Skessuhorn - 24.04.2019, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 21
hvernig til myndi takast og fékk ég
ekki betur séð þegar ég losaði fyrri
fötuna en að það væri í fínu lagi, að
vísu ekki horfið, en farið að mýkj-
ast mikið.
Jarðvegsbætandi vökvi
Af og til er vökva tappað af föt-
unum, hann má nota annað hvort
beint í niðurfallið til stíflulosun-
ar eða blanda 1/20 og nota sem
blómaáburð. Þar sem ég byrjaði á
þessu síðvetrar fóru fyrstu aftapp-
anir í vatnslása, mér fannst það
ekki góður tími til að bera mikið
á af sterkum blómaáburði í svart-
asta skammdeginu. Með hækkandi
sól fór ég hins vegar að nýta þynnt-
an vökvann sem áburð. Á norsku
heimasíðunni bokashi.no er einnig
bent á að það megi frysta vökvann
til seinni notkunar og að spennandi
sé að taka grill viðarkol (ath. ekki
pressuðu kubbana heldur kolað-
an trjávið) og hella vökvanum yfir,
geyma í plastboxi með loki og nýta
þannig vökvann yfir veturinn. Með
þessu fáist mjög góður jarðvegsbæt-
ir með langtíma virkni, sem hægt sé
að blanda í jarðveg.
Ilmar eins og maltbrauð
Bokashi aðferðin á uppruna sinn í
Japan frá níunda áratugnum, þar
sem japanski vísindamaðurinn
Teuro Higa setti saman gerla- og
gersveppablöndu, sem vinnur vel
saman og er uppistaðan í hvatan-
um, sem ilmar eins og maltbrauð
eða gamalt rúgbrauð þar sem hann
er blanda af melassa, bakteríum og
gerlum og er þar helst að nefna
mjólkursýrugerlana Lactobacillus
plantarum og Lactobacillus casei.
Einnig Rhodopseudomonas pal-
ustris og Rhodospirillum rubrum,
jarðvegsbakteríur sem finnast í jarð-
vegi og vatni. Með þessum gerlum
er svo gersveppurinn Saccharomy-
ces cerevisiae, sem bæði er notað-
ur við bakstur og ölgerð auk þess
að vera í meltingarfærum (bokashi-
norge.no).
Til eru margar heimasíður um
þessa tegund moltugerðar, en ég
hef að mestu stuðst við þær síður,
sem sjá má hér fyrir neðan. Áður-
nefnda norska síðu, bokashinorge.
no er með miklum fróðleik, m.a.
aðgengilegar spurningar og svör
um praktísk mál, síðu frá Planet
Natural, sem haldið hefur úti fróð-
leik um lífræna ræktun frá 1991 og
svo eina ástralska síðu.
Lifað í sátt
við náttúruna
Að lokum; umfang þess sorps sem
sótt er heim á mitt heimili hefur
minnkað mjög mikið og ekki mik-
il fyrirhöfn að koma sér af stað með
moltugerð. Á tímum umræðu um
framlag hvers og eins til þess að
minnka sitt sótspor tel ég moltu-
gerð vera gott spor í rétta átt og
auðvelt að tileinka sér þennan lífs-
stíl, hvort sem búið er í blokk í þétt-
býli eða úti í sveit. Okkur er öllum
skylt að gera okkar besta til að lifa
í sátt við náttúruna og moltugerð
úr þeim lífrænu afgöngum sem til
falla á heimilinu er einfalt mál. Allir
græða; sjálf fáum við næringarefnin
út í garð til okkar (eða annarra með
garð, ef við erum ekki svo hepp-
in að eiga garð) og sveitarfélagið
okkar þarf ekki að sækja eins mik-
ið sorp heim til okkar og ekki held-
ur að standa undir kostnaði við eins
mikla urðun, enda er það stefna ís-
lenskra sveitarfélaga að draga sem
mest úr urðun á næstu árum.
Gangi ykkur öllum vel í lífi með
Bokashi, eða annarri moltugerð.
Þórunn Reykdal.
Slóðir inn á heimasíður þær, sem
ég hef stuðst við, ykkur til áframhald-
andi fróðleiks um þessa tegund jarð-
gerðar:
https://bokashinorge.no/hva-er-
bokashi/
https://www.planetnatural.com/
composting-101/indoor-compost-
ing/bokashi-composting/
https://www.bokashi.com.au/
Eyja- og Miklaholtshreppur óskar
sveitungum sínumog öðrum
Vestlendingum gleðilegs sumars.
Hvalarðarsveit óskar íbúum Hvalarðarsveitar
og Vestlendingum gleðilegs sumars.
Grundararðarbær óskar íbúum Grundararðar
og öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars
-gefur fyrirheit um yndislegt íslenskt sumar
Stykkishólmur
Vökvalosun.
Fata 2 að fyllast.
Báðar fötur fullar.