Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 2019 27 Víkingur Ó. og Fram gerðu marka- laust jafntefli þegar liðin mættust í 19. umferð Inkasso deildar karla í knattspyrnu. Leikið var á Fram- velli á föstudagskvöld. Leikurinn fór fremur rólega af stað en þegar leið á fyrri hálfleikinn voru það Ólafs- víkingar sem sköpuðu sér hættulegri færi. Guðmundur Magnússon átti gott skot að marki á 35. mínútu úr teignum en Hlynur Örn Hlöðvers- son í marki Fram varði vel. Guð- mundur var aftur á ferðinni stuttu síðar úr ennþá betra færi en aftur varði Hlynur frá honum. Heima- menn áttu síðan gott skot að marki úr aukaspyrnu seint í fyrri hálfleik en Franko Lalic varði glæsilega í marki Ólsara. Mikill hiti var í leikmönnum í upphafi síðari hálfleiks en lítið um opin marktækifæri. Eftir því sem leið á fengu þó bæði lið sín tækifæri til að skora. Framarinn Fred Saraiva skaut yfir úr góðu færi á 68. mínútu og Guðmundur var síðan nálægt því að koma Víkingi yfir með lag- legri bakfallsspyrnu. Seint í leikn- um komst Grétar Snær Gunnars- son einn í gegn en Hlynur varði frá honum. Í næstu sókn létu leikmenn Víkings skotin dynja á marki Fram- ara en inn vildi boltinn ekki. Hlynur varði trekk í trekk og bjargaði stigi fyrir heimamenn. Víkingur Ó. situr í 6. sæti deildar- innar með 28 stig, þremur stigum á eftir Keflavík en stigi á undan Fram. Næsti leikur Ólafsvíkinga er heima- leikur gegn Magna sunnudaginn 8. september. kgk/ Ljósm. úr safni/ þa. Káramenn eru nánast alveg öruggir með sæti sitt í 2. deild karla í knatt- spyrnu eftir að liðið vann góðan 1-3 útisigur á KFG á föstudag. Andri Júlíusson kom Káramönn- um yfir strax á 4. mínútu leiksins en pétur Árni Hauksson jafnaði fyrir heimamenn á 18. mínútu og stað- an var jöfn í hálfleik, 1-1. Snemma í síðari hálfleik skoraði Árni Þór Árnason og kom Káramönnum yfir. Það var síðan fyrirliðinn Andri Júlíusson sem innsiglaði sigur Kára á 79. mínútu leiksins. Lokatölur 1-3. Úrslit leiksins gera það að verk- um að Káramenn eru nánast búnir að tryggja sæti sitt í 2. deild karla í knattspyrnu að ári. Þeir hafa 24 stig í 9. sæti, jafn mörg og Fjarðabyggð í sætinu fyrir ofan og Völsungur í sætinu fyrir neðan. Kári hefur heldur betur snúið við taflinu eftir erfitt gengi fram- an af móti. Liðið hefur fengið 13 stig úr síðustu sex leikjum er núna níu stigum á undan KFG, sem sit- ur í fallsæti, þegar þrír leikir eru eftir í mótinu. Enn fremur hefur Kári betri markatölu sem nemur 14 mörkum. Það eru því yfirgnæf- andi líkur á að Kári haldi sæti sínu í deildinni. Næsti leikur Kára er heimaleikur gegn Leikni F., sem leikinn verður í Akraneshöllinni sunnudaginn 8. september. kgk/ Ljósm. Knattspyrnufélag Kára. Síðastliðinn fimmtudag voru þjálf- arar frá Knattspyrnusambandi Ís- lands á ferðinni um Snæfellsnes. Þar var um að ræða grasrótarverk- efni KSÍ; Komdu í fótbolta, sem er í umsjón Siguróla Kristjánsson- ar. Krakkarnir voru hvattir til að stunda knattspyrnu með áherslu á að fótbolti á að vera skemmtileg- ur. Siguróli þjálfari var aðeins með tvær reglur á æfingunni en þær voru í fyrsta lagi að hafa gaman og í öðru lagi að það er leyfilegt að gera mistök. Frábær mæting var á æfing- arnar og vonandi hefur þetta eflt knattpyrnuáhuga á þessum stöðum. Krakkarnir voru svo leystir út með glaðningi að æfingu lokinni. tfk Borgnesingar eru fallnir úr 3. deild karla í knattspyrnu eftir 1-4 tap gegn Hetti/Hugin þegar liðin mættust í 19. umferð á laugardag- inn. Leikurinn fór fram á Skalla- grímsvelli í Borgarnesi. Ivan Bubalo kom gestunum að norðan yfir strax á 8. mínútu leiks- ins og hann bætti öðru marki við á 38. mínútu. Cristofer Rolin minnk- aði muninn fyrir Skallagrím á 43. mínútu en á lokamínútu fyrri hálf- leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Ivan fór á punktinn, skoraði þriðja mark gestanna og var þar með kom- inn með þrennu í fyrri hálfleik. Það var síðan Knut Erik Myklebust sem innsiglaði 1-4 sigur Hattar/Hug- ins á 54. mínútu. Helst tíðinda það sem eftir lifði leiks var þegar Þórði Elí Þorvaldssyni var vikið af velli á lokamínútu leiksins og Skallagríms- menn því manni færri lokaandartök leiksins. Borgnesingar sitja í botnsæti deildarinnar með sex stig og eru fallnir. Ellefu stig eru upp úr falls- ætunum en aðeins þrír leikir eftir í mótinu og örlög Skallagríms því ráðin. Næst leikur liðið gegn Kór- drengjunum á útivelli laugardaginn 7. september. kgk/ Ljósm. glh. Skagamenn máttu sætta sig við 2-0 tap gegn erkifjendunum í KR þeg- ar liðin mættust í 19. umferð pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Leikið var í Reykjavík á sunnudag. KR-ingar stjórnuðu ferðinni í fyrri hálfleik, héldu boltanum vel og ógnuðu marki ÍA án þess þó að skapa sér nein alvöru marktækifæri. Skagamenn lágu til baka og freist- uðu þess að sækja hratt þegar færi gafst. Á 35. mínútu fengu KR-ing- ar aukaspyrnu skammt utan teigs. pálmi Rafn pálmason rúllaði bolt- anum til hliðar á Óskar Örn Hauks- son sem skoraði með þrumuskoti neðst í nærhornið. Litlu munaði að Skagamenn jöfnuðu metin úr auka- spyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks en skot Tryggva Hrafns Haralds- sonar smaug rétt framhjá markinu. Skagamenn lágu til baka framan af fyrri hálfleik og virkuðu ekki lík- legir til afreka. Eftir tvær breyting- ar eftir rúmlega klukkustundar leik lifnaði þó yfir leik ÍA. Þeir fækkuðu í vörninni og freistuðu þess að jafna metin. Á 74. mínútu fengu Skaga- menn heldur betur tækifæri til að skora. Stefán Teitur Þórðarson átti langt innkast sem Marcus Johans- son skallaði að marki. Beitir Ólafs- son var illa staðsettur í marki KR og mátti hafa sig allan við að verja. Boltinn barst á Steinar Þorsteins- son sem skaut að marki en KR- ingar komust fyrir skotið. Boltinn barst þá á Viktor Jónsson sem skaut yfir markið og heimamenn sluppu heldur betur með skrekkinn. KR-ingar innsigluðu síðan sigur- inn á 87. mínútu. Kristinn Jónsson vann boltann fyrir utan teig Skaga- manna og þrumaði honum í þver- slána og inn. Leiknum lauk því með 2-0 sigri KR. ÍA situr í 8. sæti deildarinn- ar með 25 stig, rétt eins og Val- ur, HK og Víkingur R. í sætunum fyrir ofan og Fylkir í sætinu fyr- ir neðan. Næst leika Skagamenn gegn Grindvíkingum sunnudaginn 15. september. Sá leikur fer fram á Akranesi. kgk/ Ljósm. úr safni/ gbh. Hópurinn var glaðbeittur þegar kom að myndatökunni. KSÍ á ferð um landið Moli þjálfari er hér að impra á reglunum tveimur við yngstu iðkendurnar á Grundarfjarðarvelli. Inn vildi boltinn ekki Töpuðu gegn erkifjendunum Káramenn nánast öruggir Skallagrímsmenn fallnir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.