Fréttablaðið - 09.12.2019, Page 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 8 7 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9
Hafnartorg - 511 1900 - michelsen.is
Glæsileiki FRÁBÆR JÓLATILBOÐ
Í NETTÓ!
Nautalund
Danish Crown
2.999KR/KG
ÁÐUR: 4.999 KR/KG
Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.
ALGJÖR
VERÐ-
SPRENJA!
STJÓRNSÝSLA Dómnefnd um hæfni
umsækjenda um dómaraembætti
telur þrjá af átta umsækjendum
hæfasta til að hljóta skipun í lausa
stöðu dómara við Hæstarétt. Þetta
herma heimildir Fréttablaðsins. Þau
þrjú sem um ræðir eru Ingveldur
Einarsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson
og Sigurður Tómas Magnússon. Þau
eru öll dómarar við Landsrétt.
Alls sóttu átta um stöðuna og
hafa þeir fengið erindi þessa efnis
frá dómnefndinni. Frestur þeirra til
að gera athugasemdir við matið rann
út á föstudaginn. Gera má ráð fyrir
að dómnefndin hafi þegar hafist
handa við úrvinnslu athugasemda
og niðurstaða nefndarinnar gæti því
legið fyrir í þessari viku.
Markús Sigurbjörnsson og Viðar
Már Matthíasson tilkynntu ráðherra
á haustmánuðum að þeir hygðust
láta af embætti við Hæstarétt en þeir
urðu 65 ára á árinu sem er að líða.
Aðeins einn dómari verður skipaður
í stað þeirra tveggja vegna sólarlags-
ákvæðis í nýjum dómstólalögum um
fækkun dómara við Hæstarétt.
Af þeim átta sem gegna stöðu
dómara við Hæstarétt er aðeins ein
kona, Gréta Baldursdóttir. Gréta er
komin á leyfilegan eftirlaunaaldur
en í svari við fyrirspurn Fréttablaðs-
ins í sumar sagðist Gréta ekki vera á
útleið úr réttinum að svo stöddu.
Með tilliti til mikils kynjahalla
við réttinn þykir þeim sem Frétta-
blaðið hefur rætt við við líklegast að
Ingveldur hljóti skipun í hið lausa
embætti. Ingveldur hefur töluverða
reynslu af dómarastörfum á öllum
dómstigum, en hún var dómari við
Héraðsdóm Reykjavíkur áður en
hún var skipuð í Landsrétt. Hún
hefur einnig verið sett dómari við
Hæstarétt og starfaði þar um nokk-
urra ára skeið vegna álags við réttinn
á árunum eftir hrun. – aá
Þrír hæfastir í embætti við Hæstarétt
Davíð Þór Björgvinsson,
Ingveldur Einarsdóttir
og Sigurður Tómas
Magnússon, dómarar
við Landsrétt, eru talin
hæfust umsækjenda um
embætti við Hæstarétt.
Frestur til að gera at-
hugasemdir við matið
rann út á föstudag.
Ingveldur Einarsdóttir
þykir líkleg til að hljóta
skipun í embættið því að af
átta dómurum sem nú sitja í
réttinum er aðeins ein kona.
Fjöldi fólks nýtti sér veðurblíðuna í gær og nokkrir brugðu sér á skauta á ísilagðri Reykjavíkurtjörn. Veður var lygnt og kalt og ísinn tilvalinn til skautaiðkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SUND Sundkappinn Anton Sveinn
McKee sem syndir fyrir hönd SH
var að vonum sáttur eftir að hafa
sett sjö Íslandsmet og tvö Norður-
landamet á EM í 25 metra laug
sem lauk í Skotlandi um helgina.
Anton Sveinn segist vera ánægður
með framfarirnar í aðdraganda
Ólympíuleikanna í Tókýo næsta
sumar þar sem hann verður meðal
þátttakenda.
„Pressan var minni í aðdraganda
mótsins eftir að hafa tryggt mér
sæti á ÓL fyrr á árinu. Ég hafði því í
raun engu að tapa og þetta var góð
áskorun í undirbúningnum fyrir
Ólympíuleikana. Góð leið til að sjá
hvað við erum að gera rétt, hvern-
ig tæknin er og þolið, hvernig á að
haga sér á milli sunda og auðvitað
að læra að hafa gaman.“
– kpt / sjá síðu 12
Góð fyrirheit
fyrir Tókýó
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Við erum ekki
bara að tala eins og mér finnst ríkis-
stjórnin vera að gera, heldur erum
við að koma með tillögur. Það getur
vel verið að þær verði óþægilegar og
það verði mikið uppnám hjá útgerð-
inni,“ segir Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir, formaður Viðreisnar um
nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða.
Frumvarpinu, sem flutt er af þing-
f lokki Viðreisnar auk þingmanns
Pírata og Samfylkingarinnar, er
ætlað að auka fjárhagslegt gegnsæi
sjávarútvegsfyrirtækja. Þar er gert
ráð fyrir að öll félög sem eigi meira
en eitt prósent af heildaraf lahlut-
deildum verði skráð á markað.
Einnig eru í frumvarpinu gerðar
ráðstafanir til að tryggja dreift
eignarhald stærstu fyrirtækjanna
og skilgreining á tengdum aðilum
skýrð. – sar / sjá síðu 4
Ekki bara tal
heldur tillögur