Fréttablaðið - 13.01.2020, Side 35
ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ
AÐ SUM ÞESSARA
VERKA ERU SJALDAN SÝND ER
AÐ UMFANGIÐ ER ÓTRÚLEGA
MIKIÐ.
Sýningin Nokkur uppá-haldsverk stendur yfir í Nýlistasafninu í Marshall-húsinu. Þar eru sýnd verk úr eigu safnsins. Birkir Karlsson er sýningarstjóri
en hann starfar í safninu sem safn-
eignarfulltrúi.
„Árið 2015 þegar ég byrjaði í list-
fræðinámi í Listaháskólanum var
eitt af verkefnunum þar að stýra
lítilli sýningu í Nýlistasafninu. Þá
skoðuðum við nemendurnir alla
safneignina og fórum í gegnum
hvert einasta verk. Síðan hef ég
verið með í kollinum lista yfir uppá-
haldsverk sem gaman væri að setja
á sýningu,“ segir Birkir.
Birkir hafði úr nægu að velja
fyrir þessa sýningu en rúmlega
2.000 verk eru í eigu safnsins. Hann
valdi fimm verk, sem eru í mörgum
einingum, eftir fjóra listamenn.
„Ástæðan fyrir því að sum þess-
ara verka eru sjaldan sýnd er að
umfangið er ótrúlega mikið. Verk
Douwe Jan Bakker er til dæmis 144
einingar og tekur á annan tug metra
af veggplássi og þá er helmingurinn
af sýningarrýminu undirlagt. Það
eru 20 ár síðan þetta verk var síðast
sýnt,“ segir Birkir.
Listaverk og vonbrigði
Birkir skrifar texta í sýningarskrá
þar sem hann fjallar meðal ann-
ars um hugmyndir um listaverk og
vonbrigðin þegar listaverkið reyn-
ist ekki vera eins og áhorfandinn
átti von á. „Sem safneignarfulltrúi
er ég stöðugt að taka á móti sýn-
ingarstjórum og opna fyrir þeim
geymslur safnsins. Þegar ég tek
verk úr umbúðunum heyrist fólk
stundum segja: Ó, er þetta svona!
Það hefur séð ljósmynd af verkinu
eða heyrt sögur af því og svo er
verkið allt öðruvísi en það átti
von á. Það er ekki gott þegar fólk
er búið að ákveða hvernig sýning
á að vera og svo er verkið sem það
vill fá á sýninguna allt öðruvísi en
það hélt. Ég skrifa aðeins um þetta í
sýningarskrána.“
Textaverk listamanna
Um verkin á sýningunni segir
hann: „Markmið mitt var ekki að
velja þau þannig að þau pössuðu
inn í eitthvað ákveðið konsept eða
að þau töluðu saman. Þegar verkin
eru skoðuð sést þó að það er texti í
þeim öllum.“
Listamennirnir sem eiga verk á
sýningunni eru: G.Erla, Rúrí, Mihael
Milunović og Douwe Jan Bakker.
Verk G.Erlu er bróderíverk sem vel
má túlka sem feðraveldisgagnrýni
og það er á voldugum stöpli sem eitt
sinn var í Ráðhúsinu.
„Verk Rúríar, Desolation, er
nokkuð sérstakt að því leyti að það
er úrvinnsla eða áframhald á eldra
verki sem sem hún bjó til á Kola-
torginu í Kaupmannahöfn árið
1984,“ segir Birkir. „Hún vann það
upp úr reynslu sinni að hafa gengið
um heilt þorp sem hafði verið lagt
í eyði, það var rústir einar. Hún
steypti svo hluta af þessum rústum
í raunstærð og kom fyrir á torginu.
Verkið á sýningunni í Nýlista-
safninu kortleggur það ferli með
myndum, teikningum og texta.“
Mihael Milunović fæddist í
Júgóslavíu og ljósmyndir hans
á sýningunni sýna nokkra bíla
með bílplötum sem bera áletanir:
Hate-Lust-Hunger-Plague-Fear.
Verkin voru búin til á sama tíma
og Kósóvó stríðið geisaði. „Það er
húmor í þessum myndum þótt
umfjöllunarefnið sé drungalegt og
þungt,“ segir Birkir.
Hollenski listamaðurinn Douwe
Jan Bakker, sem lést árið 1997, var
mikill Íslandsvinur. Verk hans á
sýningunni eru tvö, ljósmynda-
röðin Um sérstakt framlag Íslands
og íslensks samfélags til sögu
byggingarlistarinnar. „Hann ferð-
aðist mikið um landið og tók ljós-
myndir af híbýlum Íslendinga
úti á landi, þar af margar af torf-
bæjum. Þetta var á tímum þegar
Íslendingar skömmuðust sín jafn-
vel fyrir torfbæi en hann gerði þeim
hátt undir höfði. Allar myndirnar,
rúmlega 30, eru af vistarverum
og svarthvítar,“ segir Birkir. „Hitt
verkið heitir A Vocabulary Sculpt-
ure in the Icelandic Landscape og
samanstendur af 72 ljósmyndum af
ákveðnum þáttum úr landslagi og
jarðfræði landsins og fyrir neðan
hverja mynd er íslenska hugtakið
yfir viðkomandi fyrirbæri. Sum
orðanna hef ég aldrei heyrt áður.“
Uppáhaldsverk í
Nýlistasafninu
Birkir Karlsson safneignarfulltrúi valdi
fimm verk til sýningar eftir fjóra lista-
menn. Texti er í öllum verkunum.
Birkir Karlsson er sýningarstjóri sýningarinnar Nokkur uppáhaldsverk. Hann valdi úr gríðarstórri safneign þau verk sem eru á sýningunni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ein af ljósmyndum Mihaels Milunović á sýningunni.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15M Á N U D A G U R 1 3 . J A N Ú A R 2 0 2 0