Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell og Valur munu etja kappi í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik. Dregið var í bik- arnum í hádeginu á miðvikudag. Sigurvegari þeirrar viðureignar mun mæta sigurvegaranum úr við- ureign Breiðabliks og Stjörnunnar í bikarúrslitaleiknum. Í karlaflokki mætast annars vegar Stjarnan og ÍR en hins vegar KR og Njarðvík. Bikarúrslitavika KKÍ hefst í Laugardalshöllinni miðvikudag- inn 13. febrúar með undanúrslitum kvenna, þar sem báðir leikirnir eru spilaðir sama dag. Leikur Snæfells og Vals er seinni leikur dagsins. Daginn eftir er leikið í undanúrslit- um karla. Úrslitaleikir kvenna og karla fara síðan báðir fram í Laugardalshöll- inni laugardaginn 16. febrúar. Aðra daga bikarúrslitavikunnar verða leiknir bikarúrslitaleikir yngri flokkanna. kgk Snæfell mætir Val í undanúrslitum bikarsins Gunnhildur Gunnarsdóttir á fleygiferð í átta liða úrslitum bikarsins þegar Snæfell sigraði Hauka. Ljósm. úr safni/ sá. Knattspyrnufélag ÍA gekk á mánu- dag frá samningi við sóknarmann- inn Tryggva Hrafn Haraldsson. Hann gengur til liðs við ÍA frá Halmstad í Svíþjóð, þar sem hann hefur leikið undanfarið eitt og hálft ár eða svo. Tryggvi á að baki 27 leiki með Halmstad í sænsku úrvalsdeild- inni og í þeim hefur hann skorað þrjú mörk. Tryggvi er uppalinn hjá ÍA, lék upp alla yngri flokka félagsins. Hann lék 33 leiki með meistara- flokki í efstu deild og skoraði í þeim sex mörk áður en hann hélt til Sví- þjóðar í atvinnumennskuna á sínum tíma. Hann hefur leikið þrjá leiki með A landsliði Íslands en 13 leiki með U21 landsliðinu. Haft er eftir Jóhannesi Karli Guð- jónssyni, þjálfara meistaraflokks karla, að hann sé mjög ánægður að Tryggvi hafi ákveðið að ganga til liðs við ÍA að nýju. Þrátt fyrir ungan ald- ur hafi hann spilað í efstu deild áður og slík reynsla muni reynast mikil- væg í Pepsi deildinni á komandi sumri. Tryggvi sé góður leikmaður sem muni styrkja liðið fyrir þá bar- áttu. kgk Tryggvi Hrafn aftur til liðs við ÍA Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki með ÍA sumarið 2017. Ljósm. úr safni/ gbh. Keilufélag Akraness á tvo fulltrúa í ungmennalandsliðinu í keilu, þá Jó- hann Ársæl Atlason og Matthías Leó Sigurðsson. Tilkynnt var um valið á föstudaginn. Framundan eru tvö verkefni hjá ungmennalandsliðinu, annars vegar vináttuleikar í Katar 11. - 17. febrúar og síðan Evrópu- mót unglinga 18 ára og yngri í Vín- arborg 13.-22. apríl. Jóhann Ársæll og Matthías Leó munu taka þátt í báðum mótunum með landsliðinu, en landsliðið er skipað fjórum pilt- um og fjórum stúlkum hverju sinni. Þá má geta þess að Matthías Leó er annar yngstu keilumanna sem vald- ir hafa verið í ungmennalandsliðið hingað til, ásamt Mikael Aroni Vil- helmssyni úr KFR sem fer með lið- inu á Evrópumótið í vor. kgk Tveir keiluspilarar frá Akra- nesi í ungmennalandsliðið Ungmennalandsliðið í keilu. Ljósm. Keilusabmand Íslands. Skallagrímur heimsótti Keflavík í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik á miðvikudagskvöld. Borgnesingar höfðu yfirhöndina lengi vel, en Keflvíkingar náðu að hleypa mikilli spennu í leikinn í lokafjórðungnum, þar sem þær jöfnuðu metin, knúðu fram fram- lengingu og stálu sigrinum á enda- sprettinum. Lokatölur urðu 61-54 fyrir Keflavík. Skallagrímskonur byrjuðu held- ur brösulega og hittu illa úr skotum sínum. Þær voru þó fljótar að finna taktinn, höfðu yfirhöndina eftir það og leiddu 14-13 eftir fyrsta leik- hluta. Þær juku forskot sitt í sjö stig snemma í öðrum fjórðungi. Kefla- vík minnkaði muninn en Skalla- grímur átti lokaorðið og hafði sjö stiga forskot í hálfleik, 22-29. Keflavík byrjaði síðari hálfleik- inn betur og minnkaði muninn í þrjú stig. Skallagrímskonur tóku þá mikinn sprett, skoruðu tíu stig gegn tveimur það sem eftir lifði þriðja leikhluta og leiddu 28-39 fyrir lokafjórðunginn. Skallagrím- ur komst 14 stigum yfir en þá tók Keflavíkurliðið á sig rögg og byrj- aði hægt en örugglega að saxa á forskotið. Þegar tvær mínútur lifði leiks voru þær búnar að minnka muninn í eitt stig, 44-45. Lokamín- úturnar voru æsispennandi og þeg- ar lokaflautan gall var staðan jöfn, 50-50 og því þurfti að framlengja. Þar voru Keflavíkurkonur sterkari og stálu sigrinum, 61-54. Shequila Joseph átti stórleik fyrir Skallagrím, skoraði 25 stig og reif niður 20 fráköst og Brianna Banks skoraði ellefu stig. Brittany Dinkins skoraði 22 stig fyrir Keflavík, tók 17 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 15 stig og tók níu fráköst og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir skoraði tíu stig og tók sex fráköst. Skallagrímur hefur tíu stig í sjötta sæti deildarinnar, jafn mörg og Haukar í sætinu fyrir neðan. Næsti leikur Skallagrímur í kvöld, miðvikudaginn 30. janúar, þegar mætir Stjörnunni í Borgarnesi. kgk Svekkjandi tap Skallagríms Stórleikur Shequilu Joseph dugði Skallagríms konum ekki gegn Keflavík. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur. Skallagrímur heimsótti ÍR í Dom- ino‘s deild karla í körfuknattleik á fimmtudagskvöld. Um háspennu- leik var að ræða en eftir æsispenn- andi lokamínútur tókst ÍR-ingum að stela sigrinum, 96-95. Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Eftir um fimm mín- útna leik náðu heimamenn yfirhönd- inni og leiddu með tólf stigum eftir fyrsta leikhluta, 31-19. Skallagríms- menn minnkuðu muninn snemma í öðrum leikhluta. ÍR-ingar höfðu þó áfram yfirhöndina en Borgnesingar gættu þess að missa þá ekki lengra fram úr sér. Staðan var 51-43 í hálf- leik, ÍR í vil. Skallagrímsmenn voru ákveðnir í upphafi síðari hálfleiks og voru ekki lengi að jafna metin. Þeir komust síðan yfir og leiddu með fimm stig- um fyrir lokafjórðunginn, 65-70. Þeir tóku síðan góða rispu í upp- hafi fjórða leikhluta og náðu ellefu stiga forskoti, 69-80. En ÍR-ing- ar voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og spiluð sig inn í leik- inn aftur. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Skallagrímur komst stigi yfir þegar rétt innan við mín- úta lifði leiks. Sókn ÍR fór forgörð- um og Borgnesingar náðu boltanum með 40 sekúndur á klukkunni. Sókn þeirra var ekki nógu vel framkvæmd og þeir fengu dæmdan á sig ruðn- ing og ÍR-ingar á leið á vítalínuna hinum megin. Borgnesingar voru ekki par sáttir við þennan dóm, en hann stóð. Bæði vítin rötuðu niður og Skallagrímsmönnum tókst ekki að nýta sér lokasókn leiksins. Loka- tölur 96-95, ÍR-ingum í vil. Aundre Jackson skoraði 21 stig og tók 7 fráköst í liði Skallagríms. Eyjólfur Ásberg Halldórsson skor- aði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar, Björgvin Haf- þór Ríkharðsson skoraði 19 stig og tók átta fráköst, Matej Buovac skor- aði 18 stig og tók fimm fráköst og Domagoj Samac skoraði tíu stig. Skallagrímur situr í ellefta sæti deildarinnar með fjögur stig, fjór- um stigum á eftir Val í sætinu fyr- ir ofan. Næst leika Borgnesingar á heimavelli gegn botnliði Breiða- bliks, föstudaginn 1. febrúar næst- komandi. kgk Borgnesingar rændir sigrinum Eyjólfur Ásberg Halldórsson og félagar hans í Skallagrími þurftu að bíta í eplið súra gegn ÍR. Ljósm. úr safni/ Skallagrímur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.