Fréttablaðið - 13.01.2020, Page 10
1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HETJA HELGARINNAR
Aron Pálmarsson
Sonur Arndísar Heiðu Einarsdóttur sem lék
handbolta með FH og Pálmars Sigurðsson-
ar sem spilaði með Haukum, Grindavík og
íslensku landsliðinu í körfubolta. Fæddur
19. júlí 1990 og byrjaði 15 ára að spila með
Meistaraflokki FH. Hann gekk í raðir þýska
stórliðsins Kiel árið 2009 og vann þar allt
sem hægt er að vinna undir stjórn Alfreðs
Gíslasonar. Færði sig til Ungverjalands og
spilaði með Vesprém í tvö ár áður en hann
færði sig til Barcelona. Hann hefur einu
sinni verið valinn íþróttamaður ársins.
Það sést í fyrri hálf-
leik Aron Pálmarsson að hann
er einn topp þrír besti leik-
maður í heimi.
Guðjón Valur Sigurðsson um
Aron í viðtali við Vísi eftir
leik.
„Við vorum með
frábært lið, fullt af frábærum
leikmönnum en það var eng-
inn eins og Aron. Hann gerir
einstaka hluti. Hann er líka
mjög almennilegur strákur og
mikill fagmaður.“
Xavi Sabaté sem þjálfaði Aron
hjá Veszprém.
Í svartasta skammdeginu og óveð-
urslægðum er alltaf gott að vita
að íslenska landsliðið í handbolta
getur stytt stundirnar. Stórmót í
handbolta er orðinn fastur vani
hérlendis en í ár átti mótið í raun að
byrja í dag gegn Rússum. Leikurinn
við Dani var einfaldlega of stór biti
að kyngja. Það var enginn mögu-
leiki að vinna heims- og Ólympíu-
meistarana enda hafa þeir verið
með besta landslið heims í mörg
herrans ár.
En Davíð hefur alveg sigrað
Golíat áður, sérstaklega í íþróttum.
Og í íþrótt þar sem sex eru inni á
vellinum er gott að vera með einn
besta handboltamann í heimi
innan sinna raða og þjálfara sem
hafði kortlagt nánast hverja hreyf-
ingu sinna fyrrverandi lærisveina.
Í liði Dana er Mikkel Hansen, sem
flestir telja þann besta í heimi í dag
en hann stóð í skugga Arons Pálm-
arssonar sem varpaði frá sér svo
stórum skugga að Hansen var hálf
lítill í sér – þó hann hafi alveg reynt
að halda smá sýningu. Sýning Arons
var einfaldlega betri, fallegri og skil-
aði í hús einhverjum eftirminnileg-
asta sigri sem íslenskt handboltalið
hefur unnið.
Að koma að 20 mörkum í 31-30
sigri er einfaldlega stórkostlegt
afrek. Aron skoraði 10 mörk, gaf
níu stoðsendingar og fiskaði eitt
víti. Mörkin komu í öllum regnbog-
ans litum og stoðsendingar hans
voru sumar hverjar fjarri raun-
veruleikanum. Skilningur hans á
leiknum, hlaupum samherja sinna
og getan til að troða handbolta
í lúkurnar fram hjá risastórum
lurkum var einfaldlega eins og að
horfa á fallegt málverk. Tíminn
virtist einfaldlega standa í stað.
Hinn alræmdi slæmi kaf li kom
aldrei eða strákarnir okkar, sem
allir ættu að fá aukahrós, leyfðu
honum einfaldlega ekki að koma.
Aron sá til þess.
Aron er fæddur í Hafnarfirði árið
1990 og það var snemma ljóst að
þarna færi af burðaríþróttamaður.
Eðlilega var körfubolti honum kær
enda gerði karl faðir hans, Pálmar
Sigurðsson, garðinn frægan á
körfuboltagólfinu með Haukum,
Grindavík og íslenska landsliðinu.
Móðir hans, Arndís Heiða Einars-
dóttir spilaði með FH í handbolta.
Þá segir í DV árið 2001 að FH hafi
orðið Íslandsmeistarar í innan-
hússfótbolta þar sem Aron og Gylfi
nokkur Sigurðsson hafi skorað
mörkin. Hann segir frá því sjálfur
í viðtali við Monitor að hann hafi
ætlað sér að verða atvinnumaður í
fótbolta en hætt þegar hann var 16
ára. Ári síðar hafi þó vantað mark-
vörð í annan f lokk í fótboltanum
og áður en Aron vissi af var hann
kominn á meistaraf lokksæfingar
FH sem markvörður! Pressan var
því mikil innan félagsins um hvora
íþróttina hann myndi velja.
Hann spilaði sinn fyrsta meist-
araflokksleik með FH aðeins 15 ára
gamall gegn ÍBV í spennandi leik
sem endaði 30-28 fyrir FH. Hann
skoraði eitt mark. Í frétt Morgun-
blaðsins um leikinn segir; „Aron er
leikmaður 4. f lokks en spilar einnig
með 3. og 2. f lokki og hefur nú verið
tekinn inn í meistaraflokkshópinn.
Hann verður 16 ára í sumar – 19.
júlí.“
Aron var f ljótur að láta til sín
taka með harpixið á höndunum.
FH var í fyrstu deild en þrátt fyrir
ungan aldur var hann burðarás í
liðinu sem fór upp um deild. Þar
hélt hann áfram að blómstra svo
eftir var tekið. Alfreð Gíslason
kom bankandi og tók guttann
til liðsins árið 2008. Hann var 18
ára. Undir stjórn Alfreðs tók hann
stökkið úr því að vera efnilegur í að
verða góður og síðan frábær yfir í
heimsklassa leikmann þar sem
hann hefur haldið sig. Hann var
sex ár hjá Kiel og vann nánast allt
sem hægt er að vinna. Meðal ann-
ars var hann valinn íþróttamaður
ársins árið 2012, aðeins 22 ára, eftir
stórkostlegt ár. Kiel varð Evrópu-
meistari, þýskur meistari með
fullu húsi stiga og bikarmeistari. Á
Ólympíuleikunum var hann valinn
í lið leikanna. Hann færði sig til
Veszprém árið 2015 og spilaði þar í
tvö ár. Þaðan fór hann til Barcelona
árið 2017 þar sem hann er enn.
Eftir leikinn hefur hrósi rignt yfir
Aron. Ekki aðeins á Íslandi heldur
um gjörvalla Evrópu. Sé farið um
slóðir f jölmiðla þjóðanna sem
taka þátt eru allir sammála. Sýn-
ing Arons stóð upp úr um helgina.
Í dag tekur við næsti andstæð-
ingur, sjálfur rússneski björninn
og hefst leikurinn klukkan 17.15.
Rússland kom úr f jórða styrk-
leikaf lokki en á blaðamanna-
fundi í gær var hamrað á því að
þeir væru sýnd veiði en ekki gefin.
benediktbóas@frettablaðið.is
Stórkostlegt
íþróttaafrek
Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, lyfti lund
þjóðarinnar upp í hæstu hæðir með einhverri
mögnuðust frammistöðu sem íslenskur handbolta-
maður hefur sýnt þegar Ísland vann heims- og
Ólympíumeistara Danmerkur um helgina.
9,6
fékk Aron í einkunn, af tíu
mögulegum, fyrir sóknar-
leik sinn samkvæmt HB
Statz enda ekkert eðlilegt
að koma að 20 mörkum í
einum handboltaleik. Það er
eiginlega fáránleg tölfræði.
Hann spilaði sinn fyrsta
meistaraflokksleik með FH
aðeins 15 ára gamall gegn
ÍBV í spennandi leik sem
endaði 30-28 fyrir FH. Hann
skoraði eitt mark.