Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2020, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 22.01.2020, Qupperneq 12
Ástkær kona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sigrún Þórarinsdóttir kennari, Litlakrika 17, Mosfellsbæ, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á líknardeild LSH Kópavogi þann 16. janúar. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. janúar kl. 13.00. Ólafur Þór Kjartansson Edda Ólafsdóttir Rúnar Helgason Þóra Ólafsdóttir Vignir Óðinsson Óli Valur Ólafsson og ömmubörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Pálsson rafvirki frá Siglufirði, Selvogsbraut 5a, Þorlákshöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju laugardaginn 25. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Anna Sæbý Lúthersdóttir Þórunn Jónsdóttir Gísli Eiríksson Hermann Sæbý Jónsson Anna Kristín Jensdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Pálína Pálsdóttir áður til heimilis að Reynihvammi 35 í Kópavogi, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 28. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju 24. janúar kl. 11. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu fyrir hlýhug og góða umönnun. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarkort Hrafnistuheimilanna. Sólrún Bragadóttir Sigurður Friðriksson Árni Bragason Anna Vilborg Einarsdóttir Guðbjörg Bragadóttir Kristján Guðmundsson Þorvaldur Bragason Narelle Jennifer Bragason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ásgerður Arnardóttir Kirkjubraut 30, Höfn í Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn sunnudaginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 25. janúar kl. 11. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Gjafa- og minningarsjóð Skjólgarðs. Gunnar Ásgeirsson Arnþór Gunnarsson Erla Hulda Halldórsdóttir Ásgeir Gunnarsson Eygló Illugadóttir Elín Arna Gunnarsdóttir Kristinn Pétursson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Sigríður Inga Þorkelsdóttir Dalbraut 27, Reykjavík, lést fimmtudaginn 16. janúar á Landspítalanum Fossvogi. Jarðsungið verður frá Grafarvogskirkju mánudaginn 27. janúar klukkan 13.00. Hanna Helgadóttir Hannes Ingvarsson Birgitta Helgadóttir Birgir Helgason Guðrún Hind Gunnlaugur Hilmarsson Reyndís Harðardóttir Þorkell Svarfdal Hilmarsson Hrafnhildur Hartmannsdóttir Gunnar Þór Hilmarsson Hilmar Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri Smári Ragnarsson lést á Landspítalanum þann 4. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey mánudaginn 20. janúar að ósk hins látna. María Welding Magnúsdóttir Rúna Björk Smáradóttir Arnheiður Björg Smáradóttir Thomas Hansen Karen Amelía Jónsdóttir Baldur Ragnarsson barnabörn. Útför ástkærs föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, Péturs Sveinbjarnarsonar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 24. janúar nk. kl. 13.00. Guðmundur Ármann Pétursson Birna Ásbjörnsdóttir Auðbjörg Helga Guðmundsdóttir Embla Líf Guðmundsdóttir Nói Sær Guðmundsson Eggert Pétursson Malin Svensson Freyja Christine Eggertsdóttir Einar Pétur Lars Eggertsson Friðrik Örn Hjaltested Úlfhildur Lokbrá Friðriksdóttir Skorri Ísleifur Friðriksson Óli Rafn Jónsson Valgerður Magnúsdóttir Edda Sól Óladóttir Atli Þór Ólason Árlega efnir lista- og menn-ingarráð Kópavogsbæjar til ljóðasamkeppni undir heitinu Ljóðstafur Jóns úr Vör. Í þetta sinn var það skáldið Björk Þor- grímsdóttir sem hlaut verðlaunin og var að vonum glöð. „Ég sendi fyrst inn ljóð í keppnina í fyrra. Annars er ég oft svo utan við mig þegar kemur að svona hlutum, gleymi að sækja um eða hlutir fara fram hjá mér þannig að þetta er ótrúlega ánægjulegt.“ Það er nóg að gera hjá Björk, hún starfar í Gerðarsafni í Kópavogi og nemur menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Áður hefur hún lært heimspeki, bókmenntafræði og ritlist við sama skóla. Hún hefur gefið út tvær bækur, Bananasól árið 2013 og Neindarkennd árið 2014, það var hennar fyrsta ljóða- bók. „Ég gaf út bækurnar með nokkurra mánaða millibili og nú er ég með ljóða- handrit nánast tilbúið. Held þó að það sé sama hversu margar bækur liggi eftir hvern og einn, við erum alltaf á byrj- unarreit. Það er alltaf efi um eigin rödd en efinn er að sama skapi nauðsynlegur, ákveðið sköpunarafl.“ Björk viðurkennir þó að vera sískrif- andi. „Ég er alltaf að hripa eitthvað niður í stílabók, hugsanir eða setningar sem ég heyri og les. Verandi skáld er maður stöðugt vakandi og að safna í sarpinn, þó ómeðvitað sé að einhverju leyti.“ Hún segist njóta þess að lesa ljóð eftir aðra. „Það er fullt af góðum ljóða- bókum sem hafa komið út um þessar mundir eftir íslensk skáld. Mér þykir líka vænt um þegar fólk þýðir ljóð, það er dýrmætt. Annars er mikil gróska í ljóðaheiminum og auðvitað fylgist maður með.“ Hún ólst upp innan um bækur, að eigin sögn. „Afi minn, pabbi mömmu, var bókbindari og faðir hans átti Bók- fell á Hverfisgötunni. Það var alltaf lögð mikil áhersla á bóklestur og síðan ég var lítil hefur mér alltaf þótt gaman að lesa upphátt fyrir fólk. Góð vinkona mín átti heima í sömu blokk og ég en mamma hennar vann á leikskóla. Við fórum oft með henni þangað þegar hún var að skúra og þá fórum við beint inn í bóka- herbergið þar sem ég las upphátt fyrir hana. Þetta var það skemmtilegasta sem ég gerði. Eins elti ég mömmu um húsið lesandi þegar hún var að sýsla eitthvað. Ég naut þess að fara með texta.“ Þegar Björk var að byrja að yrkja segir hún mikið hafa verið um ljóða- upplestra. „Nýhil, félag ungskálda, var sterkt, oft var lesið upp í Stúdenta- kjallaranum og þar myndaðist góð stemning. Í seinni tíð hefur landslagið aðeins breyst. Það eru f leiri útgáfufélög, bæði í grasrótinni og ekki. Svo með til- komu ritlistarkennslu hafa myndast skáldahópar. Fjölbreytnin er meiri og f leiri raddir komið fram sem lengir von- andi líftíma ljóðsins. Annars er ótrúlega hollt að fá þessa viðurkenningu og hún er mikil hvatning fyrir mig til að halda áfram. gun@frettabladid.is Alltaf efi um eigin rödd Ljóðskáldinu Björk Þorgrímsdóttur hlotnaðist sá heiður í gær að taka við verðlaunum í ljóðasamkeppni sem kennd er við Jón úr Vör og göngustaf hans til varðveislu í ár. Sigurljóðið Augasteinn undan nóttinni vaxa trén við vorum sammála um það hvort var það ég eða þú sem komst aftur? var ég heilög og húðin sjúklega geislandi kjarni sítrusávaxta við ræddum lófana í hljóði góm við góm meðan augasteinarnir sukku sáttlausir í myrkrinu það fæst engin medalía fyrir tilraunastarfsemi þú með þína klofnu tungu og ég sem næli orðunni rétt undir viðbeinið „Það var alltaf lögð mikil áhersla á bóklestur og síðan ég var lítil hefur mér alltaf þótt gaman að lesa upphátt fyrir fólk,“ segir Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 2 . J A N Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.