Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 32
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Við ætlum bara að vera með smá kaffiboð fyrir börn okkar og barnabörn. Móðir okkar, tengdamamma og amma, Agnes Pálsdóttir hárgreiðslumeistari og Öræfingur með meiru, lést á Landspítalanum Fossvogi, 4. mars. Útför hennar fer fram frá Áskirkju, fimmtudaginn 12. mars kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á hjartaheill.is. Ingibjörg Gréta Gísladóttir Jóna Kristín Jónsdóttir Guðmundur Sigurbjörnsson Pilvi Routasalo Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Mario Ingi, Jóhanna Alba og Birta Mjöll Þetta leggst bara ágætlega í mig, segir Guðjón Friðriks-son, sagnfræðingur og rit-höfundur sem segist hvergi nærri sestur í helgan stein. „Ég vinn á fullu enn þá svo mér finnst þetta engin sérstök breyting. Afmælisdaginn ber bara að eins og þeir hafa alltaf gert. Ég er enn þá heilsu- hraustur þótt maður sé náttúrulega orðinn aðeins stirðari með aldrinum.“ Síðasta bók Guðjóns var ævisaga Hall- dórs Ásgrímssonar en á þessu ári kemur út heljarmikið verk eftir hann sem ber heitið Samvinna á Suðurlandi. „Það er reyndar svolítið síðan ég lauk við það, en þetta er fjögurra binda verk sem er saga allra samvinnufélaga í þremur sýslum og Vestmannaeyjum að auki,“ segir Guðjón. Þar verða ekki einungis tekin fyrir kaupfélögin heldur mörg samvinnufélög undir ýmsum pólitískum merkjum. „Þetta er eiginlega héraðssaga Suður- lands lengst af á tuttugustu öld, þar sem félögin stóðu fyrir f lestu sem til fram- fara horfði.“ Guðjón á sjálfur ættir að rekja til Eyrarbakka, en móðir hans var fædd í svokölluðu Hraunshverfi á Eyrar- bakka. „Hverfið er nú að mestu horfið en ég á enn þá frændfólk á Eyrarbakka og Stokkseyri.“ Áhugamálin tvinnast þægilega við störf Guðjóns. „Ég er svo heppinn að geta unnið við helstu áhugamál mín“ , segir hann en bætir við að þau hjónin hafi f leiri áhugamál, sem einkum tengjast listum. „Við förum meðal annars mikið á tónleika, fórum t.d. á sjötíu ára afmæl- istónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir helgi og vorum alveg bergnumin. Hljómsveitin er afbragðsgóð og sinfónía Mahlers stóð upp úr að þessu sinni“. En leiðir hjónanna liggja einnig lengra en niður í Hörpu, þau hafa gaman af að ferðast og voru nú síðast á Norður-Ind- landi „Við vorum lengst af í Varanasí sem er helgasta borg Hindúa. Hún er alveg þrælmögnuð, eiginlega hryllileg og heillandi í senn. Indland er ótrúlegur hrærigrautur af margs konar menningu, trúarbrögðum og tungumálum, auk hins mikla mannhafs,“ segir Guðjón og bætir við að þetta sé einhver eftirminni- legasta og skemmtilegasta ferð sem þau hafa farið. Guðjón fagnar afmælisdeginum í rólegum faðmi fjölskyldunnar. „Við ætlum bara að vera með smá kaffiboð fyrir börn okkar og barnabörn. arnartomas@frettabladid.is Engin sérstök breyting Guðjón Friðriksson fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Hann er enn við störf, á átt- ræðisaldri skrifar hann um suðurhluta Íslands og ferðast til norðurhluta Indlands. 1309 Klemens 5. páfi flytur aðsetur páfa til Avignon í Frakklandi. 1562 Kossar á almannafæri bannaðir í Napólí á Ítalíu að viðlagðri dauðarefsingu. 1573 Sautján fiskibátar með 53 mönnum farast undan Hálsahöfn í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. 1776 Auðlegð þjóðanna, hið áhrifaríka rit Adams Smith, kemur út. 1796 Napóleon Bonaparte giftist fyrstu konu sinni, Josephine de Beauharnais. 1833 Sigurður Guðmunds- son málari fæðist. 1945 Japanar leggja allt Indókína undir sig. 1953 Útför Jósefs Stalín gerð í Moskvu eftir fjögurra daga sorg. 1962 Nasser forseti Egyptalands lýsir því yfir að Gaza til- heyri Palestínumönnum. 1986  Kafarar úr flota Bandaríkjamanna finna stjórnklefa geimskutlunnar Challenger með líkum allra geimfaranna sjö sem fórust með skutlunni. 1987  The Joshua Tree, plata hljómsveitarinnar U2 kemur út. 1991  Tugþúsundir mótmæla stjórn Slobodans Milosevic í Belgrad. 1997  Bandaríski rapparinn The Notorious B.I.G. myrtur í Los Angeles. 2007  Byggingu nýja Wembley-leikvangsins í Lundúnum lýkur. Merkisatburðir Tónlistarmaðurinn Elvis Aaron Presley fæddist í Tupelo, í Mississippí-fylki í Bandaríkjunum 8. janúar 1935. Þennan dag, 9. mars 1975 hóf hann upptökur á hljómplötu sem reyndist vera sú síðasta á hans ferli. Elvis lést í ágúst- mánuði tveimur árum síðar, þá fjöru- tíu og tveggja ára að aldri. Enn um þessar mundir er Elvis einn þekktasti tónlistarmaður heims og áhrif hans á tónlist á síðustu öld eru óumdeild. Tónlistarferill hans hófst í Memphis árið 1954 og stóð með miklum blóma þar til hann lést. Elvis var goðsögn í lifanda lífi og fjölmiðlar fylgdust með nær hverju fótmáli hans. Á sinni tíð vann hann til þrennra Grammy-verðlauna og heiðursverð- launa Grammy og hann er sá tónlistar- maður sem hefur selt flestar hljóm- plötur. Hann var ekki einhamur þegar kom að tónlistarstefnum því hann lagði fyrir sig popptónlist, sveitatón- list, blús, gospel og margt fleira. Talið er að hann hafi sungið um sjö hundruð lög inn á hljómplötur á sinni tíð. Undir það síðasta átti Elvis við fíkni- vanda að stríða, sem líklegt er talið að hafi átt sinn þátt í því að hann féll frá svona ungur. Árið 2018, rúmum fjórum áratugum eftir andlátið, var hann sæmdur bandarísku frelsisorðunni, sem er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt þar vestra. Þ E T T TA G E R Ð I S T 9. M A R S 1975 Síðasta hljóðritun Elvis Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og rithöfundur á heimili sínu í gær. Hann er ekki sestur í helgan stein. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 9 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.