Fréttablaðið - 09.12.2019, Page 12

Fréttablaðið - 09.12.2019, Page 12
Við höfum ekki lagt jafn mikla áherslu á 50 metrana en þarna sá maður að styrktaræfingarn- ar og sprettæfingarnar skiluðu sér. DAGSKRÁ: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpar ráðstefnugesti Lina al-Hathloul, baráttukona fyrir mannréttindum kvenna í Sádi Arabíu, flytur hátíðar ávarp. Systir Linu, Loujain al-Hathloul, hefur setið í fangelsi síðan í maí 2018 fyrir að hafa haldið á lofti kröfu um að konur í Sádí Arabíu fengju ökuréttindi Pallborðsumræður: Rita French, sendiherra mannréttinda, varafastafulltrúi Bretlands í mannréttindaráði SÞ, Genf Kevin Whelan, Amnesty International, Genf Petter Wille, fyrrverandi framkvæmdastjóri norsku Mannréttindastofnunarinnar Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands og varaforseti mannréttindaráðs SÞ 2019 Auk þess bregðast eftirtaldir við umræðum í pallborði: Bryndís Haraldsdóttir, Kári Hólmar Ragnarsson, Smári McCarthy, Umræðustjórn: Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins 10. DESEMBER MANNRÉTTINDI OG HLUTVERK SMÆRRI RÍKJA Á ALÞJÓÐAVETTVANGI ALÞJÓÐLEGI MANNRÉTTINDADAGURINN Á MORGUN, ÞRIÐJUDAGINN 10. DESEMBER KL. 9.00-11.00 Í HÁTÍÐARSAL HÁSKÓLA ÍSLANDS ÍSHOKKÍ Karlalandslið Íslands í íshokkíi ferðast til Rúmeníu í þess­ ari viku þar sem það tekur þátt í öðru stigi undankeppninnar fyrir ÓL 2022 sem fara fram í Peking. Landsliðshópurinn var tilkynntur í gær en með Íslandi í riðli eru heima­ þjóðin Rúmenía, Ísrael og Kirgistan og fer ein þjóð áfram á næsta stig undankeppninnar. Fyrirliði liðsins, Ingvar Jónsson, var bjartsýnn fyrir komandi verk­ efni þegar Fréttablaðið spurði út í möguleika Íslands. „Auðvitað fara menn bjartsýnir til Rúmeníu en það eru margar breytur sem hafa áhrif. Það getur verið erfitt að finna upplýsingar um sumar af þessum þjóðum þannig að maður er ekki alveg með jafn mikið af upplýsingum og við myndum kjósa.“ Stutt er síðan Ísland mætti Ísrael og þá mætti liðið Rúmeníu nýlega en Kirgistan er stærra spurningar­ merki fyrir landsliðið og leikmenn þess. Fyrir vikið rennir íslenska liðið nokkuð blint í sjóinn með fyrsta leik gegn Kirgistan á fimmtu­ daginn. „Við vitum í raun mjög lítið um liðið þeirra, við höfum aldrei mætt þeim. Þeir eru nýliðar en lönd á þessum slóðum eru mjög sterk í íshokkíi,“ segir Ingvar um fyrsta leikinn. „Gestgjafarnir í Rúmeníu eiga að vera sterkastir á blaði en eru búnir að dala svolítið síðustu ár. Við höfum áður náð óvæntum úrslitum gegn þeim. Gegn Ísrael höfum við skipst á sigrum undanfarin ár. Ísrael er með sterkt lið en það er spurning hvaða leikmenn þeir mæta með til Rúmeníu.“ Aðspurður segir Ingvar að Ísland gæti farið áfram á næsta stig en þurfi þó að hafa lukkuna með sér í liði. „Möguleikinn er alveg til staðar að við förum áfram en þessi mót eru þannig að það þarf allt að ganga upp. Meiðsli, dómgæsla og pökkur­ inn þurfa að detta með okkur.“ – kpt Möguleikinn er til staðar Frá æfingu landsliðsins í Laugardal í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SUND Sundkappinn Anton Sveinn McKee er að vonum hæstánægður eftir að hafa sett sjö Íslandsmet á EM í 25 metra laug sem lauk í Glasgow um helgina. Um leið setti Anton Sveinn tvö Norðurlandamet þrátt fyrir að hafa ekki komist á verðlaunapall. Anton Sveinn byrjaði mótið á fimmtudaginn og þríbætti eigið Íslandsmet í 50 metra bringusundi sem dugði honum í 7. sætið á Evr­ ópumótinu. Degi síðar tvíbætti Anton eigið Íslandsmet í 200 metra bringusundi þegar hann kom í mark á 2:02,94 og var átta hund­ raðshlutum úr sekúndu frá því að næla sér í bronsverðlaun. Anton var með næstbesta tíma undanrásanna í 100 metra bringu­ sundinu og gerði enn betur í úrslita­ sundinu sem skilaði honum í sjötta sætið þegar hann kom í mark á 56,79. Um leið setti Anton annað Norðurlandamet sitt á mótinu. Þá var Anton hluti af boðsunds­ sveit Íslands í 4x50 fjórsundi sem setti nýtt landsmet þegar Anton, Kolbeinn Hrafnkelsson, Kristinn Þórarinsson og Dadó Fenrir Jasm­ inuson komu í mark á 1:36,97. Það er því af nógu að taka hjá Antoni sem segir erfitt að svara því hvort árangurinn hafi farið fram úr eigin væntingum fyrir mótið þegar Fréttablaðið heyrir í honum eftir lokasundið. „Það var erfitt að setja sér einhver markmið fyrir þetta mót. Í fyrsta sinn á mínum ferli hef ég náð að einbeita mér 100 prósent að sund­ ferlinum í ár í staðinn fyrir að vera í skóla eða í vinnu sem hefur tekið helminginn af tíma mínum og orku. Þegar ég var að setja mér markmið fyrir þetta mót með Hafrúnu Krist­ jánsdóttur, íþróttasálfræðingi ÍSÍ, sem hefur reynst mér of boðslega vel komumst við að því að það væri erfitt að setja sér eitthvert markmið út frá fyrri afrekum. Aðstæðurnar voru allt aðrar. Bæði líkamlega og andlega var ég búinn að ná að ein­ beita mér betur og ná góðri endur­ heimt á milli æfinga í aðdraganda mótsins.“ Anton var búinn að tryggja sér þátttökurétt á ÓL og var Evrópu­ mótið að hans sögn, góð leið til að sjá hvar hann stendur. „Pressan var minni í aðdraganda mótsins eftir að hafa tryggt mér sæti á ÓL fyrr á árinu. Ég hafði því í raun engu að tapa og þetta var góð áskorun í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana. Góð leið til að sjá hvað við erum að gera rétt, hvernig tæknin er og þolið, hvernig á að haga sér á milli sunda og auðvitað að læra að hafa gaman. Ég kom inn í þetta mót með frábæru liði og það small allt saman,“ segir Anton sem fer fögrum orðum um íslensku sveitina sem tók þátt í Evrópumótinu þetta árið. „Liðsandinn var frábær og aðrir í hópnum stóðu sig vel. Það skiptir miklu máli á stórmótum að hafa gaman, maður er búinn að æfa eins og skepna en ef þú einblínir á að hafa gaman líka nærðu yfirleitt betri árangri. Maður getur ekki breytt neinu líkamlega á síðustu stundu. Það má ekki gleymast að njóta og hafa gaman.“ Aðspurður út í árangurinn í 50 metra sundi sem hefur ekki verið sterkasta grein hans segir Anton hann hafa komið á óvart. „Það var gaman að byrja mótið af þessum krafti. Til þessa hefur 50 metra sundið verið mín lakasta grein á pappírnum og það var jákvætt að ná strax svona langt í fyrstu grein,“ segir Anton og heldur áfram: „Við höfum ekki lagt jafn mikla áherslu á 50 metrana en þarna sá maður að styrktaræfingarnar og sprettæfingarnar sem maður hefur verið að vinna í voru að skila sér. Þá höfum við verið að að læra betur á hraðastjórnun og skipulagningu fyrir sund, nota orkuna betur í stað­ inn fyrir að sprengja sig of snemma. Frekar að synda yfirvegað eins og ég reyndi í öllum mínum úrslitasund­ um og það hjálpaði mér gríðarlega.“ Fram undan er stutt frí hjá Ant­ oni á Íslandi áður en hann heldur til Bandaríkjanna þar sem Ólympíu­ undirbúningurinn fer á fullt. „Núna tekur við verðskuldað frí, heimkoma til að hlaða batteríin áður en ég fer til Bandaríkjanna í byrjun næsta árs og held áfram með undir­ búninginn fyrir Tókýo. Þarf að gefa huganum og líkamanum smá hvíld en svo fer allt af stað á ný á nýju ári,“ segir Anton að lokum kristinnpall@frettabladid.is Góð mælistika fyrir Ólympíuleikana Sundkappinn Anton Sveinn McKee er að vonum ánægður eftir að hafa sett sjö Íslandsmet og tvö Norðurlandamet á EM í 25 metra laug sem lauk í Glasgow um helgina. Hann segist vera ánægður með framfarirnar í aðdraganda Ólympíuleikanna næsta sumar. Anton Sveinn var að vonum ánægður með framfarirnar í aðdraganda Ólympíuleikanna. NORDICPHOTOS/GETTY 9 . D E S E M B E R 2 0 1 9 M Á N U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.