Fréttablaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 07.12.2019, Blaðsíða 84
Jólaskógurinn í Hamrahlíð verður opnaður á morgun. Jólaskógurinn í Hamrahlíð við Vesturlandsveg verður opn­aður á morgun kl. 13. Hamra­ hlíð er staðsett í Mosfellsbænum og því í alfaraleið. Fjölmargt verður á dagskránni þennan dag og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ, Har­ aldur Sverrisson, mun saga fyrsta tréð. Harmónikkuleikur mun óma um skóginn auk þess sem Mosfells­ kórinn mun syngja vel valin lög. Boðið verður upp á heitar lummur og að sjálfsögðu verður hægt að gæða sér á ekta skógarkaffi og heitu súkkulaði. Jólasveinninn mun mæta í skóginn og halda uppi stuðinu. Þetta verður notaleg fjölskyldu­ stund þar sem hægt verður að ganga um skóginn og velja hið eina sanna jólatré. n Jólatrjáasalan í Hamrahlíð verð- ur opin frá 8. til 23. desember. n Opið verður kl. 10 til 16 um helgar. n Vikuna 9. til 13. desember verður opið kl. 12.00 til 14.00. n Vikuna 16. til 20. desember verður opið kl. 12.00 til 18.00. n Opið á Þorláksmessu kl. 10.00 til 16.00. Jólaskógur á aðventu Kerti í fallegum bolla er jólalegt. NORDICPHOTOS/GETTY Fyrir jólin er vinsælt að nota kerti til að lýsa upp skamm­degið og gera notalegt heima. Það er einfalt að útbúa eigið kerti úr kertaafgöngum. Hægt er að nota þráð úr kertum sem hafa brotnað eða bognað og bræða svo vaxið úr brotnu kertunum og afgöngunum til að nýta í nýtt kerti. Einnig má kaupa þráð og leggja hann í vaxbað. Bræðið vaxið yfir vatnsbaði svo það brenni ekki. Bindið þráðinn upp á prjón. Leggið svo prjóninn ofan á fallegan postulínsbolla svo þráðurinn fari ofan í miðjan boll­ ann. Hellið vaxinu ofan í bollann og látið kólna. Þegar vaxið hefur harðnað er þráðurinn losaður af prjóninum og hann klipptur í hæfilega lengd. Þá er kertið tilbúið. Þegar kveikt er á kertinu lýsir boll­ inn líka og verður þannig sérstak­ lega jólalegur og fallegur. Kerti í tebolla Þýskar kanilstjörnur eru fallegar og einstaklega bragðgóðar smákökur. Þýskar kanilstjörnur, eða Zimt­sterne, eru hluti af órjúfan­legri hefð á þýskri aðventu. Þær eru fallegar og einstaklega bragðgóðar. Kanilstjörnur 500 g malaðar möndlur (möndlu­ mjöl) 300 g flórsykur 2 tsk. kanill 2 eggjahvítur 2 msk. möndlulíkjör (til dæmis Amaretto) Hvítur glassúr: 1 eggjahvíta 125 g flórsykur Setjið möndlumjöl, flórsykur og kanil í stóra skál og hrærið saman með sleif. Bætið við möndlulíkjör og tveimur eggjahvítum. Hrærið vel með sleif og hnoðið muln­ ingnum saman með höndunum þannig að úr verði þéttur massi. Dreifið flórsykri á borðið, takið bút af deiginu og fletjið út svo það verði á bilinu 0,5 til 1 cm þykkt. Skerið út stjörnur og setjið á bökunar­ pappír á bökunarplötu. Stífþeytið eggjahvítu fyrir glassúrinn og haldið áfram að þeyta þegar flór­ sykri er bætt við smátt og smátt. Penslið stjörnurnar með vænu lagi af glassúr áður en þær fara í ofninn. Bakið við 150°C í neðstu rim í 10­15 mínútur. Kökurnar eru linar þegar þær koma úr ofninum, en samt skal ekki baka þær lengur. Látið kólna á grind. Þeir sem vilja kökurnar án áfengis geta skipt út líkjör fyrir sítrónusafa og möndluolíu. Einnig er hægt að gera kökurnar með möluðum heslihnetum. Þýskar kanilstjörnur Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is Snyrtistofan Hafblik Jólatilboð gildir til jóla 20% afsláttur af öllum gjafakortum (gildistími þeirra er 1 ár) Fyrir þá sem gera kröfur um gæði og árangur Bókið frían tíma í skoðun/viðtal Hollywoodmeðferð 20% afsláttur á meðferðarpakkanum Háræðaslitsmeðferðir 10% afsláttur af Háræðaslitsmeðferðum Ef meðferð er byrjuð fyrir jól fær viðkomandi 15% afslátt af meðferðinni í heild. 3 skipti þarf til að loka fullkomlega skemmdum háræðum. Mánuður er látinn líða milli meðferða. Fyrir Eftir Fyrir Eftir Langtíma viðgerðarmeðferð á andliti þar sem húð er markvisst byggð upp á náttúrulegan hátt án inngripa nála eða skurðhnífa. Starfsemi og frumuendurnýjun húðarinnar er stóraukin þar sem stofnfrumuhvatar eru unnir djúpt ofan í húð með nýjustu hágæða örtækni. Tilvalið í jólapakkann 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.