Fréttablaðið - 20.12.2019, Side 26
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Flestir hafa heyrt talað um að ferómón móti kynhegðun að einhverju leyti og til eru
fyrirtæki sem lofa fólki því að ef
það kaupir vörur þeirra sem inni
halda ferómón og makar þeim á
sig verði það meira aðlaðandi. En
staðreyndin er sú að það eru ekki
neinar vísindalegar sannanir fyrir
því að ferómón móti makaval
mannfólks, þó ferómón hafi vissu
lega mikil áhrif á hegðun ýmissa
dýrategunda. Þetta fyrirbrigði
var nýlega tekið fyrir á skoska vís
indavefnum The Glasgow Insight
into Science and Technology.
Fjölbreytt notagildi
Ferómón eru líka kölluð lyktar
hormón og ýmsar dýrategundir
nota þau til ýmiss konar sam
skipta. Ferómón eru meðal annars
notuð til að merkja yfirráðasvæði,
senda kynferðisleg skilaboð og
sem vegvísir.
Hermaurar nota þessi lyktar
merki til dæmis til að rata heim en
sum rándýr geta notað þessa sömu
lyktarslóð til að finna bú þeirra
og éta maurana. Svo eru líka til
tegundur af orkídeum sem líkja
eftir kynferómónum býflugna til
að laða að sér f leiri býflugur til að
breiða út frjókorn blómanna.
Við mannfólkið höfum náð
að nýta okkur ferómón líka. Við
notum til dæmis kynferómón
kvenkyns mölflugna af ákveðnum
tegundum til að laða karlf lug
urnar frá ræktun sem þær geta
skaðað. Fyrir vikið minnka lík
urnar á að karlf lugurnar finni
maka og fjölgi sér.
Þefað í þágu vísinda
Það er einfaldlega ekki alveg víst
hvort við mannfólkið höfum
ferómón. Vísindamönnum hefur
ekki tekist að einangra mennsk
ferómón til þessa, en það er ekki
þar með sagt að þau séu ekki til.
Það eru ástæður til að halda
að þau séu til, því mörg spendýr
nota ferómón. Árið 1994 var gerð
tilraun þar sem hópur kvenkyns
sjálf boðaliða lyktaði af skyrtum
sem karlar höfðu verið í og valdi
svo þá lykt sem þeim fannst
mest aðlaðandi. Niðurstaðan var
áhugaverð, því þær völdu oftast
lykt af mönnum sem höfðu ónæm
Fegurð eða
ferómón
Því er oft haldið fram að ferómón
móti makaval að einhverju leyti, þó
er óvíst hvort við framleiðum feró
món, hvort við getum numið þau og
hvort þau hafi nokkur minnstu áhrif.
Hafa ferómónin okkur að fíflum? Eða eru ef til vill örlítið flóknari ástæður fyrir makavali mannfólksins?
Ferómón móta
hegðun ýmissa
dýrategunda.
Þau eru til
dæmis mjög
mikilvæg í
samskiptum
býflugna.
NORDICPHOTOS/
GETTY
Manneskjur velja sér maka á meðvitaðan hátt, byggt á flóknu félagslegu
samspili, ekki bara líffræði. Við veljum maka ekki bara til að fjölga okkur.
iskerfi sem voru andstæða þeirra
eigin. Margir drógu þá ályktun
af þessu að sviti karlmanna gæti
innihaldið ferómón. Ekki nóg með
það, heldur er andróstenól, kyn
ferómón sem svín gefa frá sér, líka
að finna í svita mannfólks.
En vísindamönnum hefur ekki
tekist að sýna fram á að andró
stenól þjóni neinu hlutverki hjá
mönnum. Ef andróstenól væri
ferómón sem hefur áhrif á mann
fólk væri hægt að einangra það
og fá sömu niðurstöðu eins og í
tilrauninni frá 1994 þegar konur
fyndu lyktina af því.
Tilraunin frá 1994 hefur líka
ekki vísindalegt gildi, því hún
hefur aldrei verið endurtekin. Það
er því útilokað að vita hvort niður
staðan var fengin með einhverjum
brögðum eða hafi verið tilviljun
eða heppni. Því getur hún aðeins
vakið spurningar, en ekki gefið
svör.
Vantar réttu græjurnar
En mannfólk sendir frá sér
lyktarmerki, allir hafa sína lykt.
Nýfædd börn geta meira að segja
borið kennsl á lyktina af mæðrum
sínum þó þær séu hinum megin
í herberginu. En það eru ekki
ferómón og viðbrögð okkar við
lykt virðast fyrst og fremst mótuð
af samhengi og fyrri upplifunum.
Mörgum finnst lyktin af kaffi
til dæmis góð vegna þess að í
huga þeirra er hún tengd góðum
hlutum, en ekki vegna þess að
efnasamsetning þess er hönnuð til
að höfða til mannfólks.
Sumir vísindamenn hafa líka
leitt líkur að því að við getum ekki
einu sinni numið ferómón. Margar
aðrar dýrategundir sem við vitum
að nota ferómón hafa sérstakt líf
færi í nefinu til þess. Þetta líffæri
er yfirleitt ekki til staðar í mann
fólki og ef það er til staðar er það
frumstætt og ekki tengt heilanum,
svo það virðist ekki hafa neina
virkni.
Makaval er meira en líffræði
Það getur því verið að líkamslykt
in ein hafi svipuð áhrif á okkur
og ferómón og valdi því að við
löðumst meira eða minna að fólki.
En það sem skiptir kannski mestu
er að manneskjur velja sér maka á
meðvitaðan hátt, byggt á f lóknu
félagslegu samspili, en ekki bara
líffræði. Við veljum maka heldur
ekki eingöngu til að fjölga okkur.
Þannig að jafnvel þó að mennsk
ferómón væru til staðar og ein
hverjum þætti þau aðlaðandi
hefði það lítið sem ekkert að segja
ef persónuleikar fólks næðu ekki
saman. Það er því trúlega ekki
vænlegt til árangurs að maka á sig
vörum sem innihalda ferómón í
von um að laða að sér hitt kynið.
Ofangreint ver› er félagsmanna-
ver› Sögufélags Skagfir›inga og
b‡›st einnig þeim sem panta
beint frá útgáfunni.
Þeir sem greiða fyrir jól 2019 fá
bækurnar sendar burðargjalds-
frítt, eftir það leggst við burðar-
gjald. Hægt er að semja um
greiðsludreifingu.
Kennitala Sögufélagsins er:
640269-4649
Bankareikningur:
0310 - 26 - 11011
Safnahúsinu
550 Sau›árkróki
Sími 453 6261
Netfang: saga@skagafjordur.is
http://sogufelag.skagafjordur.is
AFMÆLIS
TILBOÐ
kr. 60.000FYRIR ALLAR NÍUBÆKURNAR
Tuttugu ára útgáfuafmæli
Byggðasögu Skagafjarðar
Afmælistilboð á Byggðasögu Skagafjarðar
• I. bindi um Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp kr. 7.500
• II. bindi um Staðarhrepp og Seyluhrepp kr. 7.500
• III. bindi um Lýtingsstaðahrepp kr. 7.500
• IV. bindi um Akrahrepp kr. 7.500
• V. bindi um Rípurhrepp og Viðvíkurhrepp kr. 7.500
• VI. bindi um Hólahrepp kr. 7.500
• VII. bindi um Hofshrepp kr. 7.500
• VIII. bindi um Fellshrepp og Haganeshrepp kr. 7.500
• IX. bindi um Holtshrepp kr. 16.000
Útgáfa bókarinnar var styrkt af
Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra, BYKO og Steinull.
8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R