Fréttablaðið - 20.12.2019, Blaðsíða 22
Snæfríður var
að gefa út hand-
bók um Kanarí
en þangað
leggja margir
Íslendingar leið
sína ár eftir ár.
Þar er margt
hægt að gera
fyrir utan að
liggja í sólbaði.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Bók hennar sem kom út fyrir stuttu nefnist Komdu með til Kanarí þar sem Snæfríður
segir frá ýmsu sem gaman er að
upplifa sem ferðalangur, áhuga-
verðum stöðum, matarmenningu
og ævintýralegum stöðum. Flestir
fara til Kanarí til að liggja í leti,
sleikja sólina og hlaða batteríin.
Það er vel hægt að gera það þótt
maður ferðist aðeins um og skoði
nýja staði. Þetta er fjórða handbók
Snæfríðar, ein var um íbúða-
skipti, önnur um Tenerife þar
sem hún dvaldi með fjölskyldu
sinni í nokkra mánuði, síðan kom
krakkabók um Tenerife sem hún
vann með dóttur sinni, Ragnheiði
Ingu, og loks nú er það Kanarí sem
hefur verið sólarstaður Íslendinga
í áratugi, sérstaklega yfir vetrar-
mánuðina.
Saltnámur og kaffiakrar
Þegar Snæfríður er spurð hvort
það sé einhver munur á að dvelja
á Kanarí eða Tenerife, svarar hún:
„Eyjarnar eru um margt líkar en þó
er munur á þeim. Á báðum stöðum
er gullfalleg náttúra, fjölbreyttur
gróður, næg afþreying fyrir alla
aldurshópa og æðislegar göngu-
leiðir. Tenerife er stærri eyja og þar
er örlítið fjölbreyttara landslag. Á
móti kemur að Gran Canaria hefur
margt sem Tenerife hefur ekki, eins
og til dæmis saltnámur, einu kaffi-
akra Evrópu, stærri höfuðborg og
friðaðar sandöldur. Tenerife hefur
í staðinn til að mynda pýramída,
hæsta fjall Spánar og hinn fræga
Siam vatnsrennibrautagarð. Hvað
varðar veðráttu, mat og mannlíf þá
eru eyjarnar svipaðar. Kanaríbúar
eru indælis fólk og það er gott að
vera ferðamaður á báðum eyjum,“
segir hún.
Snæfríður segir að hún og fjöl-
skylda hennar hafi farið reglu-
lega til Kanaríeyja, fyrst fyrir
sjö árum. „Við höfum heimsótt
Gran Canaria, Tenerife og Fuerte-
ventura. Best þekkjum við Tenerife
og sú eyja á ákveðinn stað í hjarta
okkar því við bjuggum þar allan
síðasta vetur. Ég er viss um að
ég eigi eftir að heimsækja allar
eyjarnar einhvern daginn en
mér liggur ekkert á og það er mér
ekkert sérstakt kappsmál að ná
sem flestum eyjum. Mig langar
eiginlega frekar að kafa dýpra í
menningu heimamanna, kynnast
til að mynda öllum hátíðunum
betur og matarhefðum. Eins er ég
með langan lista af gönguleiðum
sem ég á enn eftir að ganga bæði
á Gran Canaria og Tenerife,“ segir
hún þegar hún er spurð hvort hún
hafi heimsótt allar eyjarnar sjö en
þær nefnast, fyrir utan Tenerife og
Gran Canaria, Lanzarote, Fuerte-
ventura, La Palma, La Gomera og
El Hierro.
Góðar gönguleiðir
Þegar Snæfríður er beðin að mæla
með einhverju sérstöku á Kanarí
fyrir þá sem langar í ævintýri um
jólin, segir hún að þau sé helst að
finna utan hinna hefðbundnu
ferðamannastaða. „Ég hvet fólk til
þess að hreyfa sig um og sjá fleira
en bara sundlaugarbakkann, upp-
lifa náttúruna, pálmana, möndlu-
trén og bananalaufin, litríkan
arkitektúr og bragðgóðan mat
heimamanna. Það liggja göngu-
stígar þvers og kruss svo þrátt fyrir
að eyjarnar séu vinsælar meðal
ferðamanna þá má auðveldlega
Jólunum vel varið á Kanarí
Margir Íslendingar ætla að dvelja á Kanarí eða Tenerife um jólin. Þessar eyjar hafa verið gríðarlega
vinsælar hjá Íslendingum. Snæfríður Ingadóttir hefur gefið út bækur um báðar þessar eyjar.
Snæfríður
ásamt eigin-
manninum,
Matthíasi og
dætrunum Mar-
gréti, Ragnheiði
og Bryndísi, í
Barranco de
Guayadeque á
Gran Canaria
en þar er fjöldi
hella sem fólk
býr enn í.
Snæfríður og fjölskylda ferðaðist um húsbíl um Tenerife um síðustu páska.
Hér eru þau í Teide þjóðgarðinum en þar er hæsta fjall Spánar að finna.
Mæðgur á Maspalomas-sandöldunum sem hafa verið friðaðar frá 1987.
gleyma sér einn á göngu í fagurri
náttúru.
Um síðustu páska ferðuðumst
við um Ten erife á húsbíl, það var
skemmtilegt og eftirminnilegt
ævintýri sem vel er hægt að mæla
með fyrir ævintýraglaða og vana
ökumenn. Það var mjög notalegt
að leggja bílnum við sjóinn. Fara
svo bara í sundfötin í bílnum og
drekka morgunkaffið á ströndinni.
Í þessari ferð héldum við okkur
ekki bara við ströndina heldur
keyrðum upp í Teide-þjóðgarðinn
og freistuðum þess að sjá stjörn-
urnar en sagt er að einn besti
stjörnuskoðunarstaður eyjunnar
sé þar. Eins er vert að benda fólki
á að það er ódýrt að hoppa á milli
eyjanna svo auðveldlega má heim-
sækja fleiri en eina eyju á ferða-
laginu.“
Brimbretti eða köfun
Spænsk ferðamálayfirvöld á
Kanarí benda á að skemmtilegt
sé að fara í hjólaferðir um eyjuna.
Hægt er að leigja hjól. Þau segja líka
að það sé fullkomið að gifta sig á
eyjunni. Á Kanarí skín sólin meira
en 300 daga á ári svo veðrið er alltaf
gott. Mælt er með að gifta sig á
ströndinni þegar sólin er að setjast.
Á Gran Canaria eru meira en 60 km
af fallegri strönd, margir glæsilegir
golfvellir, hótel sem bjóða upp á
spa-aðstöðu auk þess sem hægt er
að fara í bátsferðir, kafa í hlýjum
sjónum eða fara á brimbretti. Ótrú-
legar gönguleiðir eru í nágrenninu
og mjög gaman að heimsækja lítil
sveitaþorp þar sem innfæddir setja
sinn svip á mat og umhverfi. Snæ-
fríður bendir á nokkra góða staði í
bók sinni.
Tilboð á tapasréttum
Það er líka skemmtilegt að koma
til borgarinnar Las Palmas. Þar er
gamall bær sem vert er að skoða.
Á hverju fimmtudagskvöld fyllist
gamli bærinn, sem nefnist Vegueta,
af heimamönnum á aldrinum
20-30 ára. Vinsælt er að fá sér
tapas á einhverju veitingahúsinu
og úr nægu er að velja. Barborðin
er hlaðin tapasréttum og fólk fer
gjarnan á milli þeirra og prófar
einn eða tvo bita á hverjum stað.
Tapasbitarnir kosta frá einni upp
í þrjár evrur. Þótt um 4,5 milljónir
ferðamanna komi til Kanarí árlega
koma fáir þeirra í tapasveisluna.
Það er hins vegar skemmtileg upp-
lifun. Réttirnir geta verið kartöflu-
eggjakaka, spænsk þurrskinka,
steiktir sveppir með ferskum
jurtum og hvítlauk, chorizo-pylsur,
kartöflukrókettur, rækjur í heitri
hvítlauksolíu, ansjósur sem hafa
verið fylltar með tómötum, egg
og beikon, eða alls kyns kjöt í fíló-
deigi. Tapastilboðin á fimmtudög-
um hófust árið 2011 vegna þess að
barirnir í gamla bænum voru ekki
nægilega vel sóttir nema um helgar.
Þetta varð strax mjög vinsælt.
Það er sem sagt ýmislegt hægt
að bralla á Kanarí og sögusagnir
um að þar séu bara öldungar eru
rangar. Fólk á öllum aldri nýtur
lífsins í þessari suðrænu paradís.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . D E S E M B E R 2 0 1 9 F Ö S T U DAG U R