Fréttablaðið - 09.12.2019, Qupperneq 10
Tryggðu þér áskrift
Í KVÖLD
KL. 19:15
KAUPTU STAKAN LEIK:
Vardy eldist
eins og gott vín
Enski framherjinn Jamie Vardy leikur við hvurn
sinn fingur þessa dagana og fer fyrir titilbaráttu
Leicester. Markahrókurinn skoraði í áttunda
leiknum í röð og virðist njóta þess að spila á ný eftir
að Brendan Rodgers tók við liðinu í ársbyrjun.
ENSKI BOLTINN Líkt og fyrri daginn
hefur neikvæð umræða engin áhrif
á Jamie Vardy. Enski framherjinn
fer inn á völlinn til að hafa gaman,
skora mörk og vinna leiki og er að
blómstra undir stjórn Brendans
Rodgers þrátt fyrir að vera að nálg-
ast seinni ár ferilsins. Vardy skoraði
í áttunda leiknum í röð um helgina
þegar hann skoraði tvö mörk í 4-1
sigri Leicester á Aston Villa og fer
fyrir titilbaráttu félagsins sem er
eina liðið sem virðist geta haldið í
við Liverpool þessa dagana.
Kallaði Vardy barnalegan
Degi fyrir leik Leicester og Aston
Villa var Claude Puel í viðtali við
enska blaðið Daily Mail þar sem
hann sagði að það væri erfitt að
vinna með enska framherjanum.
Vardy átti besta tímabil lífs síns
undir stjórn Claudio Ranieri þegar
Leicester vann meistaratitilinn en
náði aldrei sömu hæðum undir
stjórn Craigs Shakespeare né Puel.
Eftir slök úrslit var sá franski látinn
róa fyrr á þessu ári eftir 51 leik þar
sem Vardy skoraði 23 mörk og virtist
Puel kunna vel við Vardy þó að hann
ætti erfitt með að ná til hans.
„Jamie er góður maður en hann
getur verið barnalegur. Hann þarf á
stuðningi að halda og athygli. Sam-
band okkar var erfitt þar sem ég var
ekki enskur og átti fyrir vikið erfitt
með að ræða við hann og tjá mig.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu
tímabili sem fjölmiðlar vekja athygli
á vandræðunum sem fylgja Vardy.
Fyrr á þessu ári var barnshafandi
eiginkona Vardys gagnrýnd fyrir að
leka upplýsingum um Rooney-fjöl-
skylduna til slúðurmiðla.
Líkt og þegar gagnrýnin beind-
ist að eiginkonu Vardys, Rebekah
Vardy, náði Jamie að svara fyrir sig
inni á vellinum. Hefur hann skorað
í hverjum leik af þeim átta leikjum
sem eru liðnir síðan Coleen Rooney,
eiginkona Waynes Rooney, gagn-
rýndi eiginkonu hans. Þá hefur
Vardy skorað sextán mörkin sín í
ellefu leikjum af sextán á tímabilinu.
Er Vardy því kominn með gott for-
skot á næstu menn í baráttunni um
gullskóinn.
Púrtvínið á hilluna
Vardy hefur iðulega verið tengdur
við partístand og viðurkenndi á
sínum tíma að hann fengi sér iðulega
púrtvín í Lucozade daginn fyrir leik.
Þá átti hann það til að fá sér skittles-
vodka og taka í vörina en hann hefur
breytt lífsstíl sínum til hins betra og
virðist vera í betra standi en nokkru
sinni.
Síðan Brendan Rodgers tók við
liði Leicester hefur enginn fram-
herji í Evrópu leikið betur en Vardy.
Í 26 leikjum síðan Rodgers tók við
Leicester fyrir rétt rúmum níu mán-
uðum hefur Vardy skorað 25 mörk.
Til samanburðar hefur Lionel Messi
skorað 23 mörk á sama tíma.
Fram undan eru tveir mikilvægir
leikir fyrir Vardy og félaga í titilbar-
áttu Leicester. Eftir heimaleik gegn
Norwich um næstu helgi mæta Ref-
irnir ríkjandi meisturunum í Man-
chester City og Liverpool með fimm
daga millibili þar sem Leicester getur
hleypt spennu í titilbaráttuna á ný.
Vardy hefur reynst Liverpool erf-
iður í gegnum tíðina og skorað fimm
mörk í fjórum heimaleikjum gegn
Liverpool. Hann verður því lykillinn
að því að Leicester nái að saxa á for-
skot Liverpool.
kristinnpall@frettabladid.is
Fjögur ár eru liðin síðan
Jamie Vardy bætti met Ruud
van Nistelrooy og skoraði í
ellefu leikjum í röð í deild-
inni.
9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
HETJA HELGARINNAR
Jamie Vardy
Enski framherjinn lék fyrstu tvö ár ferilsins
í utandeildinni með Halifax og Fleetwood.
Fleetwood fékk metfé fyrir leikmann úr
utandeildinni þegar Leicester keypti hinn
25 ára gamla Vardy á eina milljón punda
árið 2012. Síðan þá hefur Vardy spilað
191 leik fyrir Leicester í efstu deild og er
kominn með 96 mörk á sex tímabilum.
Þegar ég kom hingað til
Leicester vissi ég að Jamie væri
einn af bestu framherjum Evr-
ópu og það þyrfti bara að fylla
hann af sjálfstrausti til að sýna
það á nýjan leik.
Brendan Rodgers, knattspyrnu-
stjóri Leicester
Átta leikir í röð
hjá hinum óstöðvandi
Jamie Vardy.
Gary Lineker, sparkspek-
ingur í Match of the Day.