Skessuhorn


Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 30.01.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 201916 Þorrablót Skagamanna var hald- ið í Íþróttahúsinu við Vestur- götu síðastliðinn laugardag í um- sjón Club-71. Húsfyllir var og góð stemning. Meðal fastra liða var út- nefning Skagamanns ársins. Að fengnum tillögum er það bæjarráð sem staðfestir valið og kynnti Elsa Lára Arnardóttir formaður þess niðurstöðuna. Bjarni Þór Bjarna- son fær verðlaunin fyrir að vera listamaður í fremstu röð og mann- kostamaður, en ekki síst fyrir óeig- ingjarnt starf til fjölda ára. Hann hefur m.a. gefið ótalmörg listaverk til ýmissa góðgerðar- og samfélags- mála. Þannig hefur hann t.d. verið að styrkja íþróttastarf og aðra við- burði félagasamtaka. Eftir Bjarna Þór liggja fjölmörg listaverk, stór og smá, allt frá minnisvörðum til teikninga, myndskreytingar í skóla- bókum, skopmyndir m.a. hér í Skessuhorni, olíumálverk og skúlp- túrar. Bjarni Þór fékk að gjöf listaverk frá Akraneskaupstað listaverk eftir Dýrfinnu Torfadóttur gullsmið á Akranesi. Verkið er pensill og síð- an við hlið pensilsins er hnykill til heiðurs Ástu Salbjörgu eiginkonu hans. Tilnefningunni fylgdi einnig ljóð sem Heiðrún Jónsdóttir starfs- maður í Þjónustuveri Akraneskaup- staðar samdi og við birtum hér: Bjarni Þór Reykjavík hann flutti frá frekar lítill Skagann á. Búið síðan hefur hér hann því Skagamaður er. Listhneigðin fyrst lítil var liðu ár, uns svo til bar að táningurinn tók loks þar að teikna í skólabækurnar. Eldri samt í iðnnám fór ekki þótti kostur stór listgyðjunni að lifa hjá og laun í vasann af því smá. Seinna var þó sett í gír saminn ævikafli nýr, lagt af stað um litauðgar listabrautir margslungnar. Unnið hefur afar merk óteljandi listaverk. Bækur myndskreytt, safnað sér og saman unnið járn og gler. Þessum er til lista lagt löngum margt, það rétt er sagt. Kappinn málar kynstrin öll konur, hesta og Akrafjöll. (Heiðrún Jónsdóttir) Bjarni Þór er Skagamaður ársins 2018 Bjarni Þór með verðlaunin sín og blóm. Ljósm. sór. Á Útboðsþingi Samtaka iðnaðar- ins sem fram fór í Reykjavík síðast- liðinn fimmtudag kynntu fulltrú- ar tíu opinberra aðila fyrirhugað- ar verklegar framkvæmdir á þessu ári. Samtals er gert ráð fyrir fram- kvæmdum að upphæð 128 milljarð- ar króna. Það er 49 milljarða króna hærri upphæð en kynnt var á Út- boðsþingi síðasta árs. Fram kom að Reykjavíkurborg hyggst framkvæma á árinu fyrir 20 milljarða króna og Samtök sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu fyr- ir 16,4 milljarða. Veitur hyggjast fjárfesta fyrir 8,7 milljarða króna, Landsvirkjun fyrir 4,4 milljarða, Landsnet fyrir 9,2 milljarða og Orka náttúrunnar fyrir 4,4 millj- arða. Þá hyggjast Faxaflóahafnir fjárfesta fyrir 2,7 milljarða, Isavía fyrir 20,5 milljarða og Vegagerðin fyrir 21,9 milljarð. Verkefni sem heyra undir Framkvæmdasýslu rík- isins 19,7 milljarða. mm Boða verklegar fram- kvæmdir fyrir 128 milljarða Vignir Snær Stefánsson knatt- spyrnumaður úr Víkingi Ólafs- vík var kjörinn Íþróttamaður HSH 2018, en kjörinu var lýst í Stykk- ishólmi síðastliðinn föstudag. Íþróttamenn úr einstaka íþrótta- greinum voru jafnframt heiðraðir fyrir góðan árangur auk þess sem veitt var viðurkenning fyrir vinnu- þjark ársins. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: • Blakmaður HSH – Lydía Rós Unnsteinsdóttir , Umf. Grund- arfjarðar • Hestaíþróttamaður HSH - Sig- uroddur Pétursson, Snæfellingi • Knattspyrnumaður HSH - Vign- ir Snær Stefánsson, Umf. Vík- ingi • Kylfingur HSH - Rögnvaldur Ólafsson, Golfklúbbnum Jökli • Körfuknattleiksmaður HSH - Berglind Gunnarsdóttir, Umf. Snæfelli • Skotíþróttamaður HSH - Jón Pétur Pétursson, Skotfélagi Snæfellsness • Vinnuþjarkur HSH - Skotgrund Skotfélag Snæfellsness Nýr hátíðarfáni HSH Við afhendingu á verðlaunum fyr- ir Íþróttamann HSH 2018 var tek- inn í notkun nýr hátíðarfáni hér- aðssambandsins. Nýi fáninn kem- ur í stað eldri fánans sem fylgt hef- ur sambandinu í áraraðir. Það var fyrirtækið Silkiprent sem gerði nýja fánann en eftirfarandi fyrir- tæki styrktu kaup á honum: Guð- mundur Runólfsson hf., Sæferð- ir ehf., Valafell ehf., Ragnar og Ás- geir ehf., Soffanías Cecilsson hf. og Fiskmarkaður Íslands hf. Ljósm. sá Vignir Snær er Íþrótta- maður HSH 2018 Heiðrún Bjarnadóttir í Borgarnesi fór af stað með viðburð síðastliðið haust sem hún kallar „Borgarnes borðar saman“. Íbúar geta þá hist yfir einni máltíð í mánuði og borðað saman án tilstands eða fyrirhafnar. Hugmynd- ina fékk Heiðrún þegar hún bjó í Danmörku en þar tíðkast að fólk hitt- ist í félagsheimilum og borði saman kvöldmat. Sjálfboðaliðar taka þá að sér að elda matinn og allir hjálpast að við frágang. Fyrsti viðburður Borgarnes borðar saman var í nóvember í safn- aðarheimilinu og voru það sjálfboða- liðar frá Rauða krossinum og kokkalið B59 sem sáu um matinn. „Við fengum strax mjög góðar viðtökur hér í bæn- um og það myndaðist heimilisleg og góð stemning á fyrsta viðburði,“ seg- ir Heiðrún í samtali við Skessuhorn. Annar viðburðurinn var í hádeginu á sunnudegi skömmu fyrir jól en þá tók Hótel Hamar að sér að sjá um mat- seld. „Þá komu 70 manns og borð- uðu jólamat saman. Það gladdi mik- ið að sjá þennan fjölda svona rétt fyr- ir jól þegar jólastressið er oft mikið,“ segir Heiðrún. Hugsað til að auðvelda fólki Næst ætlar Borgarnes að borða saman á Landnámssetrinu fimmtudaginn 31. janúar. Heiðrún leggur mikla áherslu á að viðburðurinn er hugsaður til að auðvelda fólki lífið og fá íbúana til að hittast og eiga góða stund saman. „Það þarf ekkert tilstand heldur get- ur fólk bara mætt eins og það kem- ur heim úr vinnunni. Hugmyndin er að þetta eina kvöld í mánuði þurfi fólk ekki að hugsa um eldamennsku og geti bara slakað á,“ útskýrir Heiðrún og hvetur svo íbúa til að fá með sér nágranna, vinnufélaga eða aðra sem gætu notið góðs af. „Það væri gam- an ef þeir sem eru til dæmis að vinna með útlendingum, aðkomufólki eða fólki sem á lítið tengslanet í Borgar- nesi að bjóða með sér. Þetta væri frá- bær vettvangur fyrir fólk að kynnast og komast inn í samfélagið. Þetta er líka sniðugt fyrir þá sem búa einir en langar að borða með einhverjum. Það eru allir velkomnir,“ segir Heiðrún og bætir því við að í fyrstu tvö skipt- in sem Borgarnes borðaði saman kom mjög skemmtileg blanda af fólki og höfðu allir gaman af. Hægt er að nálgast frekari upplýs- ingar og fylgjast með viðburðum inn á Facebook síðunni Borgarnes borðar saman. Mikilvægt er að senda tölvu- póst á borgarnesbordarsaman@gma- il.com til að skipuleggjendur viti um fjölda. arg Borgarnes borðar saman í þriðja sinn á morgun Heimilisleg stemning myndaðist í fyrsta skipti sem Borgarnes borðaði saman í nóvember á síðasta ári.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.