Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Síða 23

Skessuhorn - 26.06.2019, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 2019 23 Í Álfholtsskógi kom fólk saman á laugardagskvöldinu og söng og hafði gaman. Ljósm. Ása Líndal Hinriksdóttir. Hvalfjarðardagar í blíðskaparveðri um liðna helgi Hvalfjarðardagar voru haldnir hátíðlegir um liðna helgi í blíð- skaparveðri. Að sögn Ásu Líndal Hinriksdóttur, félagsmála- og frístundafulltrúa, var hátíðin mjög vel heppnuð og fjölmenni lagði leið sína á þá viðburði sem í boði voru. Dagskráin var fjöl- breytt en mest áhersla var lögð á laugardaginn. Á föstudags- kvöldinu var gestum boðið í heimsókn á Laxárbakka og var að sögn Ásu virkilega góður matur og skemmtileg stemning sem myndaðist þar. Á laugardeginum voru margir sem byrjuðu dag- inn á dögurði á Hótel Glym. Þá var Líf í lundi í Álfholtsskógi mjög vel heppnað skemmt- un og mættu á annað hundrað manns þangað. Þar höfu víking- ar sett upp búðir og sýndu gestum m.a. handbragðið við tálgun og bogfimi og stóð gestum til boða að spreyta sig aðeins. Á Þórisstöðum var vel mætt á sveitamarkað og í Melahverfinu myndaðist góð stemning þar sem boðið var upp á fjölbreytta fjölskylduskemmtun. Nokkrir íbúar tóku sig saman og grill- uðu um kvöldið áður en haldið var aftur upp í Álfholtsskóg þar sem var sungið og spjallað fram eftir kvöldi. „Sundlaugin og Hernámssetið að Hlöðum var opið alla helgina og þar var líka margt um manninn. Á heildina litið var hátíðin vel sótt og fólk almennt ánægt með þessa nýju dagsetningu,“ segir Ása. arg Þessi vel skreytta rúlla gladdi gesti sem óku framhjá Kalastöðum. Ljósm. mm Brynjar Sigurðsson stóð vaktina við grillið á Laxárbakka á föstudagskvöldinu. Ljósm. mm Skemmtileg stemning myndaðist á Laxárbakka yfir kvöldverði á föstudagskvöldinu. Ljósm. mm. Þessi ungi maður fékk smá kennslu í bogfimi í Álfholtsskógi. Ljósm. arg. Teymt var undir börnum á fjölskylduskemmtun í Melahverfi. Ljósm. arg. Í Álfholtsskógi var m.a. boðið upp á að grilla brauð og sykurpúða á trjágreinum yfir eldi í gamalli tromlu úr þvottavél. Ljósm. es Hoppukastalar í Melahverfi vöktu mikla lukku. QLjósm. es Settur var upp dýragarður í Melahverfi. Ljósm. arg. Grísir grófu smá holu í gerðinu sínu. Ljósm. arg. gamla dráttarvél og bílar voru til sýnis á planinu við stjórnsýslu- húsið. Ljósm. arg. Þessi káta stelpa var glöð með hoppukastalana. Ljósm. arg. Froðurennibraut var sett upp í Melahverfi. Ljósm. arg.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.