Skessuhorn


Skessuhorn - 26.06.2019, Side 24

Skessuhorn - 26.06.2019, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 26. JúNÍ 201924 Sumarblíða á Vesturlandi Tíðindafólk Skessuhorns hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og vikur bæði í fréttaleit en einnig til að njóta veðurblíðunnar. Teknar eru myndir á ýmsum stöðum og við ólík tækifæri. Hér er brot af þeim. Einn þekktasti staður til myndatöku á öllu Vesturlandi er Kirkjufellsfoss og samnefnt fjall. Þar var fjölmenni á laugardaginn eins og raunar alla aðra daga. Ljósm. gó. Ferðafólk naut kvöldkyrrðarinnar síðastliðið laugardagskvöld á Djúpalónssandi. Ljósm. mm. Víkingur AK og Bjarni Ólafsson AK í heimahöfn á Akranesi. Ljósm. mm. Skemmtiferðaskipið Fram kemur nokkrar ferðir til landsins í sumar. Hér er skipið í Stykkishólmshöfn. Ljósm. sá. Aðkoman að Sjóminjasafninu á Hellissandi er orðin sérlega snyrtileg eins og sjá má á þessari mynd. Ljósm. mm. Margir húsveggir á Hellissandi eru nú skreyttir vegglist. Þar er spennistöð Rarik ekki undanskilin. Ljósm. mm. Lognið á sér mörg nöfn í Grundarfirði. Heimamenn segja líka að þar sé lögheimili þess. Ljósm. mm. Við Kirkjufellsfoss í Grundarfirði. Ljósm. mm. Stuð hjá starfsfólki og börnum á leikskólanum Akraseli sem hér eru að fylgjast með skrúðgöngu í upphafi Norðurálsmóts í knattspyrnu. Ljósm. svg. Lagið tekið í skógardegi í Reykholti á laugardaginn. Ljósm. Josefine Morell. Guðlaug á Langasandi hefur slegið í gegn í sumar og þangað flykkist fólk víðsvegar að til að lauga sig, busla í sjónum og sleikja sólina. Ljósm. mm. Fjölmargir heimsækja Kraumu við Deildartunguhver. Hér njóta gestir verunnar. Ljósm. mm. Tjaldgestir í Húsafelli í Borgarfirði á góðum degi. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.