Fréttablaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 26
Og þá sé erfitt að kveðja vini í f lutningum á milli landa. „Ég eignaðist marga góða vini í Cardiff og fannst erfitt að kveðja þá. Þetta getur verið f lókið, fólk kemur og fer. Þú þarft alltaf að setja þig í stell- ingar, læra að kynnast fólki, gefa færi á þér en svo veistu að þú munt flytja í burtu. Ég hugsa vel um vini mína á Íslandi og fjölskylduna, ég geri mér grein fyrir því hvað þau eru verðmæt. Það er þriggja tíma mismunur á milli Katar og Íslands og því getur það verið f lókið en ég læt það virka. Við finnum alveg fyrir því að fjölskylda og vinir eru náttúru- lega ekki hjá okkur en við höfum verið ótrúlega dugleg að tala við fólk í gegnum Facetime. Við erum þakklát fyrir tæknina eins og hún er í dag en þetta hefur svo auðvitað verið erfiðara eftir að við f luttum til Katar. Þegar við bjuggum í Car- diff þá gátum við í rauninni hoppað heim ef okkur langaði til en hérna er þetta aðeins lengra ferðalag og aðeins f lóknara með tvo gaura,“ segir Kristbjörg. Hefur meiri tíma Aron bendir þó á að fótboltalífið í Katar sé um margt ólíkt því sem þau hafi átt að venjast, sé horft til fjölskyldunnar. „Þrátt fyrir að það sé erfiðara fyrir fjölskylduna okkar að koma út til okkar og fyrir okkur að fara heim, þá er ég núna að spila fótbolta sem er ólíkur því sem ég hef spilað áður. Það er ekki langt fyrir mig að fara í ferðalög fyrir leiki, svo ég hef í rauninni sjálfur meiri tíma fyrir fjölskyld- una heima fyrir. Það er gríðarlegur kostur við Katar. Menningin í kringum fótboltann hér er einfald- lega öðruvísi,“ segir hann og talið berst að drengjunum, fjögurra ára og 15 mánaða. Sá eldri gengur í breskan skóla en sá yngri nýtur þess enn að vera heima hjá Krist- björgu. Menningin og siðirnir í Katar eru talsvert frábrugðnir því sem þekkist í Evrópu og Kristbjörg segist hafa átt örlítið erfiðara með breytinguna. „Fyrir mína parta er þetta kannski svolítið öðruvísi þar sem ég er vanur því að vera í kringum ólíka menn- ingarheima í fótboltanum. Ég hef spilað með leikmönnum hvaðan- æva að úr heiminum, svo menning- arsjokkið er vafalaust minna fyrir mig. En það er alveg ljóst að lífernið og menningin hér er allt önnur en í Bretlandi,“ segir Aron og Kristbjörg tekur undir. „Við erum alveg ótrúlega ánægð og það kom mér eiginlega á óvart hversu f ljót við vorum að koma okkur fyrir og fara að líða vel hérna. Ég hafði mestar áhyggjur af því og viðurkenni alveg að þegar við komum þá var ég rosalega óörugg. Bæði vegna þess að maður þekkir þetta ekki og svo eru alls konar regl- ur sem maður kann ekki á. Eins og til dæmis að þá þykir stundum ekki við hæfi að ég rétti fram höndina til karlmanns til þess að heilsa honum heldur á ég að bíða eftir því að hann rétti mér höndina. Eins með klæða- burð og annað, en þetta er eitthvað sem maður lærir og við berum auð- vitað virðingu fyrir menningunni hér. Það eru sannkölluð forréttindi að fá að upplifa og kynnast ann- arri menningu með þessum hætti,“ segir Kristbjörg og bætir við að það sé heilmargt við menninguna sem þau eru ekki vön heima á Íslandi. „Konur klæðast búrkum og það tók tíma að venjast þessu. Ég þarf líka að gæta mín, á vissum stöðum í borginni má ég til dæmis ekki láta sjást í axlir eða í bert hold fyrir ofan hné. Þegar hitastigið fer yfir fjörutíu gráður þá getur þetta orðið krefj- andi. Maður er hins vegar f ljótur að venjast þessu.“ Enn eitt ævintýrið Þau Aron og Kristbjörg eru einstak- lega samhent og tóku ákvörðun fyrir um þremur árum síðan að fara út í enn eitt ævintýrið og nú er afrakstur þess að líta dagsins ljós en það er AK Pure Skin, húðvörur, sem koma á markað þann 13. desember næstkomandi. Hugmyndin kvikn- aði þegar Kristbjörg var barns- hafandi og leiddi hugann að lítilli eftirspurn eftir húðvörum sem eru laus við ýmis bannefni. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á húðumhirðu og fór að leiða hugann enn meira að henni þegar ég var ólétt að yngri stráknum okkar, þar sem mikil umræða var í gangi um hvað má og hvað má ekki nota þegar maður er óléttur ásamt því að það er oft verið að tala um þessi bannefni eins og þegar talað er um FREE of paraben, PEG-efni og svo framvegis. Ég hafði samband við þau á Greni- vík og spurði hvort þau hefðu tök á að fara í þetta með okkur og úr varð gott samstarf. Það sem okkur fannst mikilvæg- ast að setja fókusinn á var rakinn. Húðin er okkar stærsta líffæri og til að hún sé frískleg og heilbrigð þá er alveg jafn mikilvægt að gefa henni raka eins og líkamanum sjálfum.“ Kristbjörg segir framleiðslu á Íslandi lúta ströngum kröfum og þau hafi fengið að fylgjast með ferl- inu frá upphafi til enda. „Persónulega finnst okkur það vera mikill kostur að vörurnar séu framleiddar á Íslandi undir GMP- aðstæðum en það þýðir að unnið er undir mjög ströngum kröfum bæði í sambandi við framleiðsluaðstöðu og þá verkferla sem eru notaðir. Við vorum með í ferlinu frá a-ö, fengum að blanda efnin og vera inni í mál- unum allan tímann. Við erum stolt af því að segja frá því að innihalds- efnin eru valin eftir gæðum með sem besta samverkun í huga og til að ná fram ákveðnum eiginleikum vörunnar. Auk þess eru vörurnar framleiddar úr hreinu íslensku vatni sem hljómar kannski eins og klisja en er mjög mikilvægur þáttur Kristbjörg með sonum sínum. Þau hjónin sakna auðvitað stórfjölskyldunnar enda erfiðara að skjótast á milli landa en áður. Aron Einar og Kristbjörg setja af stað húðvörulínu í næstu viku sem er framleidd á Grenivík. ÉG ÞARF LÍKA AÐ GÆTA MÍN, Á VISSUM STÖÐUM Í BORGINNI MÁ ÉG TIL DÆMIS EKKI LÁTA SJÁST Í AXLIR EÐA Í BERT HOLD FYRIR OFAN HNÉ. Kristbjörg framleiðslunnar því vatnið okkar er svo hreint. Það gerir okkur kleift að nota færri efni í vörurnar heldur en ef þær væru framleiddar þar sem vatnsgæðin eru verri.“ Langt, strangt en skemmtilegt „Svo er gaman að segja frá því að nafnið AK Pure er samsett úr nöfnunum okkar og lógóið sem við notum var upphaflega hannað fyrir brúðkaupið okkar, svo þetta er eins persónulegt og það getur orðið. Þetta er búið að vera langt, strangt, skemmtilegt og virkilega lærdóms- ríkt ferli. Það getur enginn búið til neitt eða neina vöru sem allir fíla eða sem allir eru ánægðir með en við getum stolt sagt að við getum staðið 100% á bak við þessar vörur,“ segir Kristbjörg. Aron Einar segist ekki hafa notað mikið af húðvörum hingað til. „Þetta er allt annað en ég hef vanið mig á að gera svo fyrir mig er mjög gaman að fá að taka þátt í einhverju sem maður hafði ekki hundsvit á áður. Ég hafði fram til þessa ekki notað mikið af húð- vörum og minnist þess þegar ég var í förðunarstólnum fyrir sjónvarps- viðtal, að það fyrsta sem ég heyrði var alltaf að ég væri með svo þurra húð. Þess ber að geta að ég hef ekki fengið þær athugasemdir eftir að við fórum á fullt í að prófa okkur áfram í þessu,“ segir hann og bætir hlæjandi við; „Ég var satt að segja hálfgert tilraunadýr í öllu ferlinu.“ Jólaandinn á Íslandi Fjölskyldan er því komin til lands- ins og dvelur hér í nokkra daga til að ýta AK Pure Skin úr vör rétt fyrir jólin. „Við viljum nýta þetta vel en það er ekki oft sem ég fæ sjálfur frí í desember og þetta er í fyrsta skipt- ið í 11 ár sem ég get komið heim í aðdraganda jóla, svo það er einstak- lega skemmtilegt að komast aðeins heim og upplifa þessa alíslensku jólastemningu áður en við höldum aftur út til Katar,“ segir Aron. 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.