Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞAÐ ER ALVEG ÓUMDEILANLEGT AÐ ÞETTA ÍSLENSKA VATN ER ÓTRÚLEGA MERKILEGT OG HEFUR ÓTRÚLEGA MÖGNUÐ ÁHRIF Á ÁFENGIÐ SEM ER FRAM- LEITT HÉRNA. 9 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð magnifique york ligne classico magnifique york ligne classico magnifique york ligne lassico magnifique york ligne classi o FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 SERTA ER OPINBER SAMSTARFSAÐILI HILTON WORLDWIDE HÓTELKEÐJUNNAR Nótt fyrir tvo á Hilton Reykjavik Nordica, ásamt morgunverði og aðgangi að Hilton Reykjavik Spa, fylgir kaupum á Serta fimm stjörnu hótelrúmi. Verðmæti: 36.000 kr. Kynningarverð: 296.650 kr Verð frá: Classico 160 x 200 cm (botn, fætur, dýna, yfirdýna og gafl) Fullt verð: 349.000 kr. (með Hilton Reykjavik Nordica kaupauka 385.000 kr.) 5 STJÖRNU HÓTELRÚMIN frá Serta eru framleidd til að fullnægja ýtrustu kröfum. Fjaðrandi botn gefur 5 svæða heilsudýnunni óvið jafnanlega fjöðrun og stuðning, lúxus yfirdýnan lagast að þér og þér líður eins og þú svífir. Velkomin í þitt 5 stjörnu heilsurúm, heima hjá þér – allar nætur – alltaf. CLASSICO, YORK OG LIGNE eru með Serta Splendid Royal heilsu dýnu frá Serta. Hún er fimm svæðaskipt pokagormadýna með góðum stuðningi við bak en mýkra gormakerfi á axla- og mjaðma svæði. Hægt er að velja um tvo stífleika á dýnunni eftir því hvað hentar hverjum og einum. Yfirdýnan er millistíf, úr kaldpressuðum svampi og vinnur vel á móti fjöðruninni í botni og dýnu. MAGNIFIQUE rúmið er með Serta Royalty Superior heilsudýnu sem sker sig frá Splendid Royal m.a. með því að vera með tvískiptu gorma kerfi og aukinni kantstyrkingu. Áklæðið á rúmunum er slitsterkt bómullaráklæði, ofnæmisfrítt og andar einstaklega vel. Það er fáanlegt í nokkrum litum sem eru mismunandi eftir rúmgerðum. Hægt er að velja mismunandi fætur og einnig eru fáanleg náttborð í stíl. FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELRÚM – HEIM TIL ÞÍN – Fimm stjörnu Hótel -rúmalínan frá Serta er nú á kynningarverði í Betra Baki auk þess að nótt á Reykjavik Nordica ásamt morgunverði fyrir tvo og aðgangi að Hilton Reykjavik Spa fylgir kaupum á Serta fimm stjörnu hótelrúmi. Við ákváðum að fara þá leið að heiðra þann góða mann Eg ger t Óla f s son, segir Arnar Jón Agn-arsson, um íslenska ginið Olafsson, sem hann vonast til að geta veitt í stríðum straumi inn á alþjóðlegan áfengismarkað. Arnar Jón segir að þar sem íslensk náttúra; vatnið og jurtir séu mikil- vægasta hráefnið í hinu nýja gini hafi þótt tilvalið að beintengja áfengan vökvann fósturmoldinni, með því að nefna hann eftir einum ákafasta boðbera upplýsingarinnar hér á landi. Áfeng náttúra Skáldið, rithöfundurinn og nátt- úrufræðingurinn Eggert Ólafsson er þekktastur fyrir að hafa fært í letur Ferðabókina, um ferðir sínar og Bjarna Pálssonar um Ísland, á árunum 1752-1757. Arnar Jón telur Eggert til þeirra Íslendinga sem mætti fjalla meira um og fannst, eftir nokkra yfirlegu, tilvalið að lyfta nafni hans með vísun á miðanum á ginflöskunni. „Náttúra Íslands er í raun notuð í vökvann sjálfan og Eggert er í Ferða- bókinni í raun og veru að lýsa öllum jurtum sem finnast á Íslandi.“ Að vatninu ógleymdu. „Hann lýsir líka nánast hverju einasta vatnsbóli og það er alveg óumdeilanlegt að þetta íslenska vatn er ótrúlega merkilegt og hefur ótrúlega mögnuð áhrif á áfengið sem er framleitt hérna,“ segir Arnar Jón sem telur galdur- inn liggja í háu sýrustigi vatnsins. „Það virðist hjálpa til við að gera vökvann mjög mjúkan, eða „smo- oth“ eins og það kallast á vondri íslensku.“ Slett úr klaufunum Arnar Jón segir að þegar kom að því að finna gininu nafn, hafi verið lagt upp með að ná dýpri og sterkari tengingu við náttúruna en til dæmis einfaldlega að finna gott örnefni. „Við fórum að skoða söguna og duttum niður á Ferðabókina og miðinn á f löskunni er eiginlega tekinn úr henni þar sem Eggert Ólafsson lýsir náttúru Íslands og þjóð,“ segir Arnar Jón, en hið gamal- kunna slagorð: „Við skulum sletta úr klaufunum“ prýðir einnig flöskuna. „Við ætlum að reyna eins og við getum að komast með þetta á alþjóðlegan markað. Við gerum okkur vel grein fyrir að samkeppn- in þar er gríðarlega hörð, en Ísland vekur alltaf áhuga og þess vegna lögðum við mikinn metnað í að hanna bæði miðann og vökvann og ætlum að reyna að nota íslenska metnaðinn til að koma þessu út,“ segir Arnar Jón sem þó heldur ró sinni. „Þetta er bara skemmtilegt verkefni og vantar ekki alltaf eitt- hvað til að flytja út? Við getum ekki bara flutt út fisk endalaust.“ Ginnkeypt veröld Íslenskir áfengisfrumkvöðlar virð- ast mikið fyrir ginið þessi misserin. Þannig hefur nú þegar verið gerður góður rómur að íslensku gintegund- unum Himbrima og Glacier Gin. Og Arnar Jón telur sig síður en svo vera að bera í ginfullan lækinn. „Þetta er bara mjög einfalt mál. Heimurinn er bara óður í gin í dag. Bara á síðustu tíu árum hefur verið gríðarlegur vöxtur í ginneyslu í heiminum,“ segir Arnar Jón og bendir á fjóra meginpóstana á vin- sældahringekju brenndra vína; vodka, gin, romm og tekíla. „Þetta er einhver hringur sem áfengið fer í og það var komið að gininu. Bombay byrjaði þetta á sínum tíma með svona léttu gini og það áhugaverðasta sem er að gerast í þessum heimi núna er að ginin eru alltaf að verða léttari og léttari.“ Hann segir ginið stöðugt verða „auðdrekkanlegra“ ef svo má að orði komast. „Þetta er ekki jafnþungt og Gordon´s, til dæmis, sem margir alveg elska. Þetta er samt að verða léttara og fínlegra og þótt búið sé að spá því undanfarin ár að það fari að hægja á þessu, er það bara ekkert að gerast.“ Arnar Jón segir gintilraunirnar því síður en svo bundnar við Ísland heldur sé þetta eins um allan heim. „Allir sem eru að byrja í áfengi byrja á gini og fara svo út í eitthvað annað í framhaldinu.“ toti@frettabladid.is Ginmosinn glóir í Ferðabókarflöskum Íslenska ginið Olafsson er kennt við náttúrufræðinginn Eggert Ólafsson þar sem íslenskar jurtir, vatn og bjartsýni eru leynivopn framleiðandans sem ætlar sér stóra hluti í ginnkeyptum heimi. „Þetta er mjúkt og það kemur smá jörð í þetta. Ekki alveg mosi kannski, en pínu jurtabragð, þótt ég ætli nú ekki að segja að þetta sé eins og að drekka íslenska náttúru,” segir Arnar Jón um Olafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Flöskumiðinn tengir ginið við náttúrufræðinginn úr Svefneyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.