Skessuhorn - 26.06.2019, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201912
Síðastliðinn laugardag var stór dagur
fyrir íbúa og sveitarfélög á Snæfells-
nesi. Í félagsheimilinu Breiðabliki í
Eyja- og Miklaholtshreppi var form-
lega opnuð ný gestastofa og upplýs-
ingamiðstöð fyrir ferðamenn. Gesta-
stofan er á vegum Svæðisgarðs-
ins Snæfellsness og þannig samein-
ast sveitarfélögin fimm á Snæfells-
nesi og atvinnulífið um rekstur henn-
ar. Gestastofan Breiðabliki er hugs-
uð sem gátt ferðafólks inn á svæðið,
bæði sem áningarstaður og þar get-
ur ferðafólk nálgast allar helstu upp-
lýsingar áður en haldið er í ferð um
svæðið. Í Breiðabliki er hreinlætis-
aðstaða opin allan sólarhringinn og
auk þess er bensínsjálfsali á hlaðinu
sem og veitingavagn. Á daginn verð-
ur upplýsingamiðstöð opin og ráð-
gert að þar verði auk þess markað-
ur. Töluvert hefur verið lagt í endur-
bætur á félagsheimilinu sem er í eigu
Eyja- og Miklaholtshrepps. Að sögn
Eggerts Kjartanssonar oddvita fékkst
frá Byggðastofnun 25 milljóna króna
styrkur út á skilgreininguna brot-
hættar byggðir, sem sunnanvert Snæ-
fellsnes fellur undir, og var þessi rík-
isstyrkur lagður í endurbætur á hús-
inu. Auk starfsemi gestastofu verð-
ur Svæðisgarðurinn Snæfellsnes með
fundaaðstöðu í húsinu auk þess sem
hreppsskrifstofa Eyja- og Mikla-
holtshrepps verður þar. Áfram mun
Breiðablik engu að síður þjóna íbúum
sem félagsheimili sveitarinnar.
Opnun listsýningar
Mikill fjöldi gesta var við opnun gesta-
stofunnar og skýrist fjöldinn af að á
sama tíma var formleg opnun listsýn-
ingarinnar „Nr 3 - Umhverfing“. Á
sýningunni er að finna verk eftir sjö
tugi listamanna sem allir eiga ræt-
ur eða tengingu við Snæfellsnes. Það
sem gerir sýninguna óvenjulega er að
sýningarstaðirnir eru fimmtán talsins
víðsvegar um Snæfellsnes. Allar nán-
ari upplýsingar um sýnendur, sýn-
ingarstaði og verk þeirra er að finna í
bók sem gefin var út um sýninguna og
verður meðal annars hægt að nálgast
hana í Breiðabliki, Pakkhúsinu Ólafs-
vík og Norska húsinu í Stykkishólmi.
Fjölmargir ávörpuðu gesti á lau-
gardaginn. Þeirra á meðal Elísa-
bet Haraldsdóttir menningarfull-
trúi Vesturlands sem þarna fylgdi
úr hlaði síðasta verkefni sínu í star-
fi. Hún fyllti sjö tugi í síðustu viku
og lætur af störfum hjá SSV nú í vi-
kunni. Þá ávarpaði Ásmundur Einar
Daðason félagsmálaráðherra samko-
muna og flutti kveðju Sigurðar Inga
Jóhannssonar ráðherra byggðamála í
ljósi þess stuðnings sem Byggðastof-
nun veitti endurbótum á Breiðabliki.
Björg Ágústsdóttir formaður stjórnar
Svæðisgarðsins ávarpaði samkomuna
sem og listakonurnar sem standa að
Umhverfingu. Karlakórinn Heiðbjört
söng auk þess nokkur lög.
Heiti sýningarinnar Nr. 3 Umh-
verfing vísar til að hún flakkar í kring-
um landið og er afmarkaður landsh-
luti undir hverju sinni, að þessu sinni
Snæfellsnes og er þetta stærsta Umh-
verfingin til þessa. Verkefnið er sam-
starf Akademíu skynjunarinnar, un-
dir stjórn sýningarstjóranna Rag-
nhildar Stefánsdóttur, Önnu Eyjólfs
og Þórdísar Öldu Sigurðardóttur,
auk Svæðisgarðsins Snæfellssnes. Í
Breiðabliki er hægt að nálgast upplýs-
ingar um sýnendur, sýningarstaði og
leggja drög að skemmtilegu ferðal-
agi um Snæfellsnes þar sem hægt er
að tvinna saman náttúrulífsskoðun
og að njóta myndlistar. Ragnheiður
Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
Svæðisgarðsins var að vonum ánægð
með laugardaginn. Fagnaði hún
þessum tvöfalda áfanga í starfsemi
Svæðisgarðsins; opnun gestastofu og
stærstu listsýningu sem haldin hefur
verið á svæðinu. Það væri stór áfangi
að hafa opnað myndarlega gestastofu
og ánægjulegt að sveitarfélög á Snæ-
fellnesi og atvinnulífið hafi tekið hön-
dum saman um verkefnið. Þá sagði
hún sýninguna Nr 3 Umhverfing vera
afar ánægjulegt verkefni. Hún sýndi
svo ekki væri um villst að Snæfellsnes
hefði alið af sér stóran og öflugan hóp
listafólks sem sannarlega væri sómi af.
Eftir formlega opnun sýningarinnar
var haldið í rútuferð um svæðið í ein-
muna blíðu þar sem skoðaðir verða
snæfellskir áfangastaðir, nokkurs ko-
nar brot af því besta með áherslu á
þjónustu, náttúru, sögu og myndlist.
Eins og áður segir er ástæða til
að hvetja lesendur til að kynna sér
sýninguna Nr. 3 Umhverfing sem
opin verður fram í byrjun septem-
bermánaðar. Upplagt er að slá saman
ökuferð um Snæfellsnes og skoða um
leið list sem öll á rætur sínar á svæðið.
mm
Opnun gestastofu og stórsýningar slegið saman
Gestir í biðröð að ná sér í súpu sem boðið var uppá.
Segja má að félagsheimilið Breiðablik sé nú fullnýtt. Þar er salernisaðstaða opin
allan sólarhringinn, upplýsingamiðstöð ferðafólks, skrifstofa Svæðisgarðsins og
hreppsskrifstofa Eyja- og Miklaholtshrepps. Snæfellsnes skartaði sínu fegursta á
opnunardaginn.
Ragnhildur Sigurðardóttir og Elísabet Haraldsdóttir ásamt listakonunum frá Akademíu skynjunarinnar, þeim Ragnhildi
Stefánsdóttur, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur og Önnu Eyjólfs.
Katharina Kotschote við afgreiðslu í upplýsingamiðstöð gestastofunnar.
Fjölmenni var við opnun sýningarinnar og opnun Gestastofunnar. Á gólfi salarins
í samkomuhúsinu hefur verið komið upp korti sem markar útlínur Snæfellness. Á
veggjum hanga uppi kynningar á listafólkinu sem sýnir á sýningunni.
Þrír af fimm sveitarstjórum sem standa að Svæðisgarðinum. F.v. Jakob frá Styk-
kishólmi, Björg úr Grundarfirði og Eggert oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps.
Með opnun listsýningarinnar fylgir
Elísabet Haraldsdóttir úr hlaði síðasta
verkefni sínu sem Menningarfulltrúi
Vesturlands. Hún lætur af störfum hjá
SSV í þessari viku, en hún hefur stýrt
menningarmálum í landshlutanum
undanfarin 13 ár.
Sigursteinn Sigurðsson arkitekt og Ragnhildur Sigurðardóttir á Álftavatni.
Hluti gesta á hátíðinni.
Karlakórinn Heiðbjört tók nokkur lög undir stjórn Hólmfríðar Friðjónsdóttur.