Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 109

Fréttablaðið - 07.12.2019, Side 109
Ingibjörg skrapp til Sviss og sendi föður sínum póstkort með mynd sem hún skrifar á á íslensku: „Svona lítur syðri hluti þorpsins út.“ Myndin sýnir snæviþakið þorp sem kúrir við frosið vatn undir háum fjöllum og á kortið er prentað „Davos mit Seehorn“. Ekki er vitað hvort Zilzer var með henni í þessari ferð en hún skrifar ein undir kortið og sendir það svo frá París 30. september 1926. Af kortinu að dæma hafði hún flutt sig um set og bjó nú á Hôtel des Écoles, Rue Delambre 15, en áfram á Montparnasse. Kannski voru þau Zilzer ekki lengur saman þegar hér var komið. Ingibjörg var fríðleikskona og Dóra minnist hennar sem fjörlegs gleðigjafa. Kápumynd bókarinnar hefur vakið verðskuldaða eftirtekt. Í París hitti Ingibjörg að minnsta kosti einn íslenskan listamann en Gunnlaugur Blöndal dvaldi um nokkurra mánaða skeið á Hôtel Crebillon í samnefndri götu númer 4 í sjötta hverfi og hafði aðgang að vinnustofu. Í bréfi til Þorleifs, sem er dagsett 26. janúar 1927, skrifar Gunnlaugur að hann hafi hitt Ingi­ björgu og hún hafi skilað til hans frá föður sínum að hann gæti fengið að mála mynd af Birni M. Olsen sem var rektor Lærða skólans 1895 til 1904. Ekki er vitað hver pantaði myndina né af hvaða tilefni, en Þor­ leifur var yfirkennari við skólann um þessar mundir og hefur haft milligöngu um þetta. Gunnlaugur fagnar pöntuninni, þakkar Þor­ leifi og segist hafa ljósmynd af Birni meðferðis. Hann spyr líka hvort hann megi sjálfur ráða stærðinni á málverkinu og lofar að vanda sig. Ég hef ekki áreiðanlegar heimildir um að hún hafi hitt aðra Íslendinga í París á þessum árum en tel líklegt að svo hafi verið enda var hún stolt af sínum norræna uppruna. Þau Þorvaldur Skúlason voru til dæmis samtíða í París um skeið og hugsan­ lega þá þegar orðin kunningjar. Nokkrum árum seinna hittust þau Þorvaldur aftur í Reykjavík og urðu þá perluvinir. Skömmu eftir áramótin 1926 varð Ingibjörg barnshafandi. Hafi barn­ leysi verið ástæða þess að þau Theo­ dor Stein skildu hefur hún ef laust verið sannfærð um að hún gæti ekki orðið barnshafandi og þetta því komið henni í opna skjöldu. Hún hafði skapað sér nýtt líf og var komin inn í hringiðu lista og menningar heimsborgarinnar, félítil listakona sem dreymdi stóra drauma. Kannski varð hún glöð og trúði því að Zilzer gengist strax við barninu, axlaði ábyrgð á föðurhlutverkinu og að þau Brot úr kafla í bókinni Þegar hér er gripið niður í bókina er Ingibjörg barnshafandi í París og veltir framtíð sinni fyrir sér. yrðu fjölskylda. En líklega vissi hún innst inni að hann var alls ekki tilbú­ inn til slíks og átti í nagandi baráttu. Fóstrinu vildi hún ekki eyða því að það samrýmdist ekki sannfæringu hennar, var ólöglegt, dýrt og hættu­ legt. Hún vildi þó áreiðanlega ekki standa í sama basli og móðir hennar, Adeline. Hún hefur vafalaust spurt sig hvort hún ætti að segja Zilzer frá því að hún væri barnshafandi. Hvenær og hversu lengi gæti hún leynt þessu fyrir honum og öðrum? Hvað ef hann færi frá henni? Gæti hún af borið það? Gæti hún séð um barn og verið áfram bóhem og málari? Átti hún kannski að gefa barnið? Á endanum sigraði hin meðfædda bjartsýni Ingi­ bjargar og hún sannfærði sjálfa sig um að hún væri ung og hraust og gæti vel séð um barn. Svo fór að Zilzer sleit sambandinu og vildi ekki gangast við væntanlegu barni sínu, ef Seuphor segir rétt frá í bréfi sínu til okkar Gunnars Kvaran. Ingibjörg var vinamörg og vinsæl, átti ættingja og vini í Þýskalandi og rætur í Sviss. Hún sótti samt um og fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 1927 og skömmu síðar um styrk frá Alþingi til að leggja stund á listnám í París. Þar má ætla að systkinin Ágúst, Lárus, Þorleifur og Ingibjörg H. hafi hlaupið undir bagga og nýtt sér stöður sínar og sambönd. Ingibjörg eignaðist dóttur í Món­ akó þann 16. október 1927. Hún var nefnd Vera Ruth Michaela Zilzer og á fæðingarvottorði hennar var hún skráð íslensk. Strax og þær mæðgur urðu ferðafærar fóru þær til vina eða ættingja í Nice. Við missum sjónar af þeim um tíma en í skjalasafni Þor­ leifs er eftirfarandi bréf frá árinu 1928, stílað á Lárus, bróður hans. Bréfið er dagsett daginn áður en Vera litla varð tíu mánaða. siminn.is Bi rt m eð fy rir va ra u m v ill ur o g ve rð br ey tin ga r. G ild ir m eð an b irg ði r e nd as t. Polaroid Mint prentari 16.990 kr. Prentaðu út jólaminningarnar beint úr snjallsímanum Fullt verð: 19.990 kr. Tilboð Meater kjöthitamælir 16.990 kr. Nauðsynlegt snjalltæki fyrir alla ástríðukokka Fullt verð: 19.990 kr. Tilboð Verð frá 68.990 kr. 6.355 kr./mán. í 12 mán. Alls: 76.265 kr.ÁHK:17.87% Rafknúið hlaupahjól Xiaomi Mi og Mi PRO Vinsælustu snjallúrin! Frábær hlaupaúr. Fitbit Versa 2 34.990 kr. Fitbit Charge 3 21.990 kr. 6.873 kr./mán. í 12 mán. Alls: 82.475 kr.ÁHK: 16.87% Apple Watch 5 Verð frá 74.990 kr. Verð frá 129.990 kr. 11.617 kr./mán. í 12 mán. Alls: 139.400 kr.ÁHK: 12.1% iPhone 11 & 11 Pro / 11 Pro Max Samsung S10 og S10+ Verð frá 129.990 kr. Galaxy buds heyrnartól fylgja, að verðmæti 25.990 kr. 11.617 kr./mán. í 12 mán. Alls: 139.400 kr.ÁHK: 12.1% Samsung spjaldtölva Tab A wifi 19.990 kr. Veglegur kaupauki: Sjónvarp Símans Premium í 30 daga Fullt verð: 34.990 kr. Snjallar gjafir fyrir bjartari jól Allar snjöllustu jólagjafirnar sem gleðja, bæta og kæta. Símar sem hringja inn jólin, hátalarar sem gefa tóninn og skínandi snjallúr sem telja niður til jóla. Kíktu við í vefverslun Símans eða komdu í verslanir Símans í Ármúla, Smáralind og Strandgötu, Akureyri. Kaupauki Heyrnartól 14 daga Sjónvarp Símans Premium fylgir 14 daga Sjónvarp Símans Premium fylgir 30 daga Sjónvarp Símans Premium fylgir! 30 GB fylgja með 30 GB fylgja með Tilboð Fylgdu Símanum á Instagram og taktu þátt í jóladagatali Símans. Nýr pakki daglega fram að jólum! @siminnisland M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 57L A U G A R D A G U R 7 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.