Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 9
Kannski verða þetta félags- legu áhrifin til frambúðar? Engin faðmlög. Engir kossar. Engin handabönd. Ekkert knús. Bara tveggja metra fjarlægð frá næsta manni og ekkert vesen. Ég er að fíla það. Guðmundur Steingrímsson Í DAG Þvottavél, iQ300 Fullt verð: 99.900 kr. Tækifærisverð: WM 14N207DN 79.900 kr. Vindur upp í 1400 sn./mín. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Sérkerfi: Kraftþvottur 60 mín., útifatnaður, mjög stutt kerfi (15 mín.), ull o.fl. Tekur mest 7 Orkuflokkur 10 ára ábyrgð á iQdrive mótornum. Ryksuga Fullt verð: 19.900 kr. Tækifærisverð: BZGL 2X100 14.900 kr. Lítil og nett en öflug. Snúra: 8 m. Hljóð: 80 dB. Tæki færi Sem krakka fannst mér a l lt a f smá u nd a rleg t þegar fullorðið fólk sagði „Guð blessi þig“ þegar maður hnerraði. Ég á enn þá í dálitlum vandræðum með þetta ofurdramatíska tilsvar. Maður segir þetta yfirleitt samt, af vana. Um daginn lét sonur minn hina augljósu spurningu falla að loknum litlum hnerra. „Af hverju þarf Guð að blessa mann?“ „Jú, sjáðu til sonur,“ sagði ég — ætíð feginn öllum tækifærum sem mér áskotnast til að fræða yngri kynslóðir — „Einu sinni geisaði stórhættuleg pest á Íslandi sem hét Svarti dauði. Meðan á pestinni stóð gat hnerri verið til vitnis um að fólk væri orðið veikt. Þá dugaði ekkert minna en að Guð blessaði mann.“ Hin félagslegu áhrif Svarta dauða urðu þá sem sagt þessi og hafa varað í hundruð ára: Við segjum Guð blessi þig þegar fólk hnerrar. Áhugaverðar hliðar Nú blasir við spurningin varðandi Covid-19 faraldurinn. Hver verða áhrif hans? Verða siðir okkar öðru- vísi? Auðvitað er of snemmt um slíkt að spá — og kannski verða áhrifin engin — en það má alltaf velta hlutunum fyrir sér. Mér virðist veiran þegar hafa afhjúpað áhuga- verðar hliðar á samfélaginu. Visst langlundargeð þjóðar á norðurhjara afhjúpast nú enn eina ferðina. Snælduvitlaust veður og fjórar hefðbundnar f lensuveirur hafa gert þennan vetur að einu samfelldu harðræði. Um síðustu helgi hóstaði ég svo mikið að ég fékk þursabit. Langt fram eftir viku var ég ófær um að klæða mig í sokka án þess að falla með stunum. Þetta er Ísland í dag. Allir í ruglinu, en lang- lundargeðið er aðdáunarvert og öll búum við okkur nú undir enn eitt bölið. Kórónakvikindið verður hér fram á sumar, ef að líkum lætur. En svo má þetta fara að klárast. Mikið lifandis skelfing er maður líka þakklátur fyrir allt fumleysið og fagmennskuna sem einkennir fólkið á neyðarvaktinni. Íslenska almannavarnarteymið er svo mikið með hlutina á hreinu að maður er farinn að sækja í að hlusta á blaða- mannafundina bara til að róa sig niður. Einhvern veginn nær þetta fólk að láta hluti eins og sam- komubann hljóma mjög eðlilega. Gæti verið verra, hugsar maður. Allir heima hjá sér að dytta að. Kannski verða það stærstu félags- legu áhrif veirunnar? Endurskipu- lagðir bílskúrar. Hreinir fataskápar. Vor viðhaldsverkefna. Annað sem gæti gagnast fólki til endurmats á félagslegum háttum eru skýr fyrirmæli sóttvarnayfir- valda um það hvernig beri að heils- ast. Ég hef alltaf átt í vandræðum með það, eins og svo margir, og aldrei vitað hvort eigi að faðma eða kyssa. Íslendingar hafa aldrei klárað þessa umræðu. Oft hefur óöryggi mitt leitt til yfirþyrmandi vandræðagangs þar sem tilburðir til faðmlaga hafa endað með álappa- legum handaböndum og kossar sem áttu að fara á kinn, hafa endað einhvern veginn á hnakka á gamalli frænku. Á þessum viðsjárverðu tímum eru þessir siðir þó alla vega meira á hreinu en nokkurn tímann áður. Kannski verða þetta félagslegu áhrifin til frambúðar? Engin faðm- lög. Engir kossar. Engin handabönd. Ekkert knús. Bara tveggja metra fjarlægð frá næsta manni og ekkert vesen. Ég er að fíla það. Hlífðarskjöldur Þónokkrir hafa velt fyrir sér efna- hagslegum áhrifum veirunnar. Þau gætu orðið ískyggileg. Einhverjir munu þó græða. Sprittframleið- endur hafa ekki undan. Fregnir berast af svartamarkaðsbraski með handspritt. Ný tegund glæpona er í uppsiglingu. Kauptækifæri eru líka að skapast í Icelandair. Mig hefur lengi grunað að þannig verði menn ríkir á Íslandi. Með því að kaupa í Icelandair í hvert einasta skipti sem það fer tæknilega á hausinn og hlutabréfin hrynja, sem er á um það bil níu ára fresti. Uppgangur í vef- verslun gæti líka orðið langvarandi og eins gæti veiran leitt til þess að vinnumarkaðurinn verði loksins sveigjanlegri og vinnuveitendur sjái að það er allt í lagi að fólk vinni meira heiman frá sér. Kannski eykst framleiðni? Af félagslegum sjónarhóli finnst mér birtingarmynd veiruáhrifanna vera einna áhrifamest þegar kemur að tilgangi allra þessara aðgerða. Aðgerðirnar snúast í grunninn um það að bregða hlífðarskildi yfir þá samborgara okkar sem standa verst heilsufarslega. Sóttkvíarnar og allt þetta tilstand snýst ekki svo mikið um okkur sem erum frísk, heldur hina. Að sjá hvernig þessi þjóð er fær um að taka höndum saman til þess að vernda þá sem standa illa og reyna eftir fremsta megni að hlífa þeim við veirunni, það finnst mér áhrifamikið að sjá. Ekki nær þó kærleikurinn alla leið. Það er óneitanlega súrrealískt að á sama tíma og fólk virðist stað- ráðið í að passa upp á hvert annað, er kaldrifjaða djúpríkið í óðaönn að fylla vél af f lóttafjölskyldum í neyð til þess að f ljúga þeim rakleiðis í eymdina. Aldrei skal það breytast. Félagsleg áhrif veirunnar Allf lestum ber saman um að misskiptingu á kjörum almennings beri að rekja til gjafakvótakerfisins í sjávarútvegi og bankahruns. Ríkið úthlutar veiðiheimildum og er þar með yfirstjórnandi (skömmt- unarstjórnandi) mikilla verðmæta. Miklar deilur rísa meðal manna um þetta kerfi. Alþingismenn náðu þó að lögbinda fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða, að fiskistofnarnir eru eign þjóðarinnar. Þar með er Siðlaus stjórnsýsla Ólafur Ólafsson læknir tryggt að tímabundin notkun á kvóta hefur ekki unnið sér sess sem fullgildur eignarhluti. Kvótakerfið gat aðeins staðið skamma hríð. Stjórnkerfi sem byggist af hreinum stjórnmálalegum orsökum á gríðar- legum verðmætum og hefur verið leyft að eitra út frá sér er fjarstæða. Því eins og tekið er fram eru fiski- stofnarnir eign þjóðarinnar. Dr. Stefán Ólafsson prófessor hefur rannsakað tekjudreifingu á Íslandi. Ríkustu prósentin (hjón) hafa að jafnaði 18,2 milljónir á mánuði. Um er að ræða 617 fjöl- skyldur. Á meðan níutíu prósent almennings, sem voru talin hafa 78 prósent af heildartekjum árið 1993, hafa nú um 60% af heildartekjum. Endu r tek nar þjóðaratk væða- greiðslur hafa hafnað gjafakvóta- kerfinu. Alþingi verður að afgreiða málið hið bráðasta. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M Á N U D A G U R 9 . M A R S 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.