Skessuhorn


Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 04.09.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 4. SEpTEMBER 2019 11 Lýðheilsugöngur í september á Akranesi SK ES SU H O R N 2 01 8 Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri og taka með sér vatn í brúsa. Börn skulu ávallt vera í fylgd með fullorðnum. Miðvikudaginn 4. september Skógarganga í Slögu, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness. Lagt af stað frá Slögu (bílastæðinu við græna gáminn) við Akrafjall kl. 18:00 í Slögunni. Gangan um Slöguna tekur um 1 klukkustund þar sem spjallað verður um sögu skógræktar og möguleika hennar sem útivistar- svæði. Fararstjóri er Katrín Leifsdóttir. Miðvikudaginn 11. september Strandganga. Gangan hefst kl. 18:00 við Leyni, nánar tiltekið við listaverkið „Himnaríki” sem staðsett er rétt innan við Höfða. Gengið verður meðfram ströndinni að tjaldstæðinu við Kalmans- vík. Einhverjir fróðleiksmolar gætu fylgt með á leiðinni og er gert ráð fyrir að gangan taki um 1½ - 2 klukkustundir. Gönguna leiða Anna Bjarnadóttir og Hallbera Jóhannesdóttir. Miðvikudaginn 18. september Rætur Akrafjalls og Reynisrétt. Gangan hefst kl. 18:00 og verður gengið frá bílastæðinu við Akrafjall til suðurs með fjallinu og inn að Reynisrétt og til baka. Á leiðinni verða örnefni svæðisins skoðuð og saga fjallsins hvort sem hún tengist ísaldarjöklinum, útilegumönnum eða frekum tröllskessum. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna og tekur hún um 1½ klukkustund. Gönguna leiðir Eydís Líndal. Miðvikudaginn 25. september Vallanes í landi Hvítaness við Grunnafjörð. Upphaf göngu hjá Vallanesi kl. 18:00. Við mynni Grunnafjarðar er bærinn Hvítanes. Utan og neðan við Hvítanes eru skemmtilegar sandfjörur sem gaman er að ganga um. Grunnifjörður er friðlýstur og sam- þykktur sem Ramsar svæði. Mikið fuglalíf er þarna árið um kring. Genginn verður 3 til 4 km. hringur. Þetta er létt ganga við allra hæfi og tekur 1-1 ½ klst. Gönguna leiða Elís Þór Sigurðsson og Hjördís Hjartardóttir. Fjölmennum og höfum gaman! Nánari upplýsingar hér á www.lydheilsa.fi.is Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands endurtaka leikinn frá síðasta ári og bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund að loknum göngum fyrir göngugarpa. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur fylgst sérstaklega með þró- un útsvarstekna bæjarsjóðs frá því á síðasta ári. Síðastliðið haust lét ný bæjarstjórn gera úttekt á þró- un útsvarstekna aftur í tímann því hún hafði ákveðnar áhyggjur af þróuninni, að sögn bæjarstjóra. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi unnu úttekt á útsvari og þró- un þess, m.t.t. nokkurra þátta, fyr- ir Grundarfjarðarbæ og var niður- staða þeirrar úttektar ekki nógu já- kvæð að mati stjórnenda sveitar- félagsins. Ennfremur kom í ljós að bæjaryfirvöldum reynist erfitt að fá upplýsingar um samsetningu og þróun þessa megintekjustofns sveitarfélagsins. „Bæjarráð hefur síðan fylgst með þróun útsvarsins út frá þeim upplýsingum sem okk- ur eru tiltækar, en við rekum okk- ur á að það eru frekar takmarkað- ar upplýsingar sem veita ekki nógu glögga yfirsýn yfir það hvað er að gerast með útsvarið,“ segir Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri í samtali við Skessuhorn. „Við fáum eina samtölu fyrir greiddar útsvarstekjur í hverjum mánuði. Við berum hana saman við greitt útsvar árið á undan, við fjárhagsáætlun ársins og við breyt- ingar hjá öðrum sveitarfélögum. En við vitum ekkert hvað býr að baki þessari tölu því engin sun- durliðun eða frekari innsýn fyl- gir henni. Ef mikilla frávika gætir í aðra hvora áttina, þá höfum við engar skýringar tiltækar og rekum okkur á að mjög erfitt er að fá þær uppgefnar. Þessu þarf nauðsynle- ga að breyta. Sveitarstjórnir þur- fa að geta stýrt rekstri og fjárfest- ingum með haldbetri upplýsingar í höndum og yfirsýn um þróun úts- varsteknanna,“ segir hún. Neitun ekki rökstudd Útsvar er langstærsti og mikil- vægasti tekjustofn Grundarfjarð- arbæjar, eins og raunar flestra sveitarfélaga í landinu. „Bæjarráð hefur fylgst með þróun útsvars- ins og þegar leið að framlagn- ingu álagningarskrár 2019 spurð- ist ráðið fyrir hjá ríkisskattstjóra hvort hægt væri að fá hana af- henta. Fyrst fengum við þau svör að við þyrftum að hafa samband 19. ágúst, þegar álagningaskráin var lögð fram. Það gerðum við en þá var því svarað til að hún lægi eingöngu frammi á starfsstöðvum ríkisskattstjóra og að ekki sé mælt fyrir um það í lögum um tekju- stofna sveitarfélaga, að sveitar- félag eigi rétt til álagningarskrár. Skráin er ekki lengur afhent sveit- arfélögum, eins og áður var, og ekki heldur aðgengileg hjá sýslu- mannsembættunum, sem eru inn- heimtumenn ríkissjóðs. „Í svari við skriflegri fyrirspurn Grund- arfjarðarbæjar til ríkisskattstjóra er tilkynnt um þá ákvörðun rík- isskattstjóra að afhenda engar álagningarskrár eða aðrar pers- ónugreinarlegar upplýsingar um útsvör (útsvarsskrár) til sveitarfé- laga. Ekki kemur fram rökstuðn- ingur um á hvaða forsendum þessi synjun byggist, en við höfum nú óskað eftir honum. Í svari ríkis- skattstjóra segir að eftir sem áður muni ríkisskattstjóri vinna þær greiningar sem sveitarfélög kunna að óska eftir um álagt útsvar, enda sé um ópersónugreinanlegar nið- urstöður að ræða. Í ljósi þessa höf- um við óskað eftir samtali við rík- isskattstjóra um hvaða upplýsingar hægt sé og eðlilegt að kalla fram, þannig að sveitarstjórnir geti feng- ið haldbetri upplýsingar um þró- un megintekna sinna,“ segir bæj- arstjórinn. Óku á Akranes Til að nálgast upplýsingar um út- svarstekjur ók Björg ásamt starfs- manni Grundarfjarðarbæjar á starfsstöð ríkisskattstjóra á Akra- nesi síðastliðinn mánudag þar sem álagningarskráin lá frammi. „Bæj- arráði finnst þetta prinsippmál. Það er ennþá skylda hvers sveitar- félags að fylgjast með sínum skatt- skilum og í raun og veru alveg galið að við þurfum nú að keyra á Akranes til að fá upplýsingar sem snúa að tekjum í okkar bæj- arfélagi. Þetta gerir okkur veru- lega erfitt fyrir að sinna þessari lagaskyldu okkar og sérkennilegt á tímum mikillar tækniþróunar og aukinnar umhverfisvitundar, þar sem við reynum að sporna við óþarfa akstri,“ segir Björg. „Þar fyrir utan er vert að geta þess að sveitarfélögin í landinu greiða rík- inu samanlagt á annan milljarð króna fyrir að innheimta fyrir sig útsvarið,“ bætir hún við. „Við telj- um óviðunandi að fá ekki yfirlit yfir skattskil og okkar útsvarstekj- ur til skoðunar. Þetta eru megin- tekjur bæjarfélagsins, okkar rekstr- ar- og framkvæmdafé. Það er mik- ilvægt að vita og skilja hvernig út- svarið skilar sér og hvernig það er að þróast til að geta byggt áætlanir á sem gleggstum forsendum,“ seg- ir hún. „Auðvitað er alltaf ákveð- in óvissa í atvinnulífinu, en það hjálpar ekki að vita ekki hverju ákveðnar atvinnugreinar eru að skila á hverjum tíma, þannig að bæjarstjórn hafi puttann á púlsin- um. Það sem við viljum geta les- ið út úr útsvarinu, er hvernig ein- staka atvinnugreinar eru að skila inní heildina – hvernig er sjáv- arútvegurinn að þróast; eru það veiðar eða vinnsla sem er að gefa minna í ár en síðustu ár, hvernig er hin vaxandi atvinnugrein ferða- þjónusta að skila sér inn í útsvar- spottinn, hver er munur milli ára og sveitarfélaga, o.s.fv. Slíkar upp- lýsingar ættu sveitarfélög að fá, án þess að það kosti sérstaka beiðni og eftirávinnslu, eins og var hjá okkur í fyrra. En þetta getum við ekki séð meðan við fáum bara eina tölu í mánuði, enga sundur- liðun og meðan við fáum ekki að skoða eigin álagningarskrá nema sitja með hana í möppu á hnján- um í anddyri starfsstöðvar RSK á Akranesi,“ segir Björg Ágústsdótt- ir að endingu. kgk Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar framan við skrifstofu RSK á Akranesi, þangað sem hún og starfsmaður bæjarins þurftu að aka til að fá að lesa gögn um væntanlegar útsvarstekjur. Synjað um afhendingu álagningarskrár útsvars

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.