Skessuhorn - 24.04.2019, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 20196
Starfsdagar leik-
skóla verða fimm
AKRANES: Frá og með næsta
starfsári leikskóla á Akranesi
verða fimm skipulagsdagar á
leikskólum bæjarins í stað fjög-
urra nú. „Skóla- og frístundaráð
mælist til þess að skipulagsdag-
ar leik- og grunnskóla verði eins
margir sameiginlegir og kostur
er og skólarnir verði í samstarfi
um ákvörðun um skipulagsdaga
skólanna,“ segir í bókun ráðsins
sem bæjarráð hefur einnig stað-
fest. Með því að fjölga starfs-
dögum vill skóla- og frístunda-
ráð stuðla að bættu starfsum-
hverfi. -mm
Bæta fjarskipti
á heiðinni
HOLTAV.H: Neyðarlínan ohf.
hefur sótt um framkvæmdaleyfi
vegna jarðstrengs og trémast-
urs á Holtavörðuheiði í þeim
tilgangi að bæta fjarskiptasam-
band á þjóðveginum. Byggð-
arráð Borgarbyggðar sam-
þykkti á síðasta fundi sínum að
fela skipulagsfulltrúa að gefa út
framkvæmdaleyfi á grundvelli
umsóknarinnar. -mm
Ráðin skólastjóri
REYKHÓLAR: Sveitar-
stjórn Reykhólahrepps hefur
samþykkt tillögu mennta- og
menningarmálanefndar sveit-
arfélagsins og falið sveitarstjóra
að ganga til samninga við Önnu
Björgu Ingadóttur um ráðningu
hennar í starf skólastjóra Reyk-
hólaskóla. Ásta Sjöfn Kristjáns-
dóttir er starfandi skólastjóri,
tók við starfinu af Valgeiri Jens
Guðmundssyni sem hætti á ára-
mótum. Anna Björg er kennari
í Mosfellsbæ en kenndi m.a. við
Reykhólaskóla árin 2014-2016.
-mm
N4 sækir um
styrki
VESTURLAND: Sjónvarps-
stöðin N4 á Akureyri hefur að
undanförnu sent styrkbeiðn-
ir til vestlenskra sveitarfélaga
vegna sjónvarpsþáttagerðar í
landshlutanum. Akraneskaup-
staður ákvað nýverið að styrkja
stöðina um hálfa milljón króna.
Sambærilegu erindi, sem sent
var Borgarbyggð, var afgreitt á
fundi byggðarráðs í liðinni viku,
með þeim hætti að vísa umsókn-
inni til umfjöllunar í atvinnu,-
markaðs- og menningarnefnd
sem leggja skal mat á það hvort
og þá með hvaða hætti þáttagerð
af þessu tagi fellur að áherslum
varðandi markaðsstarf sveitar-
félagsins. -mm
Leikskólabygging
í útboð
BORGARBYGGÐ: Ríkis-
kaup, fyrir hönd Borgarbyggð-
ar, hafa óskað eftir tilboðum
vegna byggingaframkvæmdar
við Grunnskóla Borgarfjarð-
ar á Kleppjárnsreykjum. Um er
að ræða 540 fermetra nýbygg-
ingu á einni hæð sem mun hýsa
leikskólann Hnoðraból auk að-
stöðu fyrir starfsfólk leikskólans
og grunnskólans. Tilboðsfrest-
ur er til 8. maí næstkomandi og
nánari upplýsingar er að finna á
útboðsvef Ríkiskaupa. -arg
Kviknaði í út frá
kamínu
SKORRADALUR: Síðdeg-
is á laugardaginn var Slökkvilið
Borgarbyggðar kallað út á fyrsta
forgangi vegna bruna í sum-
arhúsi í Fitjahlíð í Skorradal.
Slökkviliðsmenn frá Borgarnesi,
Hvanneyri og Reykholti fóru á
staðinn. Að sögn Bjarna Kristins
Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra
fór betur en á horfðist. Kvikn-
að hafði í klæðningu út frá kam-
ínu. Var viður og annað bygg-
ingarefni við útblástursrör farið
að sviðna þannig að mikinn reyk
lagði um húsið. Segir Bjarni að
litlu hefði mátt muna. Fólk sem
dvaldi í húsinu hafi hins vegar
brugðist skjótt við; beitt slökkvi-
tæki og vatni úr garðslöngu á eld-
inn og náð þannig að koma í veg
fyrir að eldur yrði laus. Tjón varð
því minniháttar og fólki varð ekki
meint af, að sögn Bjarna. -mm
Eldur kom upp
um borð í báti
BREIÐAFJÖRÐUR: Undir
kvöld á mánudaginn í liðinni viku
kom upp eldur um borð í fiski-
bátnum Æsi BA þar sem hann var
staddur að veiðum um tíu sjómílur
vestur af Flatey á Breiðafirði. Þrír
menn voru um borð. Viðbragðs-
aðilar voru ræstir út á hæsta við-
búnaðarstigi. Þyrla Landhelgis-
gæslunnar TF-LIF var þegar köll-
uð út sem og flugvél Gæslunnar og
varðskipið Týr. Sjóbjörgunarhóp-
ar björgunarsveitanna á Snæfells-
nesi voru einnig kallaðir út. Þegar
flugvél Gæslunnar kom að bátnum
klukkan 18:09 voru mennirnir þrír
komnir í flotgalla. Enginn reykur
var þá sjáanlegur í bátnum, en hiti
engu að síður greinanlegur með
hitamyndavél í flugvélinni. Það
var svo áhöfnin á Hafey BA sem
tók Æsi í tog skömmu síðar og var
báturinn dreginn til Brjánslækj-
ar. Björgunarbáturinn Guðfinna
frá Stykkishólmi fylgdi bátunum
inn til Brjánslækjar í öryggisskini.
Þegar ljóst þótti að mesta hættan
var um garð gengin var Björgu frá
Rifi, varðskipinu, þyrlu og flugvél-
inni snúið við úr útkallinu. -mm
Byggja raðhús á Reykhólum
Í fundargerð sveitarstjórnar Reyk-
hólahrepps frá 9. apríl síðastliðn-
um segir að fallið hafi verið frá
þeim áformum að bjóða í alútboði
út byggingu íbúða við Hólatröð á
Reykhólum en semja þess í stað við
Hrafnshóla ehf. um verkið. Sveitar-
stjóra var falið að semja við Hrafns-
hóla um byggingu raðhússins.
Verður miðhús byggingar minnk-
að og kostnaður lækkaður sem því
nemur, að því fram kemur í funda-
gerð. Fyrirhuguð íbúðabygging
verður í eigu húsnæðissjálfseignar-
stofnunar. Gengið verður til samn-
inga við nágrannasveitarlög um
stofnun félagsins. Sveitarstjóra var
jafnframt falið að gera breytingar
á fjárhagsáætlun fyrir næsta fund í
samræmi við 12% hlutdeild sveit-
arfélagsins í stofnframlagi vegna
íbúðanna.
Voru áformin samþykkt með
fjórum atkvæðum gegn einu. Jó-
hanna Ösp Einarsdóttir óskaði eftir
að bókað yrði að hún teldi óábyrgt
að samþykkja verksamning við
Hrafnshóla. „Vanda þarf til verka
í svona stórri framkvæmd og tel-
ur undirrituð það óábyrgt að sam-
þykkja verksamning við Hrafnshóla
áður en búið er að skoða aðra kosti
líka. Hins vegar telur undirrit-
uð brýnt að halda áfram fyrirhug-
uðum byggingaráformum og að
skoða aðra kosti áður en ákvörðun
er tekin,“ segir í bókuninni. Árný
Huld Haraldsdóttir lét einnig bóka
að þar sem hún kveðst samþykk
því að sveitarstjórn gangi til samn-
inga við Hrafnshóla en að sér þyki
leitt að verktökum að svæðinu hafi
ekki verið gefinn kostur á að bjóða
í verkið.
arg
Vinna við Lýsulaug á Snæfellsnesi
er í fullum gangi þessa dagana og
ganga framkvæmdir vel eftir að
vora tók. Vetrarmánuðirnir reynd-
ust iðnaðarmönnum frekar erfiðir
en mikill snjór safnaðis fyrir í laug-
argarðinum. Búið er að steypa upp
laugina sjálfa ásamt heitum potti,
en annar steyptur pottur var fyr-
ir og verður hann í notkun áfram.
Nú er verið að vinna við lagnakerfi
og fyllingar og verður að því loknu
farið í vinnu við frágang umhverf-
is laugina og pottana. Ekki liggur
fyrir hvenær framkvæmdum mun
ljúka og laugin opnuð en Snæfells-
bær hefur auglýst eftir sumarstarfs-
fólki til að standa vaktina.
þa
Svipmynd frá Reykhólum tekin síðasta sumar. Ljósm. mm.
Styttist í
að vinnu við
Lýsuhólslaug
ljúki