Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2019 15 SK ES SU H O R N 2 01 9 Nemendur við Landbúnaðar- háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands í samstarfi við Akranes- kaupstað opna sýningu í verslunar- miðstöðinni að Smiðjuvöllum 32 fimmtudaginn 31. janúar kl. 17:00 Um er að ræða brot af verkum sem tengjast öll Akranesi og unnin voru af 3. árs nemum, annars vegar nemendum í umhverfisskipulagi við LbhÍ og hins vegar nemendum í arkitektúr við LhÍ. Verkin eru framsýn, djörf og metnaðarfull og til þess fallin að fá íbúa bæjarins til að sjá hina ýmsu möguleika í þróun þéttbýlisins. Sýningin mun standa opin 1. til 14. febrúar frá kl. 12 til 18 - verið velkomin! Vinir og söngfélagar Bjarna Val- týs Guðjónssonar, organista frá Svarfhóli á Mýrum, hafa ákveð- ið að standa fyrir söngvöku í anda félaga síns. Verður hún í Lyng- brekku sunnudaginn 17. febrúar næstkomandi kl. 15 – 17. Þann dag verða 90 ár liðin frá fæðingu Bjarna Valtýs, en hann lést 28. júní 2015. Bjarni Valtýr var bóndi á Svarfhóli í Hraunhreppi en þekktastur var hann fyrir störf sín sem organisti í 72 ár, en hann var fyrst organisti í sinni eigin fermingu og starfaði sem slíkur allt til dauðadags. Hann gaf út fjórar ljóðabækur og tvær skáldsögur, auk þess sem hann var ötull þýðandi og áhugamað- ur um þjóðleg fræði, kveðskap og íslensku. Hann samdi fjölda laga, m.a. fyrir söngleikinn Ingiríður Óskarsdóttir, gamanleik í þremur þáttum eftir Trausta Jónsson, sem Leikdeild Skallagríms færði á fjal- irnar. Bjarni Valtýr hélt oft söngvökur, bæði í Lyngbrekku og í Borgar- nesi, þar sem sveitungar hans, vinir og kunningjar ásamt kvæðamönn- um komu saman til að skemmta sér og öðrum með söng. Þess- ir söngfélagar og vinir Bjarna Val- týs ætla að standa að söngdagskrá, þar sem m.a. verður á dagskrá söngur undir stjórn Steinunn- ar Árnadóttur. Félagar úr Leik- deild Skallagríms flytja nokkur lög undir stjórn Steinunnar Páls- dóttur og félagar úr Kvæðamanna- félaginu Iðunni, þeir Steindór Andersen, Sig- urður Sigurðs- son og fleiri, kveða rímur. Þá verður almenn- ur fjöldasöngur undir stjórn Steinunnar Pálsdótt- ur, Haraldur Ólafsson frá Staðar- hrauni minnist Bjarna Valtýs, Þór- ólfur Árnason fer með nokkrar vísur og sögur úr Ólympíuferðum þeirra frænda og boðið verður upp á kaffiveitingar. mm Söngvaka til minningar um Bjarna Valtý Það var hlýlegt og ljúft andrúmsloft sem tók á móti blaðamanni Skessu- horns á Hótel Glym í síðustu viku. Margrét Rósa Einarsdóttir hótel- stjóri bauð blaðamanni inn í setu- stofu þar sem Hvalfjörðurinn blasti við úr stórum gluggum hótelsins. Margrét er fædd og uppalin í Reykja- vík en hún á ættir að rekja vestur á Mýrar og var alltaf með annan fót- inn á bænum Ölvaldsstöðum þegar hún var barn. Hún býr nú í Mosfells- dal og á tvo uppkomna syni. Mar- grét Rósa er framreiðslumeistari að mennt og hefur unnið við þjónustu- störf frá 16 ára aldri auk þess sem hún stofnaði og rekur í dag Þjóna- skólann. Síðustu tuttugu ár sá Mar- grét um rekstur Iðnó í Vonarstræti en nú hefur hún fært sig um set og tók við starfu hótelstjóra Hótel Glyms í nóvember á síðasta ári. Þá á Margrét Englendingavík í Borgarnesi þar sem hún hefur leigt reksturinn út fram til þessa en í vor ætlar hún að opna þar sjálf. Heillaðist af hótelinu Hótel Glymur er til húsa í hlíð- inni ofan við Ferstikluskála í Hval- firði. Húsnæðið var upphaflega byggt undir skóla en þar hefur ver- ið rekið hótel til fjölda ára. Hótel- ið var allt endurnýjað árið 2006 í þeirri mynd sem það er í dag. Þar eru 23 hótelherbergi, flest á tveim- ur hæðum, þrjár svítur og sex vill- ur eða bústaðir. Á hótelinu er mat- salur auk fundarsals þar sem upplagt er að vera með ýmsa stærri viðburði. Þá geta gestir farið í heitan pott fyr- ir utan hótelið þar sem fallegt útsýni er yfir Hvalfjörðinn. En hótelið og allt sem það hefur upp á að bjóða er einmitt ástæðan fyrir því að Margrét ákvað að sækja um stöðu hótelstjóra. „Þetta hótel heillaði mig, bæði að- stæðurnar á hótelinu og þessi fal- lega staðsetning,“ segir Margrét og horfir út um gluggann. Það er far- ið að snjóa og útsýnið að minnka frá því við fengum okkur sæti. „Þó það sjáist lítið þá er samt svo fallegt hér. Það þarf ekki einu sinni allt útsýnið til að sjá það,“ segir hún og brosir. Vill fá heimamenn Margrét segist ekki ætla að ráðast í stórar breytingar á Hótel Glym heldur frekar að gera meira úr því sem þar er þegar boðið upp á. „Ég vil gera þetta góða hótel enn betra og reyna að markaðssetja það víð- ar. Þá vil ég sérstaklega reyna að markaðssetja hótelið fyrir íslenskan markað. Bæði sem góðan og róman- tískan áfangastað fyrir pör og einn- ig sem góðan áfangastað fyrir ráð- stefnur eða aðra slíka viðburði fyr- ir hópa. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að á Hótel Glym sé gott að koma til að slaka á. Herbergin eru öll vel búin með fallegu útsýni. Það er hægt að fara í pottinn, fara í gönguferðir og bara njóta náttúr- unnar sem Hvalfjörðurinn hefur upp á að bjóða,“ segir Margrét og bætir því við að hún vilji einnig að Hótel Glymur verði meiri hluti af samfélaginu í Hvalfjarðarsveit. „Við viljum fá heimamenn meira til okk- ar og það viljum við gera til dæmis með því að halda tónleika eða vera með aðra slíka viðburði hér. Í des- ember vorum við með jólaball sem heppnaðist mjög vel og við ætlum að gera það að árlegum viðburði.“ Ætlar að bjóða upp á brunch í sumar Á Hótel Glym er veitingastaður þar sem boðið er upp á morgun- verðahlaðborð alla daga auk þess sem hægt er kaupa af hádegisverða- seðli, kvöldverðaseðli eða bakkelsi um miðjan dag. Um páskana ætlar Margrét að bæta við brunch hlað- borði sem verður opið allar helgar fram á haust. „Það eru mest gest- ir hótelsins sem borða hjá okkur en við erum með opið fyrir alla. Ég myndi glöð vilja sjá fleiri heima- menn koma við,“ segir Margrét. Aðspurð segir hún hótelið alltaf vel bókað. „Í febrúar byrjar í raun törnin hjá okkur. Það er nokkuð vel bókað þá og alveg fram á haust. Hótel Glymur hefur alltaf ver- ið einstaklega gott hótel. Hér hef- ur alltaf verið veitt góð þjónusta og þá kemur fólk,“ segir hún en bætir því við að það þýði ekki að hún ætli að láta fara of vel um sig. „Það má alltaf gera gott betra. Mín áhersla verður fyrst og fremst á að halda áfram á sömu braut og gera góða þjónustu enn betri,“ segir hún og brosir. Opna pönnufiskhlað- borð í Englendingavík Eins og fyrr segir á Margrét Eng- lendingavík í Borgarnesi og ætlar hún sjálf að sjá um reksturinn þar frá og með páskum. Þar er boð- ið upp á heimagistingu í notaleg- um herbergjum auk veitingasölu. Aðspurð segist Margrét ekki held- ur ætla að gera miklar breytingar í Englendingavík. „Gistingin verður með sama hætti og hún hefur verið og við verðum með opið fyrir íbúa og aðra gesti á veitingastaðnum auk þess sem leikfangasafnið verður opið,“ segir Margrét en leikfanga- safnið í Englendingavík er einnig í hennar eigu. „Við ætlum að bjóða upp á hádegisverðaseðil og bjóða upp á kaffi og með því. Á kvöld- in verðum við með pönnufiskhlað- borð og að auki mun ég bjóða upp á grillaðar kótelettur og hnetusteik á kvöldverðaseðli. Það gæti held ég verið skemmtileg tilbreyting í veit- ingaflóruna í Borgarnesi,“ segir Margrét og brosir. „Einnig ætlum við að prófa að hafa Englendinga- vík opna allt árið. Það hefur fram til þessa aðeins verið opið yfir sum- arið.“ Engin svo ómissandi Spurð hvort orðið frítími sé inni í myndinni hjá hótelstjóra og eiganda gistiheimilis og veitingastaðar hlær Margrét og segist vel geta tekið sér pásur. „Þegar maður hefur margt gott fólk í kringum sig er vel hægt að taka sér tíma fyrir sjálfan sig,“ svar- ar hún og brosir. „Það er enginn svo ómissandi.“ bætir hún við. Margrét segist sjálf mikið ferðast um heim- inn og fer til að mynda tvisvar á ári til Tyrklands. „Ég vinn mikið og hef alltaf gert en ég vinn líka bara við það sem ég nýt mín í. Ég nýt þess að eiga samskipti við fólk og að geta unn- ið við að hitta margt fólk og kynn- ast ólíku fólki sem kemur allsstaðar að úr heiminum eru forréttindi. Sjálf ferðast ég líka mikið og síðust ár hef ég farið bæði á vorin og haustin til Tyrklands en það er dásamlegt að vera þar. Ég mun alveg halda áfram að ferðast þó ég sé að vinna mikið þess á milli. Næst fer ég til Tyrklands í vor,“ segir Margrét að endingu. arg Margrét Rósa Einarsdóttir, hótelstjóri á Glym og eig- andi Englendingavíkur í Borgarnesi. „Mín áhersla verður fyrst og fremst á að halda áfram á sömu braut og gera góða þjónustu enn betri“ -segir Margrét Rósa, nýr hótelstjóri á Hótel Glym í Hvalfirði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.