Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 4
Það er svo margt sem við eigum að rífast um, eigum að deila um, eigum að karpa um í dagsins önn, en stundum koma þær aðstæður að við hefjum okkur yfir það. Guðni Th. Jóhannesson 6% samdráttur varð í korta- veltu erlendra ferðamanna í janúarmánuði í ár frá því í fyrra. JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU LÚXUSJEPPI MEÐ ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIFI jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LISTAVERÐ FRÁ: 11.490.000 KR. • Leðurklætt aðgerðastýri • Rafdrifin opnun á afturhlera • Íslenskt leiðsögukerfi • Bi-Xenon LED framljós með þvottakerfi • 3.0 V6 250 hö. dísel, 8 gíra sjálfskipting • 570 Nm tog • Hátt og lágt drif • Læsing í afturdrifi • Hlífðarplötur undir vél, kössum og skiptingu • Loftpúðafjöðrun • Fjarlægðaskynjarar að framan og aftan • Blindhornsvörn STAÐALBÚNAÐUR M.A.: REYKJAVÍK Fasteignaþróunarráð- stefnan MIPIM er ein sú stærsta sinnar tegundar í veröldinni. Hún fer fram í sólarparadísinni Cannes í Frakklandi og sækja um 25 þúsund manns hátíðina. Fjölmargar borgir vekja þar athygli á áhugaverðum fasteigna- verkefnum hjá sér. Hefur Reykjavík- urborg horft hýru auga til þátttöku. Af þátttöku hefur þó ekki orðið enn. Árið 2014 þátttaka undirbúin, en þá var kostnaður við að koma upp spennandi kynningarbás met- inn um 40 milljónir króna. Starfs- menn borgarinnar hafa þó sótt ráðstefnuna heim undanfarin ár, en Reykjavíkurborg hefur átt aðild að viðskiptahorni undir merkjum Íslandsstofu. Í fyrra var kostnaður við þá þátttöku um 300 þúsund krónur. Í ár fékk Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, boð um að halda opn- unarerindi á ráðstefnu um loftslags- mál í Suður-Frakklandi nú í mars og lá fyrir að borgaryfirvöld Marseille- borgar myndu greiða fyrir ferða- og gistikostnað. Skipuleggjendur MIPIM höfðu veður af þessu og buðu í kjölfarið Degi að taka þátt í hringborðsumræðum borgarstjóra á Norðurlöndum, sem og að halda fjögur önnur erindi á ráðstefnunni. Þessu boði fylgdi aðgangur á MIPIM. Í svari frá Pétri Krogh Ólafssyni, aðstoðarmanni borgar- stjóra, kemur fram að af þeim sökum hafi kostnaður Reykjavíkur- borgar við hina fyrirhuguðu þátt- töku verið óverulegur. Kappkostað er að halda kostnaði í hófi, svo sem með því að gista í Nice frekar en á sjálfu ráðstefnusvæðinu í Cannes. Auk Dags og Péturs var ráðgert að Óli Örn Eiríksson, sem starfar við fjárfestingar og fasteignaþróun innan borgarinnar, myndi taka þátt. Nú hefur hins vegar báðum við- burðunum verið aflýst, MIPIM og áðurnefndri loftslagsráðstefnu, en það var gert vegna héraðskosninga í Marseille. Engin ákvörðun hefur verið tekin um þátttöku á MIPIM í sumar. – bþ Cannes-för borgarstjórans frestað er fasteignaráðstefnu var aflýst Dagur B. Eggertsson fer ekki til Cannes. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK VIÐSKIPTI Samdráttur varð í korta- veltu erlendra ferðamanna í janúar síðastliðnum í samanburði við janúarmánuð í fyrra. Nemur munurinn tæplega níu hundruð milljónum króna á breyti- legu verðlagi. Þetta kemur fram á vef Rannsóknaseturs verslunar- innar. Hlutfallslega er um rúmlega sex prósenta samdrátt að ræða. Sé litið á einstaka þætti munar mestu um samdrátt í gistiþjónustu sem nam tæplega 340 milljónum. Velta þess þáttar nam 3,2 milljörðum í mánuðinum og dróst saman um tæplega tíu prósent. Þá nam erlend kortavelta í veit- ingasölu einum og hálfum milljarði króna í janúar, sem er 6,5 % minni en var í sama mánuði í fyrra. – jþ Velta erlendra korta minnkar Velta í gistiþjónustu minnkar mest. Í laugardagsblaði Fréttablaðsins var ranghermt á bls. 44 að Kristján IX. konungur Danmerkur og Íslands á þeim tíma, hafi ekki átt börn. Það er ekki rétt, hann átti sex börn. Beðist er velvirðingar á þessu ranghermi. LEIÐRÉTTING  COVID-19 Áfram greindust ný smit af völdum kórónaveirunnar í gær. Voru þau í gærkvöldi orðin 58 talsins. Þá greindist smit hjá fimm starfsmönnum á gjör gæslu deild Land spítalans í Foss vogi og eru fimm starfsmenn þaðan til viðbótar í sóttkví. Fram kom á blaðamanna- fundi Almannavarna um miðjan gærdag að um sé að ræða tvo ein- staklinga sem smituðust í skíðaferð. „Annar þeirra kom á eina vakt og þar hafa sennilega orðið til þrjú smit,“ sagði Alma Möller landlæknir á fundinum. Fram kom að búið væri að rekja smitið. Jafnframt að ekki sé vitað til að smit hafi borist í sjúklinga. Af hálfu Landlæknis og sóttvarn- arlæknis kom fram að þetta væri til marks um að heilbrigðisstarfsfólk þyrfti að fara varlega. Búið var að setja upp skilvegg á deildinni. „Að svo stöddu verða fjögur rúm opin áfram. Það er ljóst að þetta mun hafa áhrif á starfsemi deildarinnar,“ sagði Alma á fundinum. Íslensk erfðagreining hafði fyrir helgi boðið heilbrigðisyfirvöldum aðstoð fyrirtækisins við skimun fyrir veirunni. Persónuvernd og Vís- indasiðanefnd grennsluðust fyrir um hvort sú aðstoð fyrirtækisins væri leyfisskyld. Í kjölfarið dró Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, boð fyrirtækisins til baka og sagði að ekki stæði til að óska leyfis fyrir aðkomunni. Um hádegisbil í   gær sendu svo Persónuvernd og Vísindasiðanefnd frá sér tilkynningu, þar sem því var lýst að við nánari athugun væri aðkoma Íslenskrar erfðagreiningar ekki leyfisskyld. Kári Stefánsson lýsti því svo yfir í kjölfarið að boð fyrirtækisins stæði. Gert er ráð fyrir að skimun á þess vegum hefjist um miðja viku. Hún verður undir stjórn sóttvarnalæknis. Í fréttatíma RÚV í gærkvöld sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti að brýnt væri fyrir landsmenn að láta óttann ekki ná tökum á sér. „Ég vil fyrst og fremst ítreka það sem ég hef áður sagt, að við fylgj- umst vel með leiðbeiningum og til- mælum landlæknis og framvarðar- sveitar okkar í þessum málum,“ sagði hann. „Við hér getum staðið saman þegar á reynir. Það er svo margt sem við eigum að rífast um, eigum að deila um, eigum að karpa um í dagsins önn, en stundum koma þær aðstæður að við hefjum okkur yfir það,“ sagði Guðni. Þá hefur sóttvarnarhúsið við Rauðarárstíg verið tekið í notkun. Um er að ræða tvo erlenda ríkis- borgara sem sýnt hafa einkenni og var annar settur í sóttkví og hinn í einangrun. jon@frettabladid.is Smituðum fjölgar dag frá degi Fimm starfsmenn gjörgæsludeildar hafa greinst með smit og fimm aðrir eru í sóttkví. Ekki er talið að smit hafi borist í sjúklinga. Guðni Th. Jóhannesson forseti segir brýnt að hleypa ekki óttanum að. Greint var frá smiti á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi á reglulegum blaðamannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 9 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.