Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 20192 Facbook síðu deildarinnar. „Skor- um við á fólk að fara inn á síðuna og byrja að fylgjast með. Einnig er deildin með snapchat sem gaman að fylgjast með. Hittumst svo hress og kát föstudaginn 8. febrúar þeg- ar keppt verður í slaktaumatölti og liðin verða kynnt,“ segir í tilkynn- ingu. Dagskrá Vesturlandsdeildarinn- ar 2019: 8. febrúar - Slaktaumatölt 22. febrúar - Fjórgangur 6. mars - Gæðingafimi 22. mars - Fimmgangur 5. apríl - tölt og skeið. mm Þar er frost í kortunum og búast má við að kuldaboli bíti fast næstu daga. Ástæða er til að minna þá sem verða á ferðinni utandyra að klæða sig vel, draga fram lopaflíkurnar, bæði föðurlandið og ullarpeysuna, áður en haldið er út úr húsi. Á morgun, fimmtudag, er útlit fyr- ir norðan 8-15 m/s og éljagang, en þurrt og bjart sunnan til á landinu. Frost á bilinu 2 til 12 stig. Norða- nátt á föstudag og él fyrir norðan, en víða léttskýjað á Suður- og Vest- urlandi. Herðir á frosti. Breytileg átt og bjart með köflum á laugardag, en sums staðar él með ströndinni. Kalt í veðri. Vaxandi austanátt sunn- an heiða um kvöldið með snjókomu og minnkandi frosti. Á sunnudag er útlit fyrir breytilega átt og snjó- komu eða él með köflum. Styttir upp víða þegar líður á daginn. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt á mánudag, með slyddu eða snjó- komu á sunnanverðu landinu. Þurrt norðan heiða. „Hvernig finnst eggin best mat- reidd?“ var spurningin sem varpað var fram á vef Skessuhorns í vikunni sem leið. „Linsoðin“ sögðu flest- ir, eða 42%, „steikt“ sögðu 22% og „harðsoðin“ sögðu 21%. Valmögu- leikarnir „hrærð“ og „eggjakaka“ fengu 6% hvor, 2% sögðu „hleypt“ en 1% svöruðu „hrá“ og 1% svar- enda segjast ekki borða egg, líklega vegna þess að þeir kunna ekki að elda þau. Í næstu viku er spurt: Hvað er best að gera við snjóinn? Kristjana Þórarinsdóttir lét af störf- um sem landpóstur sunnan Skarðs- heiðar á áramótum, eftir fjörtíu ára þjónustu við íbúa Hvalfjarðarsveitar. Rætt er við Kristjönu í Skessuhorni vikunnar. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Verslunin Nína flytur ofar í götuna AKRANES: Hjónin Heim- ir Jónasson og Helga Dís Daníelsdóttir eiga og reka verslunina Nínu á Akranesi. Verslunin hefur verið til húsa við Kirkjubraut 4-6 frá árinu 1982 en nú eru þau Heimir og Helga búin að festa kaup á húsnæði ofar í götunni, við Kirkjubraut 12, þar sem verslunin Ozone var áður til húsa. „Þetta er bara rosa- lega flott húsnæði sem var til sölu þarna ofar í götunni og við ákváðum bara að slá til og kaupa það,“ segir Heimir í samtali við Skessuhorn. Ekki liggur fyrir hvenær verslunin verður flutt en að sögn Heim- is stefna þau á að flytja eins fljótt og kostur er. Aðspurður segir hann engar breytingar vera framundan á vöruúrvali. „Við erum bara að flytja. Það verða engar frekari breyting- ar og við höldum áfram að vera með sama góða vöruúr- valið,“ segir Heimir. -arg Hrossastóð á vegum VESTURLAND: Nokk- ur mál tengd hrossum voru bókuð í dagbók lögreglunn- ar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Ung manneskja datt af hestbaki í reiðhöllinni í Stað- arhúsum í Borgarhreppi. Var hún flutt með sjúkrabíl und- ir læknishendur en meiðsli hennar eru ekki talin alvarleg. Þrisvar sinnum í vikunni sem leið var lögreglu gert við- vart um hrossastóð á vegum. Tilkynnt var um tólf hesta á miðjum vegi á Snæfells- nesvegi við Kverná. Einn- ig var tilkynnt um stóð ná- lægt Sveinatungu í Norður- árdal og síðan klukkan sex að morgni mánudags á þjóðveg- inum í Dölum. Lögreglan á Vesturlandi telur að hestarn- ir hafi gengið á snjó yfir girð- ingar sem víða eru komnar á kaf og þannig sloppið út á vegina. Telur lögregla rétt að vara fólk við þessu því mikil hætta getur skapast af stór- gripum úti á þjóðvegum. Lögregla vill jafnframt minna bændur og hestamenn á að hafa auga með þessu. -kgk Viskukýrin framundan HVANNEYRI: Viskukýrin 2019 verður haldin á Hvann- eyri fimmtudaginn 7. febrú- ar næstkomandi. Húsið opn- ar klukkan 19:30 en í hinni árlegu keppni munu nem- endur, starfsfólk og heima- menn etja kappi í stór- skemmtilegum spurninga- leik. Spyrill kvöldsins verð- ur að vanda Logi Bergmann Eiðsson. Viska fimmtánda verður á sínum stað í anddyri skólans og býður gesti vel- komna. Aðgangseyrir verður 1000 krónur en frítt fyrir 12 ára og yngri. -mm Bæjarráð Akraneskaupstaðar fjallaði á síðasta fundi sínum um starfsemi embættis Sýslumanns Vesturlands á Akranesi. Ítrekaði ráðið athuga- semdir sínar við þjónustustig sýslu- skrifstofunnar á Akranesi. Telur ráð- ið viðveru löglærðs fulltrúa sýslu- manns of litla og skorar á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra að taf- arlaust verði ráðin bót í máli. „Bæj- arráð telur óásættanlegt með öllu að íbúar á Akranesi, sem telja nær helm- ing allra íbúa á Vesturlandi, þurfi að sæta því að eiga einungis aðgang að löglærðum fulltrúa á sýsluskrifstof- unni einn dag í viku hverri og ef sá dagur fellur niður þurfa íbúar jafnvel að bíða í tvær vikur eftir að eiga kost á að hitta löglærðan fulltrúa. Bæjar- ráð krefst tafarlausra úrbóta,“ segir í bókun ráðsins. Í bréfi til dómsmálaráðherra, sem lagt var fram á fundinum, minnir bæjarráð jafnframt á að Akurnes- ingar hafi frá árinu 2014 mótmælt því harðlega að hvorki sýslumað- ur né lögreglustjóri séu staðsettir á Akranesi „og þeirri staðreynd að gengið var framhjá stærsta byggða- kjarna umdæmisins við val á stað- setningu umræddra embætta. Nú síðast í bréfi dagsettu 1. mars 2018 sem sent var ráðherra í tilefni upp- sagna starfsfólks á starfsstöð sýslu- mannsins á Akranesi og fólu það m.a. í sér að ekki yrði lengur föst starfsstöð löglærðs fulltrúa á Akra- nesi með tilheyrandi þjónustu- skerðingu við íbúa og lögaðila,“ segir í bréfi ráðsins. „Yfirlýsingar um að þjónustuþörf yrði mætt með fastri viðveru löglærðs fulltrúa hafa ekki gengið eftir þrátt fyrir að bæj- aryfirvöld hafi vakið athygli sýslu- manns á vanefndum loforða þar um.“ kgk Segja viðveru löglærðra fulltrúa ekki nógu mikla Bæjarráð gerir athugasemdir við þjónustustig sýsluskrifstofunnar á Akranesi Skrifstofa Sýslumannsins á Vesturlandi á Akranesi er að Stillholti 16-18. Ljósm. úr safni. Ný styttist í að keppni í Vestur- landsdeildinni í hestaíþróttum 2019 hefjist. Ný lið taka þátt að þessu sinni með fullt af nýjum þátt- takendum. Hefur deildin aldrei verið sterkari, að sögn mótshald- ara. Byrjað er að kynna liðin inn á Vesturlandsdeildin í hestaíþróttum hefst í febrúar Snjónum kyngdi niður í Grundarfirði í síðustu viku, nóg til þess að hægt var að troða hann í skíðabrekkun- um og kveikja á lyftunum. Rut Rúnarsdóttir, formað- ur Skíðasvæðis Snæfells- ness sagði mikla eftirvænt- ingu hafa búið um sig enda voru margir sem nýttu sér það að spenna á sig skíðin um helgina. Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns tók meðfylgj- andi myndir í brekkunni á mánudaginn. arg Skíðabrekkan í Grundarfirði opnuð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.