Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Láru G. Sigurðardóttur BAKÞANKAR fermingarbörn gjafir fyrir á öllum aldri Ef pantað er fyrir 13:00 getur þú sótt vöruna samdægurs í næstu verslun eða fengið hana senda heim til þín – hvert á land sem er. pantaðu á elko.is Apple Watch 5 MWV62SOA 74.985 3 LITIR SONY PlayStation 4 PRO PS4PRO 62.995 BOSE NC 700 7942970300 Apple MacBook Air Z0X3 Z0X5 Z0X1 SAMSUNG Galaxy A51 SMA515BLA WHI BLU SONY PlayStation 4 PRO - 1TB PS4PRO Apple Watch 5 MWV62SOA Apple AirPods MV7N2ZMA 52.895 59.985 199.995 62.995 74.985 24.995 3 LITIR 3 LITIR laugardalsvelli · opið kl. 10-21 öll kvöld Ljúfar lestrarstundirGóðar gjafabækur PEPSI MAX LIME 500 ML 169 KR/STK 338 KR/L Fyrst var það krossfit, síðan sjósund og núna fasta. Vin-konu minni hefur aldrei liðið eins vel og eftir að hún byrjaði að fasta og vinur minn missti sjö kíló á einum mánuði og man ekki eftir annarri eins orku. Sjálf reyndi ég að fasta en entist ekki lengi. Ég ákvað að vanillusýróp og mjólk út í morgunkaffið væri mikilvægara. Í gær rakst ég svo á grein sem birtist nýverið í New England Journal of Medicine; greinin fjallaði um áhrif föstu á heilsu, öldrun og sjúkdóma. Til eru ýmsar leiðir til að fasta en einna vinsælast er að fasta í 16 til 18 tíma, frá kvöldmat til hádegis næsta dag. Ég ólst upp við að „morgunverður væri mikil- vægasta máltíð dagsins”, en í dag veit ég að setningin var búin til fyrir meira en 100 árum af James Caleb Jackson og John Harvey Kel- log í auglýsingaskyni til að selja morgunkornið sitt! Þegar við föstum breytast efnaskipti líkamans þannig að frumurnar okkar fá tækifæri til að gera við sig, í stað þess að keyra sig sífellt út. Svolítið eins og flugvirkj- ar sem yfirfara og lagfæra flugvélar áður en þær fara í loftið. Fasta getur haft jákvæð áhrif á taugakerfið, blóðsykurstjórnun og blóðþrýst- ing, ásamt því að minnka kviðfitu og bólgur. Til að skipta yfir í þessi hagstæðu orkuskipti þurfum við að hafa fastað í 8 til 12 tíma. En fasta hentar ekki öllum. Sumir verða pirraðir og eiga erfitt með að einbeita sér; sagt er að það hverfi venjulega eftir mánuð. Fyrir aðra getur undirliggjandi sjúkdómur passað illa við föstu. Og börnum gengur almennt betur í skóla ef þau borða morgunmat. Eftir lestur greinarinnar þá ætla ég allavega að endurskoða þetta með vanillusýrópið og gera aðra tilraun. Það er komin föstutíð! Föstutíð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.