Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 201918 Hljómsveitin Grasasnar gaf um miðjan ágúst út plötuna Til í tusk- ið. Um er að ræða vínylútgáfu með tíu lögum en einnig er hægt að hlýða á plötuna á tónlistarveitunni Spotify. Upphaflega kom út geisladiskur- inn Til í tuskið árið 2012. Næstu ár voru tekin upp fleiri lög en síðan kviknaði sú hugmynd í ársbyrjun að gefa Til í tuskið út á vínylplötu. Við þá útgáfu hefur verið bætt fjórum lögum auk þeirra sem áður höfðu komið út á geisladisk. „Okkur Gra- sösnum finnst að þessi vínylútgáfa sýni vel og rammi inn tónlistarlega umgjörð sveitarinnar. Erum voða stoltir af þessu öllu saman,“ segir á Facebook-síðu Grasasna. Hljómsveitina Grasasna skipa í dag þeir Steinar Berg Ísleifsson í Fossatúni sem syngur og leikur á kassagítar. Sigurþór Kristjánsson í Borgarnesi annast trommuleik auk þess að syngja, Halldór Hólm Kristjánsson í Borgarnesi leikur á bassa og syngur og Sigurður Bach- mann Sigurðsson á Akranesi annast bæði raf- og kassagítarleik. kgk „Komið hefur í ljós að sú aðgerð að leggja niður kjararáð hefur valdið launaskriði hjá þeim hæstlaunuðu hjá ríkinu,“ segir í ályktun mið- stjórnar ASÍ. „Það var engin um- ræða um sanngjörn laun í tengslum við þá aðgerð. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart. Á meðan við leggj- um ekki skýrar línur í þessum mál- um skiptir engu máli hverjir ákveða launin. Einföld aðgerð eins og að breyta því hverjir ákveða laun þeirra launahæstu skilar engu rétt- læti í sjálfu sér án skýrra reglna um launaákvarðanir. Tilhneigingin er alltaf sú að þeir sem hafa meira fá meira og þeir sem minna hafa fá minna.“ Þá segir í ályktun ASÍ að löngu tímabært sé að móta skýra og sann- gjarna launastefnu hjá ríkinu og í stjórnum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka. „Festa þarf í lög að fyrirtæki geri grein fyrir launabili í ársreikningum og stjórnvöld þurfa að setja skýra launastefnu þar sem til- greint er hvert launabilið megi vera á milli þeirra hæst launuðu og lægst launuðu. Við þurfum að bregðast við þeirri móðgun og augljósu stétta- skiptingu sem birtist okkur í hvert sinn sem skattskrár eru gerðar opin- berar. Það er ekki nóg að fordæma ofurlaun einu sinni á ári án þess að aðhafast nokkuð. Það er kominn tími til aðgerða.“ mm Nýlega setti Orkubú Vestfjarð- ar upp hleðslustöð fyrir rafbíla í Bjarkalundi í Reykhólasveit. Fram kemur á heimasíðu Reykhóla- hrepps að Orkubúið rekur nú fjór- ar hleðslustöðvar, hinar þrjár eru á Hólmavík, Reykjanesi og patreks- firði. Einnig stendur til að setja upp hleðslustöð í Flókalundi eftir því sem fram kemur í fréttinni. glh Guðlaug H. Kristjánsdóttir varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum þegar skotið var á kött- inn hennar. Hún hafði leitað að kettinum sínum í tvo og hálfan sól- arhring í nágrenni Lauga í Sælings- dal, en þar hafði Guðlaug sumar- dvöl á meðan hún starfaði á hótel- inu. „Ég fann hann út í kjarri, ör- skammt vestur af hótelinu. Hann gat illa hreyft sig, borðaði ekki og var greinilega mjög þjáður. Þetta var að kvöldi 20. ágúst og ég fór með hann heim til Reykjavíkur daginn eftir. pantaður var tími hjá dýralækni 22. ágúst,“ segir Guð- laug. Hún þurfti að snúa aftur að Laugum til vinnu og fól dóttur sinni að fara með köttinn í lækn- istímann. Í þann tíma komst hann hins vegar aldrei því sama dag ,að kvöldi 21. ágúst, hafði dregið svo af kisa að dóttir Guðlaugar sá þann kost einan að fara þegar í stað með hann á neyðarþjónustu dýralæknis. „Þar var hann skoðaður, fór í myndatöku og þá kom í ljós að það hafði verið skotið á hann,“ segir Guðlaug. „Fjarlægð hafa verið úr honum tvö högl, eitt úr afturfæti og annað úr höfðinu við eyrað. Tvö högl til viðbótar eru í skotti katt- arins,“ segir hún. Kötturinn hef- ur verið undir höndum dýralæknis síðan þá. Guðlaug segir að nú sé verið að meta framhaldið, en lík- ast til er þörf á annarri aðgerð. „Ég er afar þakklát fyrir alla aðstoðina sem kötturinn hefur fengið á Dýra- læknastofu Reykjavíkur. Það var lán í óláni að höglin hæfðu ekki mikilvæg líffæri, eins og hjarta eða lunga, þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum,“ segir hún. Aðspurð telur Guðrún að atvik- ið hafi átt sér stað helgina 17.-18. ágúst. Frá því í ljós kom að skotið hafi verið á köttinn kveðst Guðlaug hafa ráðfært sig við ýmsa aðila. „Ég er búin að ræða við marga og aflað mér upplýsinga. Ég fór með hagl sem tekið var úr kettinum í veiði- búð og fékk þær upplýsingar að því hefði verið skotið úr .22 kalíbera byssu, sem væri notuð til að hæfa skotmörk í 3-5 metra fjarlægð,“ segir hún. „Mér þykir svolítið ógn- vænlegt að vita til þess að fólk sé með byssur við Laugar, þar sem eru bæði íbúðarhús, hótel og tjald- svæði. Hvað í veröldinni er fólk að gera með skotvopn þarna? Hvað gengur fólki til,“ spyr hún. Guðlaug segir þessa lífsreynslu hafa tekið á og auðvitað ekki síst fyrir köttinn sem hafi þurft að berj- ast fyrir líf sínu. „Hann hefur það aðeins betra núna eftir aðgerð en er á verkjalyfjum á meðan metið er hvort hægt verði að fjarlægja högl- in úr skottinu,“ segir Guðlaug og bætir því við að lokum að málið hafi verið tilkynnt lögreglu. Biðlar hún til hvers sem kann að geta varpað ljósi á málið að hafa samband við Lögregluna á Vesturlandi. kgk/ Ljósm. aðsendar. peningastefnunefnd Seðlabanka Ís- lands ákvað í liðinni viku að lækka vexti bankans um 0,25%. Megin- vextir bankans, oftast kallaðir stýri- vextir, verða því 3,5% og hafa lækk- að um eitt prósentustig það sem af er þessu ári. Er þetta fyrsta vaxta- ákvörðun sem tekin er frá því Ás- geir Jónsson tók við embætti seðla- bankastjóra. Ný þjóðhagsspá gerir ráð fyrir 0,2% samdrætti í ár sem er lítillega minni samdráttur en spáð var í maí sl. Stafar það einkum af meiri vexti einkaneyslu en framlag utanríkis- viðskipta er einnig hagstæðara, þar sem eftirspurn beinist í meira mæli að innlendri framleiðslu. Vegur það upp á móti meiri samdrætti ferða- þjónustu. Hagvaxtarhorfur næsta árs hafa hins vegar versnað, þar sem útlit er fyrir að það taki ferðaþjón- ustuna lengri tíma að ná sér á strik eftir áföll þessa árs. Verðbólga var 3,4% á öðrum árs- fjórðungi en minnkaði í 3,1% í júlí. Undirliggjandi veðbólga hefur þró- ast með sambærilegum hætti. Horf- ur eru á að hún hjaðni hraðar en spáð var í maí og verði komin undir markmið á fyrri hluta næsta árs. Gengi krónu hefur hækkað um liðlega 2% milli funda og gjaldeyr- ismarkaðurinn verið í ágætu jafn- vægi. Verðbólguvæntingar hafa lækkað í markmið frá síðasta fundi og taumhald peningastefnunnar því aukist lítillega. „peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólgu- væntinga hins vegar,“ segir í yfirlýs- ingu peningastefnunefndar. kgk Guðlaug fór með hagl sem fjarlægt var úr kettinum í veiðibúð og fékk þær upp- lýsingar að það væri af þessari gerð. Skotið á kött við Laugar Eigandanum mjög brugðið og kallar eftir upplýsingum Kötturinn hefur verið í höndum dýralæknis frá því í ljós kom að skotið hafi verið á hann. Hljómsveitarmeðlimir með vínylplötuna. F.v. Halldór Hólm Kristjánsson, Sigurður Bachmann Sigurðsson, Steinar Berg Ísleifs- son og Sigurþór Kristjánsson. Ljósm. Grasasnar. Grasasnar senda frá sér vínylplötu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Ljósm. úr safni. Stýrivextir lækkaðir Móti launaskriði í hópi hæstlaunaðra Nýja hleðslustöðin við Bjarkalund. Ljósm. Reykhólahreppur. Ný hleðslustöð við Bjarkalund

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.