Fréttablaðið - 20.12.2019, Side 42
Birting
grunnlýsingar
Almenna leigufélagið ehf., kt. 611013-0350,
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, Íslandi
hefur birt uppfærða grunnlýsingu í tengslum við
30.000.000.000 króna útgáfuramma skuldabréfa
og víxla félagsins. Grunnlýsingin sem er dagsett
19. desember 2019 hefur verið staðfest af
Fjármálaeftirlitinu.
Grunnlýsingin er birt vegna fyrirhugaðrar umsóknar
félagsins um töku skuldabréfa og víxla félagsins til
viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.
Grunnlýsingin er á íslensku og er birt á rafrænu
formi á vef Almenna leigufélagsins ehf.,
http://www.al.is/#!/investors. Útprentuð eintök af
grunnlýsingunni má einnig nálgast, að kostnaðar-
lausu, á skrifstofu Almenna leigufélagsins ehf., að
Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, á gildistíma
grunnlýsingarinnar.
Nánari upplýsingar veitir:
María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
maria@al.is, s: 519 6450 / 774 0604
Reykjavík, 20. desember 2019 La ngþr áða r sý ning a r hófust loksins á níunda og allra síðasta kaf la Stjörnustríðsbálksins sem hófst í miðjum brjál-æðislegum geimhasar í
fjórða hlutanum, sem kenndur er
við Nýja von, árið 1977.
„Ég beið frá klukkan fjögur til níu
um kvöldið í Nýja bíói árið 1978
þegar New Hope var sýnd. Það var
uppselt á sýningarnar klukkan
fimm og sjö og þá beið maður bara
eftir næstu,“ segir Grímur Atlason,
þroskaþjálfi og tónleikahaldari
með meiru.
Þá var hann alveg á hárréttum
aldri til þess að heillast og verða
fyrir varanlegum áhrifum af ótrú-
legri geimóperu George Lucas en
nú mætti hann til leiks ásamt Emil,
syni sínum, á þriggja mynda mara-
þon í Kringlubíói sem lauk með
nýju myndinni.
The Rise of Skywalker er vita-
skuld þegar orðin umdeild og sitt
sýnist hverjum en Grímur tilheyrir
einu kynslóðinni sem virkilega
skilur og skynjar Star Wars rétt og
er því í meira lagi marktækur þegar
hann kveður upp sinn gagnorða
dóm: „Stórkostlegt meistaraverk!“
toti@frettabladid.is
Stórkostlegt
meistaraverk!
Titringurinn í Mættinum hlýtur að hafa
fundist á jarðskjálftamælum þegar æstustu
Star Wars-aðdáendur landsins ruddust í bíó
til að sjá Stjörnustríðsmyndina The Rise of
Skywalker fyrstir íslenskra nörda.
Kátar kempur af seinni kynslóðum í góðum félagsskap góðu vondu gauranna, góðverkasnatanna sem kenna sig við 501-herdeildina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Varst þú ekki dauður? Pálmi keisari,
sá fúli raftur, er upp risinn.
Gemmér fimmu! Stormsveitarmenn Keisarans hittu
aldrei þessu vant í mark þegar þeir gáfu fimmur.
Grímur Atlason, ákafur fulltrúi Star Wars-kynslóðarinn-
ar, vandar sig við uppeldið og bauð Emil til helgistundar.
Save the Children á Íslandi
2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U D A G U R30 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ