Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Side 19

Skessuhorn - 26.06.2019, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 2019 19 Konur í Kvenfélagasambandi Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu hitt- ust að venju á 19. júní til að gera sér glaðan dag og halda uppá kven- nréttindadaginn. Að þessu sinni sáu konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur um boðið. Buðu þær upp á ljúffeng- an mat og drykk í Safnaðarheimili Ólafsvíkurkirkju þangað sem á milli fimmtíu og sextíu konur frá kven- félögum innan sambandsins mættu. Margt var gert sér til skemmt- unar en þrír nemendur Tónlistar- skóla Snæfellsbæjar, þau Ísey Fann- arsdóttir, Jenný Lind Samúelsdótt- ir og Magnús Guðni Emanúelsson, sungu við undirleik tónlistarkenn- ara síns Nönnu Aðalheiðar Þórðar- dóttur. Vöktu þau mikla lukku og frábærir krakkar þarna á ferð. Meira var sungið og Þórhildur Pálsdóttir úr Kvenfélaginu Hringnum í Stykk- ishólmi söng við undirleik Nönnu Aðalheiðar Þórðardóttur. Elsa Bergmundsdóttir og Svanhildur Pálsdóttir úr Kvenfélagi Ólafsvíkur sögðu skemmtilegar sögur úr eigin reynslubanka. Svanhildur Jónsdóttir frá kvenfélaginu Hringnum í Stykk- ishólmi las einnig upp skemmtisög- ur ásamt því að Sólrún Guðjóns- dóttir frá Kvenfélaginu Gleym mér ey í Grundarfirði fræddi okkur um Kvenfélagasambandið. Eftir að hafa átt skemmtilega stund í Safn- aðarheimilinu skelltu konurnar sér út í myndatöku á tröppum kirkj- unnar áður en þær héldu af stað í skoðunarferð. Var ferðinni heitið í Gallerí Jökul sem er nýtt gallerí í Snæfellsbæ sem opnað var í vor. þa Snæfellskar kvenfélagskonur skemmtu sér saman Föstudagskvöldið 21. júní síðastlið- ið voru fjölmargir sem fóru í kvöld- göngu enda sólin að setjast í seinna lagi á þessum lengsta degi ársins. Stór hópur fólks gekk á Snæfellsjök- ul enda fáir staðir betri til að njóta sólsetursins en uppi á toppi jökuls- ins. Fréttaritari Skessuhorns þáði þó far með snjótroðara upp á topp en fyrirtækið Snæfellsnes Excur- sions var með skipulagða ferð til að njóta sumarsólstöðunnar á þessum hæsta tindi Snæfellsnesfjallgarðs- ins. Aðstæður voru allar eins og best verður á kosið. Veður var milt og skýjafarið stórbrotið þar sem nyrðri hluti Snæfellsness var und- Séð yfir jökulinn í vesturátt. Fjölmargir lögðu leið sína á Snæfellsjökul um sumarsólstöður Sólin dansar yfir sjóndeildarhringnum fyrir dolfallna áhorfendur. Hjalti Allan Sverrisson hjá Snæfellsnes Excursions er áberandi á þessari mynd með hendurnar útréttar og eflaust að segja fólki sögur sem tengjast jöklinum. ir skýjahulu en syðri hlutinn heið- skýr. Skýjabakkinn var svo að reyna að læða sér niður í Staðarsveitina og Breiðuvík en án árangurs. Ferða- langar á toppi jökulsins fylgdust svo með þessu sjónarspili er þeir horfðu niður á skýin og á móti sólinni þar sem hún skreið eftir sjóndeildar- hringnum yfir Vestfjörðum. Þó að það hafi verið kalt á toppnum þá var þetta algjörlega þess virði enda magnað sjónarspil. tfk SK ES SU H O R N 2 01 9 Opið hús / kynningafundur vegna fyrirhugaðra breytinga á skipulagi verður föstudaginn 28. júní frá kl. 12:00 til 16:00 á 1. hæð að Stillholti 16-18. Breyting á Deiliskipulagi Skógarhverfis 2. áfangi Breytingin felst í að fella niður nyrsta hluta svæðisins. Breyting á Deiliskipulagi Garðalundar Breytingin felst í að breyta skipulagsmörkum skipulagsins. Eftir Kynningu (Opið hús) á ofangreindum skipulagsbreytingum (skipulagsgögnum) verða þau lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athugasemdir við þær vera að minnsta kosti 6 vikur. Sviðstjóri skipulags og umhverfissviðs Opið hús / kynningarfundur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.