Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 20196 Endurnýja heitan pott SNÆFELLSBÆR: Á síð- asta fundi bæjarstjórnar Snæ- fellsbæjar var lagt fram bréf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, varðandi aukafjárveitingu til að endurnýja heitan pott í Sundlaug Snæfellsbæjar. Bæj- arstjórn samþykkti samhljóða að veita aukafjárveitingu allt að 718 þúsund kr. til að end- urnýja pottinn, en kom þeim skilaboðum á framfæri að ný- lega væri búið að samþykkja fjárhagsáætlun ársins 2019 og þessi ósk um fé til að endurnýja pottinn hefði átt að koma fram við þá vinnu. -kgk Tökur hófust í gær STYKKISH: Í gær hóf kvik- myndagerðarfólk á vegum Sagafilm kvikmyndatökur á sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið 20/20. Munu þær standa yfir allt til 13. mars samkvæmt áætlun Sagafilm. Tökuliðinu mun fylgja mikið af farartækj- um og umstang á nokkrum stöðum í bænum. Fyrirtækið hyggst tilkynna á samfélags- miðlum í bæjarfélaginu með fyrirvara í hvaða götum verður unnið að tökum. -mm Mikilvægt að hreinsa frá sorpílátum LANDIÐ: Töluvert hefur snjóað víða um land að undan- förnu. Af þeim sökum er afar mikilvægt að fólk hreinsi vel frá sorptunnum heimila og fyr- irtækja og létti þannig eins og kostur er störf sorphirðufólks. Þetta á við jafnt í dreifbýli sem þéttbýli. -mm Umferðaröryggi til umræðu BORGARBYGGÐ: Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku voru umferðarör- yggismál til umræðu. Til fund- arins mættu Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri og Jón S Ólason, yfirlögregluþjónn frá embætti Lögreglustjórans á Vesturlandi og Pálmi Þór Sævarsson, svæð- isstjóri Vegagerðarinnar. Rætt um umferðaröryggi í Borg- arbyggð, eftirlitsmyndavélar, gerð hjólreiða- og göngustíga og fleira. Stefnt er að stofnun samstarfshóps sveitarfélagsins, lögreglunnar og Vegagerðar- innar um umferðaröryggi og fari hann yfir fyrirliggjandi gögn og útbúi aðgerðaráætl- un sem komi til framkvæmda á vormánuðum. Rætt var um eftirlitsmyndavélar og fram kom jákvæð umsögn lögregl- unnar um sambærileg verk- efni. Auk þess var rætt um gerð göngustígs frá Borgarnesi og að Hamri. Verður hann gerður í samstarfi við Vegagerðina. -mm Landsmenn ríf- lega 357 þúsund LANDIÐ: Í lok síðasta árs bjuggu 357.050 manns á Ís- landi; 182.870 karlar og 174.180 konur. Á höfuðborgarsvæð- inu bjuggu 228.260 en 128.780 utan þess, eða 36%. Í tölum Hagstofunnar um búferlaflutn- inga kemur fram að brottfluttir einstaklingar með íslenskt ríkis- fang voru fimm umfram aðflutta á síðasta ársfjórðungi liðins árs, en aðfluttir erlendir ríkisborg- arar voru 920 fleiri en þeir sem fluttust frá landinu. -mm Umferð til fyrirmyndar við leikskóla BORGARNES: Lögreglan á Vestulandi sinnti eftirliti við leikskóla í umdæminu í vik- unni sem leið. Fylgst var með við leikskólana Klettaborg og Ugluklett í Borgarnesi. Í bók- un lögreglu segir að þar hafi allt verið með sóma, öll börn spennt í bílstóla og lögregla er að von- um ánægð með það. Þá segir í dagbók lögreglu að Þorrablót- ið í Stykkishólmi hafi farið vel fram og allt verið þar til stakrar fyrirmyndar. Ekki er bókað sér- staklega vegna annarra þorra- blóta sem haldin voru í lands- hlutanum um liðna helgi, sem þó voru nokkur. -kgk Samræma þjálfun VESTURLAND: Lögreglu- menn frá Vesturlandi voru á námskeiði hjá Ríkislögreglu- stjóra í vikunni sem leið. Nám- skeiðið sóttu aðstoðaryfirlög- regluþjónn og allir fimm þjálf- arar Lögreglunnar á Vestur- landi. Verið er að skerpa á þjálf- un lögreglumanna landsins og samræma þjálfun þeirra á lans- vísu. Í framhaldi af námskeið- inu munu þjálfararnir fimm á Vesturlandi þjálfa lögreglulið- ið í landshlutanum í þeim atrið- um sem tekin voru fyrir á nám- skeiðinu. -kgk Frá árinu 2005 hafa Byggða- stofnun, Air Iceland Connect og Listahátíð í Reykjavík veitt viður- kenningu í nafni Eyrarrósarinn- ar til afburða menningarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrar- rósinni er ætlað að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjöl- breytni, nýsköpunar og uppbygg- ingar á sviði menningar og lista. Alls bárust 30 umsóknir um Eyrar- rósina 2019 hvaðanæva af landinu en sex þeirra hafa nú verið valin á Eyrarrósarlistann og eiga þar með möguleika á að hljóta tilnefningu til sjálfra verðlaunanna í ár. Tvö þessara verkefna eru á Vesturlandi, Northern Wave kvikmyndahátíðin á Snæfellsnesi og Plan-B Art Festi- val í Borgarnesi. Það síðarnefnda hefur ekki hlotið tilnefningu áður. Auk þessara verkefna eru Act Alone leiklistar- og listahátíð á Suðureyri, Gamanmyndahátíð Flateyrar, List í ljósi á Seyðisfirði og LungA á Seyð- isfirði. Eyrarrósin verður afhent við há- tíðlega athöfn 12. febrúar næst- komandi í Garði á Suðurnesjum, heimabæ alþjóðlegu listahátíðar- innar Ferskra Vinda sem er hand- hafi Eyrarróasarinnar frá síðasta ári. Norðanáttin (Northern Wave), Snæfellsbæ Northern Wave er eina alþjóð- lega stuttmyndahátíðin á Íslandi en hún verður haldin í tólfta sinn í ár og hefur nú fest rætur í Frystiklef- anum í Rifi. Hátíðin býður upp á fjölbreytt úrval alþjóðlegra stutt- mynda, hreyfimynda, vídeóverka og íslenskra tónlistarmyndbanda, auk viðburða eins og fiskirétta- samkeppni, fyrirlestra, vinnustofa og tónleika. Markmið hátíðarinn- ar er að auka menningarframboð á landsbyggðinni og sameina fólk úr ólíkum bæjarfélögum, af ólík- um þjóðernum og frá ólíkum list- greinum. Plan-B Art Festival, Borgarnesi Í þrjú ár hefur grasrótar-myndlist- arhátíðin Plan-B verið að festa sig í sessi í Borgarnesi og nærumhverfi. Um er að ræða alþjóðlega hátíð sem er vettvangur fyrir ungt listafólk sem er nýlega farið að vekja athygli á sviði myndlistar og gjörningalist- ar en er einnig opin reynslumeira listafólki. Plan-B leggur áherslu á tilraunakennda og ögrandi list. Hátíðin fer fram víðs vegar í Borg- arnesi í óhefðbundnum rýmum, svo sem yfirgefnum verksmiðjum, geymslum, skemmum og hálfklár- uðum byggingum. mm Tvö vestlensk verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar að þessu sinni Norðanáttin á Snæfellsnesi og Plan-B Art Festival í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.