Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 8 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 9 . M A R S 2 0 2 0 Skildu símann eir heima! Úrlausn hjá Nova! Streymdu tónlist Hafðu auga með heilsunni Hringdu án símans Nýtt! eSIM Gígja Þórðardóttir og Arnar Ólafsson sigruðu í tuttugu kílómetra göngu í Strandagöngunni í Selárdal á laugardaginn. Að sögn Ragnars Kristins Ólafssonar, stjórnarmanns í Skíðafélagi Strandamanna, var gangan sú langstærsta hingað til, 231 þátttakandi, og keppt í ýmsum vegalengdum og aldursf lokkum. „Þetta var örugglega stærsti íþróttaviðburður nokkru sinni hér á Ströndum”, segir Ragnar, sem sjálfur hefur tekið þátt í öllum tuttugu og sex Strandagöngunum. Gangan er ein af sjö göngum í mótaröðinni Íslandsgöngunni. MYND/JÓN HALLDÓRSSON KJARAMÁL Samninganefndir sext- án aðildarfélaga BSRB sátu enn hjá Ríkissáttasemjara og reyndu að ná samningi er Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hafi ekki náðst að semja eru nær sextán þúsund manns nú í verkfalli sem hefjast átti um miðnætti. Viðsemjendur félaganna eru ríkið, Samband íslenskra sveitar- félaga og Reykjavíkurborg. Var mislangt í land hjá félögunum í gærkvöldi. Í ljósi stöðunnar vegna kórónaveirunnar hafa verið veittar undanþágur frá verkföllum fyrir starfsfólk á Landspítalanum, innan BSRB. Mismunandi er  milli félaga hversu lengi verkföllin vara. Til dæmis áttu sumir að hefja tveggja daga verkfall á miðnætti en aðrir að fara í ótímabundið verkfall. – gar Sextán þúsund á leið í verkfall COVID-19 Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir engin merki um að Íslendingar séu að missa tökin á að hefta útbreiðslu kórónaveir- unnar. Fjöldi þeirra sem smitaðir eru hér á landi af kórónaveirunni var um mitt kvöld í gær kominn í 58. Af þeim höfðu tíu smitast innanlands, allir eftir samskipti við fólk sem komið hefur nýlega til landsins frá skíðasvæðum á Ítalíu og Austurríki. Þórólfur Guðnason neitar því að sú aðferð að beita sóttkví sé að missa marks. Í gærkvöldi voru 461 sagðir vera í sóttkví. „Það hafa greinst þessi tíu smit innanlands og ég held að við höfum stoppað frekara smit þannig að við náum að loka á þetta. En auðvitað verða alltaf einhver göt og einhverj- ir sem sleppa í gegn, vafalaust. En að minnsta kosti erum við þó búin að ná þessu og erum að vonast til að það hægi á verulega þessu,“ segir Þórólfur. Almannavarnir eru enn á neyðar- stigi en ekki hefur enn verið gripið til þess að banna samkomur eins og sagt hefur verið koma til greina. Sóttvarnalæknir segir engan hinna smituðu alvarlega veikan. Áfram er mælst til þess að fólk sem kemur frá Ítalíu eða skíðasvæðum í Austurríki fari í sóttkví. „Við erum að treysta á fólk að fara eftir þessu, við höfum ekki mannafla til að fylgja hverjum og einum eftir nákvæmlega,“ segir Þórólfur. Engin merki séu um smit út frá þeim sem smitast hafa hér innanlands. „En það er langur með- göngutími þannig að maður veit svo sem ekki hvað á eftir að gerast.“ Íslenskir ferðalangar sem verið hafa í sóttkví á hóteli á  Tenerife koma heima núna í vikunni eftir að hafa setið af sér tveggja vikna sóttkví þar. – gar / sjá síðu 4 Ekki að missa tökin á veirunni Sóttvarnalæknir telur beitingu sóttkvía hafa skilað góðum árangri við að hægja á útbreiðslu kórónaveir- unnar. Í gærkvöldi höfðu 58 verið greindir með smit hérlendis, þar af tíu sem smituðust hér innanlands. Almannavarnir eru enn á svokölluðu neyðarstigi en ekki hefur enn verið gripið til þess að banna samkomur eins og sagt hefur verið koma til greina til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Þórólfur Guðnason

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.