Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 2
Raunávöxtun Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna á síðasta ári var yfir 15% og jukust eignir um meira en 150 milljarða króna á árinu. Veður Minnkandi suðvestanátt, 5-13 m/s eftir hádegi og él eða slydduél, en bjart austan til. Hiti um frostmark. Gengur í sunnan 13-20 í kvöld og nótt með rigningu, en úrkomu- minna norðaustan til. SJÁ SÍÐU 14 Labbað á Langasandi Vel viðraði til útivistar í gær og var það mörgum kærkomið að komast út undir bert loft og í gönguferð. Tækifæri til þess hafa verið færri en margir vildu í ótíðinni undanfarið. Á Langasandi á Akranesi eru kjöraðstæður til gönguferða þegar vel viðrar. Ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð í gær og smellti nokkrum myndum af göngufólki. Til vinstri má sjá baðstaðinn Guðlaugu og sennilega enduðu sumir ferðina þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SÚPER TILBOÐ VEGNA FLUTNINGA 25% afsláttur á öllum vörum Afsláttarkóði: SUPER2020 22-26. janúar á www.taramar.is 22-24. janúar frá 9 - 16 í versluninni að Starmýri 2a VIÐSKIPTI Raunávöxtun Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna á síðasta ári var yfir 15 prósent, sem er með bestu ávöxtun sjóðsins frá upphafi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þá hafi eignir hans aukist um 150 millj- arða króna á síðasta ári. Jafnframt munu allir eignaliðir sjóðsins hafa skilað jákvæðri ávöxtun en erlenda eignasafnið ávaxtast best. Þetta er ein besta raunávöxtun sjóðsins frá upphafi, eða að minnsta kosti á pari við þá bestu undanfarin 20 ár. Í níu mánaða uppgjöri var meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 20 ár sögð vera um 3,9 prósent og 4,8 prósent undanfarin fimm ár, eins og fram kom í frétt blaðsins í lok nóv- ember síðastliðins. Heildareignir sjóðsins munu hafa verið nálega 860 milljarðar króna við síðustu áramót. Stjórnarfundur verður haldinn í lífeyrissjóðnum á fimmtudaginn. Ekki mun enn lokið endanlegu upp- gjöri fyrir síðasta ár og ekkert verið ákveðið um birtingu niðurstaðna. Venjan er þó að afkoma sjóðsins og starfsemi síðasta árs sé kynnt mán- uði fyrir ársfund. Árið 2019 var lífeyrissjóðum landsmanna hagstætt þegar horft er til ávöxtunar eigna þeirra. Lands- samtök lífeyrissjóða áætla að raun- ávöxtun lífeyrissparnaðar lands- manna sé að meðaltali vel yfir 11 prósent, miðað við vegið meðaltal ávöxtunar alls eignasafns sjóðanna 2019. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2018 þegar hrein raun- ávöxtun var 1,95 prósent að jafnaði. Yfir 5.000 milljarðar króna eru nú í lífeyrissjóðum landsmanna. – jþ Mikil ávöxtun lífeyrissjóðsins Tillaga að aðkomutákni Garðabæjar frá Teiknistofunni Tröð. SKIPULAGSMÁL Svokallað aðkomu- tákn sem Garðabær hyggst koma upp á Arnarneshæð við Hafnar- fjarðarveg vekur áhyggjur íbúa þar. Skipulagsnefnd bæjarins fjallaði um fyrirspurn þar sem spurt er hvort táknið sé ekki of stórt og myndi hugsanlega hvin undir ákveðnum veðurskilyrðum. Nefndin segir verk- ið ekki of stórt. „Ekki er unnt að meta til fullnustu hvort hvinur myndist við ákveðin skilyrði. Ef til þess kemur þarf að ráðast í aðgerðir til þess að koma í veg fyrir hvin ef sýnt verður fram á að hann valdi íbúðum aðliggj- andi húsa óþægindum.“ – gar Óttast hvin frá nýju bæjartákni FERÐAÞJÓNUSTA „Neikvæð upplif- un kínverskra ferðamanna á Íslandi held ég að byggist að mestu leyti á menningarmun, Íslendingar þekkja ekki mikið til Kína,“ segir Grace Jin-Liu leiðsögumaður. Hún er ein þeirra sem flytja erindi á fundi um móttöku kínverskra ferðamanna sem haldinn verður í kínverska sendiráðinu á milli klukkan 9-11 í dag. Í erindi sínu fjallar Grace um upplifun kínverskra ferðamanna á Íslandi sem hún byggir á sam- skiptum sínum við þá ferðamenn sem hún hefur leitt um landið en um 100 þúsund ferðamenn frá Kína heimsóttu Ísland í fyrra og búast má við að þeim fjölgi á komandi árum. „Flestar rannsóknir benda til þess að kínverskir ferðamenn séu ekki ánægðir með þá þjónustu sem þeim er veitt hér á landi og ég held að það sé mikilvægt fyrir greinar tengdar ferðaþjónustu að kynna sér upp- lifun ferðamannanna,“ segir Grace. „Sem dæmi má taka vatn á veit- ingahúsum. Hér er vatn borið fram kalt en Kínverjar eru vanir að drekka það heitt eða volgt,“ segir Grace og bætir við að margir veit- ingastaðir hafi tekið upp á því að hita vatn ef von er á kínverskum ferðamönnum. „Þetta hefur batnað á síðastliðnum fimm árum eða svo. Núna held ég að margir sjóði vatn um leið og þeir sjá hóp Kínverja nálgast.“ Grace segir mörg önnur dæmi nærtæk þegar kemur að kín- verskum ferðamönnum á Íslandi. Til að mynda hafi mýtan um lélega aksturshæfni þeirra lengi verið í hámælum hér. „Það er mikið talað um það að Kínverjar kunni ekki að keyra og hafi jafnvel keypt ökuskír- teini sín á netinu,“ segir hún. „Það er að sjálfsögðu ekki satt. Ökupróf í Kína eru erfið og það er langt ferli að læra á bíl. Aðstæð- urnar hér eru hins vegar mjög ólíkar aðstæðum í Kína. Því er afar mikil- vægt að koma upplýsingum um veður og færð á vegum til Kínverja,“ segir hún. „Það er einungis ein síða sem ég veit um sem hefur gefið slíkar upplýsingar út á kínversku en upp- lýsingar um síðuna hafa þó ekki skilað sér til þeirra,“ segir Grace og bætir við að afleiðingar þátta af þessu tagi getir verið alvarlegar líkt og mátt hafi sjá í síðustu viku þegar tveir ungir kínverskir ferðamenn fundust látnir á Sólheimasandi. Aðspurð að því hvernig kín- verskir ferðamenn upplifi gestrisni Íslendinga segir Grace að nauðsyn- legt sé að bæta úr ýmsum þáttum. „Þegar þú ferðast til annarra landa og getur ekki einu sinni lesið skiltin á f lugvellinum þar sem þú lendir líður þér að öllum líkindum ekki eins og þú sért mjög velkominn. Upplýsingar á skiltum þar þyrftu ekki að vera f lóknar, bara hvar þú gætir tekið rútu eða hvar útgangur- inn væri og um leið liði fólki frekar eins og það væri velkomið.“ birnadrofn@frettabladid.is Ólík menning skýri neikvæða upplifun Á fundi um móttöku kínverskra ferðamanna sem haldinn verður í dag fjallar leiðsögumaðurinn Grace Jin Liu um upplifun kínverskra ferðamanna hér. Hún segir mikinn menningarmun á milli þjóðanna skapa neikvæða upplifun. Alls komu um 100 þúsund kínverskir ferðamenn til Íslands í fyrra og áætl- anir gera fyrir að þeim fjölgi enn á komandi árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hér er vatn borið fram kalt en Kín- verjar eru vanir að drekka það heitt eða volgt. Grace Jin-Liu, leiðsögumaður 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.