Skessuhorn - 26.06.2019, Qupperneq 1
arionbanki.is Arion appið
Nú geta allir notað
besta bankaappið*
*MMR 2018
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 26. tbl. 22. árg. 26. júní 2019 - kr. 750 í lausasölu
Refinn á meðfylgjandi mynd skaut
Snorri Jóhannesson grenjaskytta á
Litla-Kroppsmúla í Reykholtsdal
um liðna helgi. Refurinn hafði ver-
ið í aðfangaferð í greni sitt en út úr
kjafti hans taldi Snorri hvorki fleiri
né færri en ellefu mófuglsunga,
einkum stelk og þúfutittling. Snorri
hefur í áratugi unnið við refaveiðar
í uppsveitum Borgarfjarðar. Hann
segir ekki óalgengt að fullorðnar
tófur fari í allt að fjórar svona að-
fangaferðir á sólarhring þegar varp
stendur sem hæst. Fullorðnu dýr-
in í greninu voru tvö og miðað við
sömu afköst hafa þau veitt hátt í 90
unga á sólarhring. Snorri náði báð-
um fullorðnu dýrunum úr greninu
og yrðlingunum sem voru einungis
tveir. Í greningu var svo meðal ann-
ars eyrnamerki úr lambi frá Deild-
artungu, þannig að þessi refafjöl-
skylda hafði farið til veiða handan
Reykjadalsár. Þess má geta að um
helgina var refur á ferð í sumarbú-
staðalandi í Birkihlíð í sömu sveit.
Sá skítamerkti eftir sig í greni-
tré skammt frá einu sumarhúsinu.
Með því móti var hann vafalítið að
helga sér veiðilenduna væri utanað-
komandi hlaupadýr að hætta sér of
nærri.
Venju fremur hefur verið mikið
verið um tófu í uppsveitum Borg-
arfjarðar í sumar, einkum niður í
byggð. Meðal annars hefur refur-
inn gerst aðgangsharður í lambfé.
Nýverið var t.d. refur skotinn á
túni skammt frá Steinum í Staf-
holtstungum þar sem hann hafði
óttalaus verið að veiða sér lömb til
matar. Heimaalningarnir á Hurð-
arbaki hafa sömuleiðis týnt tölunni
að undanförnu af sömu ástæðu.
Rannsóknir
á kostnað veiða
Snorri á Augastöðum segir ljóst
að ref er að fjölga. Hann segir að
í sínum huga sé engu um að kenna
öðru en því að sparað sé til veiða
og grenjavinnslu. „Það skortir að
hið opinbera veiti fjármagni til að
vinna kerfisbundið á fjölgun refs-
ins. Það fara of miklir peningar í
rannsóknir sem litlu eða engu skila
á sama tíma og alltof litlir pening-
ar eru lagðir til sjálfra veiðanna,“
segir hann. „Fræðingarnir segja
að fjölgun refs helgist af fjölgun
á heiðargæs og fýl. Ég hef reynd-
ar aldrei séð þær tegundir í refsk-
jafti hér. Að mínu mati er fjölgun-
in að stórum hluta vegna skipu-
lagsleysis við veiðar og friðunar á
stórum svæðum eins og til dæm-
is vestur á Hornströndum. Þá hef-
ur verið áberandi áhugaleysi sumra
sveitastjórnarmanna fyrir nauð-
syn þess að stunda veiðar. Áróð-
ur rannsakenda um að veiðar séu
gagnslausar virðist einnig hafa haft
áhrif, en þeir hafa haldið því fram
að nær væri að nota fjármunina til
rannsókna en veiða. Þeir hógvær-
ustu í þeirra hópi segja veiðar til-
gangslausar án þess að rannsókn-
ir séu framkvæmdar samhliða. Ég
gæti í löngu máli fjallað um hverju
rannsóknir á ref og mink hafa skil-
að okkur veiðimönnum, en í stuttu
máli er það engu,“ segir Snorri Jó-
hannesson. mm
Refurinn aðgangsharður í mófuglavarpinu
Tófa sem Snorri skaut á Litla-Kroppsmúla um liðna helgi. Ellefu mófuglsungar
voru í kjafti hennar. Ljósm. Snorri Jóhannesson.
Vökva sumarblómin
á hverjum degi
Þegar þurrt er í veðri er nauðsyn-
legt að vökva viðkvæman gróður
reglulega. Undanfarnar vikur hefur
það einmitt verið sérlega brýnt þar
sem úrkomudaga má telja á fingr-
um annarrar handar í allt sumar.
Edgar Skaale er starfsmaður garð-
yrkjudeildar Akraneskaupstaðar.
Var hann að vökva sumarblómin á
horni Merkigerðis og Kirkjubrautar
á Akranesi síðastliðinn mánudags-
morgun þegar ljósmyndari Skessu-
horns átti leið hjá. Vandað var til
verksins og margar garðkönnur
af vatni sem sumarblómin fengu
til að getað tekið brosandi á móti
geislum enn eins sólardagsins.
mm
Ert Þú í áskrift?
Sími 433 5500
www.skessuhorn.is