Skessuhorn - 24.04.2019, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 2019 25
Stykkishólmur -
miðvikudagur 24. apríl
Myndaveisla á Amtsbókasafninu
kl. 10:00. Eyþór Benediktsson
sýnir myndir úr safni Benedikts
Lárussonar kaupmanns. Heitt á
könnunni og allir velkomnir.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 24. apríl
Aðalfundur Félags aldraðra í
Borgarfjarðardölum verður haldinn
í Brún í Bæjarsveit kl. 13:30.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 24. apríl
Fundur með umhverfisráðherra
í Alþýðuhúsinu kl. 20:00. Vinstri
græn í Borgarbyggð halda
almennan stjórnmálafund
þar sem umhverfismál verða í
brennidepli. Gestur fundarins er
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra. Gott tækifæri til
að fá upplýsingar frá fyrstu hendi
og ræða málin yfir kaffi og kruðeríi.
Dalabyggð -
miðvikudagur 24. apríl
Jörvagleði hefst í Dölum með
sýningu Leikfélags Hólmavíkur
á gamanleiknum Nönnu systur
í Dalabúð í Búðardal kl. 20:00.
Miðasala við hurð. Fjölmargir
viðburðir á dagskrá Jörvagleði að
vanda. Ítarlega dagskrá má sjá á
Facebook-viðburðinum Jörvagleði.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 24. apríl
Reiðhallarball í Borgarnesi kl. 23:00.
Hljómsveitin Buff leikur fyrir dansi.
18 ára aldurstakmark. Forsala
aðgöngumiða er í Olís Borgarnesi.
Miðaverð er kr. 3.000 í forsölu og
3.500 kr. við dyrnar. Athugið að
forsölumiða þarf að greiða með
reiðufé.
Snæfellsnes -
fimmtudagur 25. apríl
Sumardagurinn fyrsti er Safna- og
sýningadagur á Snæfellsnesi.
Fjölmargar sýningar um allt
Snæfellsnes. Allir velkomnir og
aðgangur er ókeypis. Sjá ítarlega
dagskrá í auglýsingu í Skessuhorni
vikunnar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 25. apríl
Tónleikar Tónlistarskóla
Borgarfjarðar kl 13:00. Nemendur
flytja eigin verk við ljóð Böðvars
Guðmundssonar.
Borgarbyggð -
fimmtudagur 25. apríl
Aðalfundur Skógræktarfélags
Borgarfjarðar verður haldinn í
Þinghamri kl. 13:30. Á dagskrá eru
hefðbundin aðalfundarstörf.
Hvalfjarðarsveit -
fimmtudagur 25. apríl
Sumardagurinn fyrsti í Akrafjalli.
Klifursumarið byrjar í Akrafjalli
með árlegum hittingi klifrara kl.
16:00. Í ár verður glímt við grjót
og leiðir við allra hæfi. Klifurfélag
ÍA skaffar klifurdýnur og leiðbeinir
um svæðið. Allir hvattir til að
mæta og klípa í berg. Athugið
að viðburðurinn er haldinn með
fyrirvara um gott veður.
Akranes -
fimmtudagur 25. apríl
Órafmagnaðir pönktónleikar í
Akranesvita á sumardaginn fyrsta
kl. 17:00. Fram koma: Le Medusa
Violenta, Snowed In, Hekla maría
Arnardóttir og Skoffín. Aðgangur er
ókeypis.
Grundarfjörður -
fimmtudagur 25. apríl
Leikfélag Hólmavíkur sýnir
gamanleikinn Nönnu systur
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson í Samkomuhúsinu í
Grundarfirði kl. 20:00.
Reykhólahreppur -
fimmtudagur 25. apríl
Skemmtikvöld Lions á
sumardaginn fyrsta kl. 20:00.
Söngvaskemmtun í íþróttahúsinu.
Karlakórinn Söngbræður og
Bjartmar Guðlaugsson skemmta.
Aðgangseyrir er kr. 4.000.
Borgarbyggð -
föstudagur 26. apríl
Leikfélag Hólmavíkur sýnir
gamanleikinn Nönnu systur
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson í félagsheimilinu
Lyngbrekku kl. 20:00.
Borgarbyggð -
laugardagur 27. apríl
Lokasýning Njálssögu Bjarna
Nýfæddir Vestlendingar
Á döfinni
Sumarhjólbarðar
Til sölu fjögur, óslitin 17 tommu
sumardekk. Stærð 205/55 R17.
Aðeins í notkun í 7 mánuði, ekið
á þeim 7,8 km. Gjafaverð. Dekkin
eru í Borgarnesi. Upplýsingar í
síma 898-9205.
Markaðstorg Vesturlands
17. apríl. Stúlka. Þyngd: 3.426
gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar:
Kristín Eggertsdóttir og Trausti
Þórarinsson, Hafnarfirði.
Ljósmóðir: Elísabet Harles.
Stúlkan hefur fengið nafnið Bára
Sóley.
18. apríl. Drengur. Þyngd: 3.924
gr. Lengd: 53,5 cm. Foreldrar:
Auður Lóa Gunnarsdóttir og
Máni Elmarsson, Akranesi.
Ljósmóðir: Elín Arna
Gunnarsdóttir.
18. apríl. Drengur. Þyngd: 3.288
gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar:
Anna Sigríður Pálsdóttir og
Matei Manolescu, Mosfellsbæ.
Ljósmóðir: Jóhanna Ólafsdóttir.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Stuðningsfjölskyldur
óskast
Stuðningsfjölskyldur óskast til samstarfs við okkur
á velferðar- og mannréttindasviði.
Stuðningsfjölskyldur taka á móti barni/börnum til dvalar á
heimili sínu að jafnaði eina helgi í mánuði með það að markmiði
að styðja við foreldra barnsins, veita barninu tilbreytingu og
stuðning.
Fjölskyldur sem vilja taka að sér fatlað barn eða börn
eru sérstaklega hvattar til að sækja um.
Nánari upplýsingar og eyðublöð
má finna á www.akranes.is
Harðarsonar á Sögulofti
Landnámssetursins í Borgarnesi kl.
20:00. Miðasala á www.landnam.is.
Borgarbyggð -
þriðjudagur 30. apríl
Fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti
kl. 20:00. Trausti Jónsson leitar
upphafs íslenskrar dægurtónlistar.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 og boðið er
til kaffiveitinga. Sjá nánar í blaðinu.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 1. maí
Hátíðar- og baráttufundur í
Hjálmakletti kl. 11:00. Ávarp, ræða
og skemmtiatriði. Súpa og brauð að
fundi loknum. Sjá nánar auglýsingu
í blaðinu.
Borgarbyggð -
miðvikudagur 1. maí
Félag aldraðra í Borgarfjarðardölum
sýnir hvað félagar eru að gera
í höndunum. Prjónaðar vörur,
málverk, útsaumur og margt fleira.
Brún í Bæjarsveit kl. 13:30 til 17:00.
Akranes -
miðvikudagur 1. maí
Dagskrá á hátíðar- og baráttudegi
verkafólks. Safnast saman við
Kirkjubraut 40 kl. 14:00 og genginn
hringur á Neðri-Skaga. Að göngu
lokinni hfest hátíðardagskrá í sal
Verkalýðsfélags Akraness á þriðju
hæð Kirkjubrautar 40. Ræða,
skemmtiatriði og kaffiveitingar. Sjá
nánar auglýsingu í blaðinu.
Dalabyggð -
miðvikudagur 1. maí
1. maí samkoma í Dalabúð kl.
14:30. Ræða, skemmtiatriði og
kaffiveitingar að lokinni dagskrá.
TIL SÖLU