琀欀椀 瘀椀戀切椀 猀琀爀愀甀洀氀攀礀猀椀㼀 䈀氀搀猀栀昀椀 ㄀㈀ ∠ ㄀㄀  刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㄀㔀㄀㔀 ∠ 猀欀漀爀爀椀⸀椀猀 嘀愀爀愀愀昀氀猀ⴀ爀愀昀最攀礀洀愀爀 Nú um helgina flutti Sinfóníu­hljómsveit Íslands Vínartónlist á árvissum tónleikum sínum upp úr áramótum. Allir þeir sem í salnum sátu fundu og skynjuðu samstilling­una, nákvæmnina og næmnina sem til þarf svo þessi indæla tónlist skili sér til þeirra. Það var sannarlega unaðslegt að heyra og skynja tónlistina flutta af tugum hljóðfæraleikara sem léku á hljóðfæri sín í nákvæmum samhljómi. Það blasir við að það er ekki nóg að vera flinkur á hljóð­ færið sitt, ekki skortir færnina hjá listamönnunum sem skipa sveitina. Á það þarf að leika þannig að tónar úr tugum hljóðfæra falli saman í eina heild­ stæða mynd sem þannig verður að tónlist. En það er víðar sem samhljómur er áríðandi og nota má þessa líkingu við hljómsveit um nánast hvað sem er. Stundum er gerð krafa um samhljóm, þótt sú virðist ekki ávallt verða raunin. Í liðinni viku urðu þau atvik að hópi erlendra ferðamanna var stefnt í bráðan voða á hálendinu. Það skal játað að það er ekki hlaupið að því að skilja hvernig það gat orðið niðurstaðan að halda áætlun og fara með fólkið í ferðina þegar fyrir lá óveðurspá og kyrfilega kynnt. Að það skyldi vera talið í lagi að fara með hóp fólks í vélsleðaferð á reginfjöllum, á sama tíma og foreldrar voru beðnir að gæta þess að börn væru ekki utandyra á höfuð­ borgarsvæðinu og skyldu sótt í skóla. Blessunarlega tókst að bjarga fólkinu eftir klukkustunda langar hremmingar. Í fjölmiðlum kom fram að einhverjir í hópnum bjuggust við að þeir hefðu lifað sinn síðasta dag. Ferðaþjónusta hér á landi er ung atvinnugrein og viðkvæm. Það er ekki einkamál þess fyrirtækis sem í hlut á þegar svona atvik verður. Það er brýnt hagsmunamál allra sem starfa að ferðaþjónustu hér á landi að svona sé ekki staðið að verki. Það gerir þetta mál svo enn verra að þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem fyrirtæki þetta kemur við sögu í sambæri­ legu atviki. Það má vel vera að hægt sé að gera út á glæfraferðamennsku, en varla yrði sex ára börnum veitt svoleiðis þjónusta, eins og reyndin varð í þessari ferð. Því verður ekki neitað að oft hefur gengið illa að fá ferðamenn til að hlíta einföldum reglum og sýna varúð og aðgát á ferðamannastöðum þar sem hættur eru fyrir hendi. Glannaleg hegðun þeirra í Reynisfjöru, við Geysi, hjá Gullfossi og víðar, staðfesta að oft tefla erlendir gestir okkar sjálfir á tæpasta vað og lítið virðist ganga að opna augu þeirra fyrir því að þannig geti þeir farið sér að voða. Þrjátíu og níu manna glæfraför í aðdraganda illviðris er af öðrum toga. Þar virðist fólki hafa verið teflt í tvísýnu vitandi vits. Miklu skiptir því að rannsaka atvik öll og atburðarás og beita þeim úrræðum sem tiltæk eru til að tryggja að svona lagað hendi ekki aftur. Auk opinberra aðila verður atvinnugreinin sjálf að koma að verki. Um það þarf að vera samhljómur. Samhljómur  Ekki fullreynt? Það kemur ekki á óvart að Ragnar Þór Ingólfsson, formað- ur VR, sé að undirbúa enn eitt stjórnmálaframboðið. Hann var í framboði fyrir Borgarahreyf- inguna sem dugði honum alls ekki inn á þing. Aftur var hann í framboði 2013 fyrir Dögun sem hlaut um 3 prósent. Ragnar Þór leiddi brattur lista f lokksins í Suðvesturkjördæmi 2016 sem skilaði honum 1,7 prósenti. Enn er Ragnar að og vill að verka- lýðshreyfingin fari fram með þverpólitískt framboð. Hann hefur látið félagsmenn VR kosta fyrir sig könnun til að undir- búa jarðveginn. Er þetta ekki fullreynt gætu einhverjir spurt. Aðrir benda á að staðan sé breytt ef langstærsta verkalýðs- félag landsins er reiðubúið að borga þessa framboðsdrauma. Sporin hræða Samkvæmt könnuninni hafa 23 prósent kjósenda hug á því að kjósa f lokk verkalýðshreyfing- arinnar verði hann stofnaður. Þessum niðurstöðum fagnar Ragnar Þór og segir að fram- boðið verði mögulega ráðandi af l eftir næstu kosningar. Það er þó ekkert nýtt að óstofnuð framboð mælist hátt. Þannig mældist framboð Guðmundar Steingrímssonar með 34 prósent 2011, f lokkur Lilju Mósesdóttur 23 prósent 2012 og mögulegur hægrif lokkur Þorsteins Páls- sonar 38 prósent 2014. Ljóst er að heilbrigðiskerfi heimsins standa frammi fyrir fjölda áskorana, meðal annars aukinni eftirspurn vegna aukningar langvinnra sjúkdóma og breyttrar aldurssamsetningar samhliða því sem mikill skortur er starfsfólki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að á heimsvísu vanti 18 milljón heilbrigðisstarfsmenn til að ná markmiðinu um góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla árið 2030, þar af er helmingurinn eða 9 milljónir, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. Stofnunin hvetur því þjóðir heimsins til að fjárfesta betur í menntun og starfi þessara tveggja stétta. Hérlendis er skortur á hjúkrunarfræðingum vandamál og í skýrslu Ríkis­ endurskoðunar árið 2017 voru færð rök fyrir því að það vantaði hundruð hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sinna enda afar fjölbreyttum og mikilvægum störfum innan íslensks heilbrigðiskerfis sem endurspeglar hátt menntunar­ stig og getu stéttanna. Barátta ljósmæðra fyrir velferð og lýðheilsu barna og verðandi foreldra er samofin sögu heilbrigðisþjónustu í landinu. Hjúkrunarfræð­ ingar hafa allt frá tíma Florence Nightingale verið lykilstétt í að efla gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu. Ég tek undir með forstjóra WHO að það er brýnt að efla mönnun margra heilbrigðisstétta en hér ríður mest á að efla mönnun í hjúkrun. Nú er svo komið að það þolir enga bið. Huga þarf að fjölmörgum þáttum, ekki síst vinnuskipulagi, starfsskilyrðum og kjörum og þeirri vinnu þarf að hraða. Það hittir vel á með árið 2020 því á síðastliðnu ári fögnuðu báðar stéttir 100 ára afmæli hérlendis og í maí verða 200 ár liðin frá fæðingu Florence Night­ ingale sem var ótrúlegur brautryðjandi og langt á undan sinni samtíð. Ég óska hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum til hamingju með þá sæmd að árið skuli helgað ykkur og vona að það verði mikilvægur liður í því að við Íslendingar og aðrir uppfyllum Heimsmarkmið Sam­ einuðu þjóðanna um Heilbrigði fyrir alla. Árið helgað ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum Alma D. Möller landlæknir 1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.