Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 201912 Ísólfur Haraldsson, athafna- maður á Akranesi, fagnar fer- tugsafmæli sínu laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. Ísólfur er fæddur þann dag árið 1979, son- ur Haraldar Sturlaugssonar og Ingibjargar Pálmadóttur. Hann hefur alla tíð búið á Akranesi, ólst upp á Vesturgötu 32a og fyrir nokkrum árum síðan keypti hann húsið. Þar unir Ísólfur hag sínum vel ásamt Aldísi Birnu Ró- bertsdóttur, eiginkonu sinni og börnum þeirra fjórum. Ísólfur steig sín fyrstu skref í rekstri þegar hann tók við Bíóhöll- inni á Akranesi árið 2001, þá 22 ára gamall. Síðan hefur hann feng- ist við eitt og annað en flest teng- ist það ýmiss konar viðburðum og skemmtunum. Hann fann sig aldrei í skóla og fór ungur að standa fyr- ir uppákomum. Æskuvinirnir segja að viðburðahald hafi alla tíð leg- ið fyrir honum en sjálfum langaði hann alltaf að keyra hádegisrútuna hjá HB&Co. Skessuhorn hitti Ís- ólf að máli fyrir helgi og ræddi við hann um ferilinn til þessa, lífið og tilveruna. Skemmtilegast að láta eitthvað gerast á Akranesi „Ég staldra aldrei við og hugsa; „hvað er ég búinn að afreka? Hvað er ég?“ Það er alltaf eitthvað á morgun og þannig hefur þetta bara rúllað alla tíð,“ segir Ísólfur. „En þetta byrjar allt saman 2001 þegar ég tek við Bíóhöllinni á Akranesi, þá 22 ára gamall. Mér fannst mórallinn í bænum á þeim tíma vera svolítið þannig að krakkarnir í fjölbrauta- skólanum væru allir rosalega mikið að drífa sig í burtu, hér væri svo lítið um að vera en allt svo gott í Reykja- vík. Mig langaði að fólk yrði stolt af bænum sínum og að það væri hægt að gera sömu hluti hérna uppi á Skaga og í borginni, þar á með- al að fólk gæti kíkt í bíó. Það var markmiðið í upphafi og við reynd- um að hafa þetta létt og skemmti- legt,“ segir hann. „Það gekk bara allt í lagi og stuttu síðar fórum við enn lengra með gleðina þegar við stofnuðum Útvarp Bíóhöllina. Þar voru Hjörtur Hjartar, Gulli Jóns, Stebbi Jóns og fleiri með alls konar dagskrá. Þetta var partur af því að búa til stemningu fyrir tónleika og skemmtanahald, en á þessum tíma var erfiðara að ná til fólks en í dag og því fannst okkur þetta spenn- andi.“ Hann hélt áfram að standa fyr- ir viðburðum næstu árin. Fyrsta Lopapeysan var haldin 2004 og árið eftir tók hann ásamt fleirum við rekstri skemmtistaðarins Breið- arinnar á Akranesi. „Þá magnað- ist enn frekar upp stemningin, það var gríðarlegt partí í gangi og allir vildu vera með. Það var alltaf núm- er eitt að hafa gaman og geta boð- ið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólkið í bænum. Á sama tíma vorum við alltaf einhvern veginn að reyna að vinna okkur inn í Reykjavík. Ég stofna hljóðkerfaleiguna Pro- tech árið 2004 og við erum mikið á ferðinni, tökum þátt í Rás 2 rokkar hringinn um allt land, komum inn í Íslensku óperunnar þegar menn þar á bæ byrjuðu að færa sig meira yfir í söngleiki og vorum þar þangað til óperan færir sig í Hörpu. En þegar maður var að reyna að vinna sig inn í Reykjavík þá varð þetta allt miklu ópersónulegra og ekki jafn gaman. Maður hittir fullt af fólki en kynnist ekki neinum,“ segir Ísólfur. „Niðri í Bíóhöll og öðrum í verkefnunum á Skaganum, þá voru þetta bara við félagarnir að láta eitthvað ger- ast í bænum, þar sem allir þekkjast og hafa gaman að. Það er skemmti- legast.“ „Búinn að gera þetta frá því ég fæddist“ Ísólfur segir að lífið horfi allt öðru- vísi við sér í dag en þegar hann var að stíga sín fyrstu skref 2001. „Þeg- ar ég var að byrja vissi ég ekki neitt, var að hringja í hina og þessa, reyna að fá eitthvað og láta eitthvað ger- ast en það gekk mjög misvel. Í dag eru alls konar gæjar að hafa sam- band við mig, gæjar sem vita ekki neitt en eru að reyna að láta eitt- hvað gerast, eins og ég var einu sinni. Ég þarf stundum að minna mig á að gefa þeim séns og reyni það, gef mér ákveðinn tíma vik- unnar til að tala við þá,“ segir hann. En þó það hafi gengið misvel hjá honum að láta eitthvað gerast þeg- ar hann var enn blautur á bakvið eyrun telur hann að viðburðahald hafi líklega alltaf átt að liggja fyr- ir honum. „Einn vinur minn sagði við um daginn, strákur sem er að- eins eldri en ég, að ég væri í raun- inni búinn að gera þetta frá því ég fæddist. Ég hafi alltaf verið með eitthvað í gangi. Hann minnti mig á að ég hafi verið kominn inn í diskabúrið að stjórna tónlist og búa til stemningu sem krakki og að ég hafi haldið ball í Brekkubæjarskóla þegar við vorum í 7. bekk,“ seg- ir Ísólfur og heldur áfram að rifja upp. „Þegar ég var tíu ára þá byrj- uðum við félagarnir að skera gell- ur. Við fengum derhúfur í Shell og Bjarna Þór til að líma lógóið „Gella sf.“ yfir Shellmerkið á derhúfunum. Síðan fórum við niður í HB, feng- um nokkra hausa sem voru á leið í brennslu, gelluðum og seldum,“ segir hann. „Sem pjakkur var ég að vinna hjá Halla búgí við að raða í hillur eða hoppa upp í vörubíla hjá ÞÞÞ. Ég mátti ekki heyra vörubíl fara í gang, þá var ég bara farinn,“ segir hann. Fann sig ekki í skóla „Ég hef aldrei getað verið inni í skólastofu og hef beisiklí aldrei skrifað í stílabók því ég þurfti alltaf að vera að brasa eitthvað. Mamma segir að ég hafi verið svona á leik- skóla líka. Ég var á sjúkrahússleik- skólanum og flúði yfirleitt, inn á sjúkrahús að skoða mig um eða ef ég sá ÞÞÞ bíl þá hljóp ég yfir götuna að spjalla við karlana,“ segir hann og brosir. „Ég hef einhvern veg- inn alltaf átt erfitt með að vera sett- ar einhverjar skorður og þess vegna fann ég mig aldrei í námi. Ég get alveg sest niður og lært það sem er fyrir framan mig, en þá er það alltaf á mínum forsendum. Það gekk ekk- ert í skólanum og mamma og pabbi sendu mig austur á Eiðar þegar ég var í 10. bekk, 1995, kannski ekki síst til að reyna að kveikja einhvern svona námsáhuga hjá mér. Sögðu að þarna væri skóli þar sem væri mikið lagt upp úr tónlist og spurðu hvort ég vildi ekki prófa. Ég sló til og líkaði mjög vel á Eiðum. Þar var ég inni í stúdíói meira og minna all- an tímann og kynntist vel fólki sem er vel tengt inn í tónlistarheim- inn í dag. Meðal annars kynntist ég Magna Ásgeirssyni, spilaði með honum í hljómsveit sem hitaði upp fyrir Vini vors og blóma í Valaskjálf þegar við vorum í 10. bekk. Þá vor- um við strax komnir á fullorðins- ball að spila. Þetta byrjar allt mjög snemma og ég hef allar götur síð- an verið í einhverju sem tengist við- burðum,“ segir Ísólfur. Gamla Kaupfélagið og Hlégarður í eina sæng Árið 2009 kemur Ísólfur ásamt fleir- um að opnun Gamla Kaupfélagsins á Akranesi, sem Ingólfur Árnason kom á fót. Árið 2012 kom hann að fyrsta Þorrablóti Skagamanna í nú- verandi mynd ásamt árgangi 1971. Sama ár var Bíóhöllin á Akranesi gerð upp og komið í núverandi horf fyrir 70 ára afmæli hennar. Vinir hallarinnar hlutu menningarverð- laun Akraneskaupstaðar um haust- ið og Ísólfur var valinn Skagamað- ur ársins skömmu eftir áramótin. Árið 2014 heldur hann Október- fest Stúdentaráðs Háskóla Íslands í félagi við aðra, Lopapeysan er áfram stærsti viðburður Írskra daga á Akranesi og Ísólfi og félögum gengur orðið mjög vel. Ásamt öðrum tók Ísólfur við Hlégarði í Mosfellsbæ árið 2015 og 2016 tekur hann við rekstri Gamla Kaupfélagsins ásamt Gunnari Haf- steini Ólafssyni matreiðslumeist- ara. Það segir Ísólfur að hafi verið erfiðir tímar. „Það var rosalega erf- itt að taka Hlégarð, mikil fjárfest- ing og erfiður rekstur. Það fór ekki að lagast fyrr en við samkeyrðum Ísólfur Haraldsson stendur á fertugu „Það er enginn svo klár að hann geti gert allt einn“ Ísólfur Haraldsson fyrir framan Bíóhöllina á Akranesi. Ljósm. kgk. Daginn sem Ísólfur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson opnuðu Gamla Kaupfélagið vorið 2016 eftir að þeir tóku við rekstri staðarins. F.v. Þóra Björk Þorgeirsdóttir, Jósef Halldór Þorgeirsson, Ísólfur, Valdimar Ingi Brynjarsson og Gunnar. Ljósm. úr safni/ kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.