Skessuhorn - 24.04.2019, Page 15
15
Félagar í Stéttarfélagi
Vesturlands sem greiða til
Festu lífeyrissjóðs
Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn
þriðjudaginn 14. maí 2019, á Grand Hótel, Sigtúni,
Reykjavík og hefjast fundarstörf kl. 18:00.
Félagið á rétt á að senda 4 atkvæðisbæra fulltrúa
til fundarins og þarf að hafa aðra fjóra félaga
tiltæka til vara.
Félagið auglýsir hér með eftir framboðum til þess að
fylla þessi sæti.
Framboðum þarf að skila á skrifstofu Stéttarfélags
Vesturlands Sæunnargötu 2a fyrir 30. apríl.
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands S
K
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur
í Reykholti
Sími 433 8000
www.snorrastofa.is
snorrastofa@snorrastofa.is
Þriðjudagurinn 30. apríl 2019
kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu
og Reykholtskirkju
Greint verður í erindi frá því
„tónlistar léttmeti“, sem varð -
veist hefur frá árunum 1901–
1926, og á tónleikum, sem á eftir
fylgja, flytur tónlistarfólk úr
héraðinu viðeigandi tóndæmi.
Kaffiveitingar
Aðgangur kr. 1000 Verið velkomin
Athugið breyttan tíma
Snorrastofa í Reykholti
Fyrirlestrar í héraði
„Var hún á leiðinni?“
Svipast um eftir upphafi íslenskrar
dægurtónlistar – með fáeinum tóndæmum
Trausti Jónsson er umsjónarmaður kvöldsins
Karlakórinn Svanir
Verður með tónleika að Laxárbakka Hvalfjarðarsveit
laugardaginn 27. apríl klukkan 20:30.
Aðgangseyrir kr. 2.000 (erum ekki með posa)
Lokatónleikar fyrir söngferð kórsins til Hollands.
40 ára
Síðastliðinn miðvikudag var síð-
asta haftið sprengt í nýjum Dýra-
fjarðargöngum, sem liggja milli
Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vest-
fjörðum. Lengd ganganna í bergi
er 5.300 metrar en auk vegskála
beggja megin eru göngin 5,6 kíló-
metrar. Fyrsta sprenging Dýra-
fjarðarganga var gerð í september
2017 Arnarfjarðarmegin en í októ-
ber sama ár Dýrafjarðarmegin. Nú
er áætlað að verkinu verði að fullu
lokið 1. september 2020. Áætlað-
ur kostnaður Vegagerðarinnar af
framkvæmdinni auk eftirlits er um
níu milljarðar króna og er um lang-
stærstu einstöku framkvæmd til
samgöngubóta að ræða á landinu,
frá því göng voru gerð undir Vaðla-
heiði.
Byggður er nýr vegur beggja
vegna gangamunna. Nýir vegir eru
u.þ.b. þrír kílómetrar Arnarfjarðar-
megin og 4,8 km Dýrafjarðarmeg-
in, samtals um 7,8 km auk teng-
inga. Í tengslum við vegagerð að
göngunum er verið að byggja nýj-
ar brýr á Mjólká (14 m) og Hófsá
Stór dagur í samgöngusögu Vestfjarða
Kort sem sýnir hvar göngin liggja.
(16 m). Einnig var byggð bráða-
birgðabrú á Hófsá. Verktakar við
gangagerðina eru Metrostav a.s. og
Suðurverk hf.
mm
verkalýðsfélaganna í 15 ár. Við jög-
uðumst og rifumst um flesta hluti.
Ef ekki daglega þá vikulega. En eitt
vorum við sammála um og það var
að þessi launamunur verkakvenna
og -karla gengi ekki. Ár frá ári unn-
um við því markvisst að því að laga
þetta. Það tók stanslausa vinnu í 18
ár,“ segir Jón. „Ég er alltaf dálítið
montinn af því að hafa átt þátt í að
koma þessu í eðlilegt horf,“ bætir
hann við.
Samofin samfélaginu
Járnblendiverksmiðjan á Grundar-
tanga hefur sett svip sinn á samfé-
lagið í nágrenni sínu allar götur frá
því hún var reist. Fjölmargir starfs-
menn hennar, og síðar annarra fyr-
irtækja á Grundartangasvæðinu,
eru búsettir á Akranesi, Hvalfjarð-
arsveit, Borgarnesi og Borgarfirði.
Það er ekki fyrr en í seinni tíð að
stærri hluti starfsfólksins en áður
kemur til vinnu frá höfuðborgar-
svæðinu, eða frá því Hvalfjarðar-
göngin voru grafin. Járnblendi-
verksmiðjan á raunar sinn þátt í því
að göngin komu til sögunnar. „Á
tíunda áratugnum var Vegagerðin
að kanna hvernig botn Hvalfjarðar
lægi, en þá voru menn farnir að ræða
um hugsanleg göng undir fjörðinn.
Kom að því að leigja þurfti skip frá
Noregi til að mæla botninn. Það
kostaði 50 milljónir á þeim tíma og
Vegagerðin taldi sig ekki hafa efni á
því. Íslenska járnblendifélagið var á
þeim tíma þokkalega sett og sömu-
leiðis óbundið öðrum hvað varðaði
fjármál Grundartangahafnar, sem
félagið var þá eini notandinn að.
Í sameiningu ákváðu því Íslenska
járnblendifélagið, Grundartanga-
höfn, Skilmannahreppurinn gamli
og Sementsverksmiðjan á Akranesi
að leggja 12,5 milljónir frá hverjum
og einum í púkkið til að kosta þess-
ar botnmælingar. Þær rannsókn-
ir gerðu það mögulegt að hægt var
að hanna og síðar grafa Hvalfjarð-
argöng,“ segir Jón. „Járnblendi-
félagið var síðan einn af stofnað-
ilum Spalar, sem annaðist fram-
kvæmdina og rekstur ganganna allt
þar til þau voru gefin ríkinu síðast-
liðið haust,“ segir Jón Sigurðsson
að endingu.
kgk/ Ljósm. Ljósmyndasafn
Akraness.
Starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins við störf á á níunda áratugnum.
Úr stjórnstöð kísiljárnsverksmiðjunnar á Grundartanga á tíunda áratugnum.
Guðmundur Torfason á vaktinni við stjórntækin.
Benoný Kári Halldórsson við töppun á níunda áratug síðustu aldar.