Skessuhorn - 24.04.2019, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 201922
Bjarni Marinósson bóndi og hesta-
maður á Skáney í Reykholtsdal varð
sjötíu ára í byrjun mars. Af því til-
efni ákvað hann að bjóða vinum og
samferðamönnum til afmælis- og
vígsluhátíðar í nýju reiðhöllinni á
Skáney á föstudaginn langa. Sam-
hliða því að fagnað var með afmæl-
isbarninu var þetta fyrsta formlega
mótið sem haldið er í reiðhöllinni.
Haukur og Randi á Skáney vígðu
höllina með formlegum hætti með
að fara skrautreið á glæsihrossum úr
ræktuninni. Þá var slegið upp móti
í kallatölti og keppt í tveimur flokk-
um; pollaflokki og ungmannaflokki.
Í pollaflokki voru gjaldgengir karl-
ar undir fimmtugu en í ungmanna-
flokki þeir sem náð hafa virðulegri
aldri. Fjölmenni mætti að Skáney
og góð stemning var meðal gesta
og heimafólks. Birna Hauksdótt-
ir á Skáney, dætur og tengdadótt-
ir, slógu upp mikilli veislu. „Það er
óhætt að segja að Bjarni bóndi á
Skáney hafi gert bæði sér og öðrum
glaðan dag,“ sagði Sigrún Ólafs-
dóttir í Hallkelsstaðahlíð yfirdóm-
ari í kallatöltinu.
Úrslit í flokki ungmanna urðu
þau að Bjarni bóndi bar sigur úr
býtum og var enginn vafi á yfir-
burðum hans enda samræmi dóm-
ara með afbrigðum gott. Gunnar á
Brimilsvöllum varð annar, Jóhann-
es á Síðumúlaveggjum þriðji, Skúli
í Hallkelsstaðahlíð fjórði og Svein-
björn í Hvannatúni fimmti.
Í pollaflokki urðu úrslit þau
að Haukur á Skáney varð efstur,
Mummi í Hallkelsstaðahlíð ann-
ar, Oddur Björn á Steinum þriðji,
Þórður Sigurðsson fjórði og Einar
á Gilsbakka fimmti. Gaman er að
geta þess að meðalhæð polla í verð-
launasætum var 1,85 cm, sem senni-
lega er Íslandsmet í þeim flokki.
Texti og myndir:
Sigrún Ólafsdóttir
Bjarni á Skáney hélt upp á afmælið með glæsibrag
Mæðgurnar Birna og Vilborg stóðu í ströngu og báru fram dýrindis veitingar.
Sigurvegarar í ungmannaflokki. Bjarni lengst til vinstri.
Randi og Haukur vígja höllina með formlegum hætti.
Hinir hávöxnu sigurvegarar í pollaflokki.
Jón á Kópareykjum var þulur mótsins. Hér býður hann keppendum í pollaflokki í
nefið skömmu áður en riðið var til úrslita.
Lokamótið í Vesturlandsdeildinni
í hestaíþróttum var haldið á skír-
dag. Hefur deildin gengið vel í
vetur fyrir utan að þurfti að fresta
einu mótið vegna veðurs. Á þessu
lokamóti var keppt í tölti og fljúg-
andi skeiði í gegnum höllina og
var mikil spenna í loftinu bæði í
einstaklings- og liðakeppni. Leik-
ar fóru þannig að í liðakeppninni
var það Skáney/ Hestaland sem
bar sigur úr býtum og í einstak-
lingskeppninni var það Sigurodd-
ur Pétursson sem sigraði. Þetta er
þriðja árið í röð sem hann vinn-
ur einstaklingskeppnina í Vestur-
landsdeildinni.
Hér fyrir neðan koma svo úrslit-
in úr tölti og skeiðinu
Tölt A úrslit:
1. Flosi Ólafsson og Glanni frá
Dalsholti 7,33
2. Randi Holaker og Þytur frá
Skáney 7,11
3. Siguroddur Pétursson og Eld-
borg frá Haukatungu Syðri 6,89
4. Ylfa Guðrún Svavarsdóttir og
Prins frá Skúfslæk 6,78
5. Páll Bragi Hólmarsson og Sig-
urdís frá Austurkoti 6,72
B úrslit:
1. Hrefna María Ómarsdóttir og
Þrumufleigur frá Álfhólum 7,05
2. Iðunn Svansdóttir og Sigurrós
frá Söðulsholti 6,89
3. Leifur George Gunnarsson og
Sveðja frá Skipaskaga 6,68
4. Fredrica Fagerlund og Stormur
frá Yztafelli 6,56
5. Haukur Bjarnason og Ísar frá
Skáney 6,44
Fimm efstu í skeiðinu:
1. Hrefna María Ómarsdóttir
2. Konráð Axel Gylfasson
3. Guðmar Þór Pétursson
4. Flosi Ólafsson
5. Guðjón Örn Gunnarsson
Þrjú efstu liðin í liðakeppninni:
1. Skáney/ Hestaland 271 stig
2. Stelpurnar í SuperJeep og Sonax
260,5 stig
3. Söðulsholt 231 stig.
Þrír efstu í
einstaklingaskeppninni:
1. Siguroddur Pétursson 52 stig
2. Randi Holaker 38 stig
3. Fredrica Fagerlund 38 stig iss
Siguroddur og Skáney/Hestaland sigurvegarar
Stigahæsta lið Vesturlandsdeildar 2019, Skáney/ Hestaland.
Efstu keppendur í einstaklingskeppninni.