Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 2019 5
„Ég ætla ekki að draga dul á að-
dáun mína á Flatey, hún er einhver
mesti innblástursstaður sem ég hef
komið á. Bara að dvelja þar er ávís-
un á hugmyndir og skapandi hugs-
un,“ segir Jakob Frímann Magnús-
son í samtali við Skessuhorn. Hann
hefur sent sveitarstjórn Reykhóla-
hrepps erindi, þar sem óskað er eft-
ir heimild til að byggja hljóðver í
Flatey. Sveitarstjórn vísaði málinu
til skipulags-, húsnæðis og hafnar-
nefndar.
„Ég hreyfði þessari hugmynd
aðeins núna í sumar og heyrði á
heimamönnum í eynni að hún
hugnaðist þeim. Það er það sem ég
er núna að leggja fyrir sveitarstjór-
nina, að koma upp slíkum vinnu-
stað þar sem menn gætu komið og
gengið til góðra og skapandi verka
í Flatey,“ segir Jakob, sem telur víst
að tónlistarmenn muni sækjast eftir
því að fá að dvelja í eynni við tón-
listarsköpun. „Ég held að yrði mikil
eftirspurn eftir slíku og þá er ég að
hugsa bæði um innlenda og erlenda
listamenn, að komast í kyrrð og ró
þar sem lögmál hefðbundins tíma
og rúms virðast með öðrum hætti
en við eigum að venjast,“ segir Jak-
ob sem vonast til að hugmyndin
hljóti brautargengi og hljóðver geti
risið í Flatey.
„Það myndi bara gera lífið enn
skemmtilegra á eyjunni að fá svona
skapandi fólk til að koma og sinna
störfum sínum. Auðvitað er fullt
af skapandi fólki í eyjunni á hverju
sumri. Margir hafa komið þangað
bæði til að yrkja og skrifa og jafn-
vel semja lög. En að geta farið og
unnið tónlist markvisst í hljóðveri
er auðvitað nútímalegi hátturinn á
hlutunum,“ segir hann. „Hugsanir
og orð eru til alls fyrst, en svo skul-
um við vonast til þess að þetta muni
hlutgerast í fallegu og hljómprúðu
umhverfi Flateyjar.“
kgk
Vill reisa hljóðver í Flatey
Flatey á Breiðafirði. Ljósm. úr safni.
Jakob Frímann Magnússon.
Ljósm. Hringbraut.
BORGARNES
SELFOSS
AKUREYRI
SAUÐÁRKRÓKUR
REYÐARFJÖRÐUR
ÍSAFJÖRÐUR
Fjórða iðnbyltingin!
Fimmtudaginn 5. september kl. 9.00–13.30
verður haldin ráðstefna um fjórðu
iðnbyltinguna samtímis á sex stöðum á
Taktu þátt og skráðu þig! Nánari upplýsingar
á www.nmi.is.
Nýir straumar – tækifæri dreifðra byggða
www.smaprent rent@smaprent
FATNAÐUR FRÁ 250 KR
LEIKFÖNG FRÁ 50 KR
OUTLET - MARKAÐUR
Laugardaginn 7. sept. frá kl. 11-17
Dalbraut 16, Akranesi