Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Í ljósi þess er ótrúlegt að fátækt skuli vera jafnút- breidd og þessar tölur gefa til kynna. Standa meðal annars vonir til að auka hlut barna í öllum lands- fjórðungum á næstu árum. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Í dag hefst heimsókn embættis umboðsmanns barna til Fljótsdalshéraðs, en allir starfsmenn embættisins munu dvelja þar þessa viku. Heim- sóknin er liður í að efla tengsl embættisins við sveitar- félög á landsbyggðinni, kynna starfsemi embættisins, hitta þá sem vinna að málefnum barna og heimsækja skóla. Þó starfsaðstaða embættisins verði á Egils- stöðum munu starfsmenn embættisins einnig leggja leið sína til Seyðisfjarðar, Djúpavogs og Borgarfjarðar eystri. Umboðsmaður barna hefur það hlutverk að efla þátttöku barna í samfélaginu og vinna að því að tekið sé fullt tillit til réttinda, þarfa og hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Með heimsókninni mun umboðs- maður barna efla tengsl embættisins við börn á landsbyggðinni og hitta meðal annars fulltrúa úr ung- mennaráði Fljótsdalshéraðs. Umboðsmaður barna hefur á síðustu tíu árum starfrækt ráðgjafarhóp ungmenna á aldrinum 12-17 ára við embættið og með breytingum á lögum um umboðsmann barna í árslok 2018 var starfsemi ráð- gjafarhópsins lögfest. Rík áhersla hefur verið lögð á að auka fjölbreytni innan hópsins og fjölga börnum af landsbyggðinni. Vonir standa til að auka hlut barna í öllum landsfjórðungum á næstu árum. Á fyrsta barnaþingi umboðsmanns barna í nóvem- ber var lögð áhersla á þátttöku barna af öllu landinu, en börnin voru valin með slembivali úr þjóðskrá. Það sama verður uppi á teningnum við skipulag næsta barnaþings í nóvember 2021. Ætlunin er að styrkja enn frekar það hlutverk embættisins að vera talsmaður barna af öllu landinu og tryggja að sjónarmið þeirra skili sér í stefnumótun stjórnvalda og ákvarðanatöku. Heimsóknin til Egilsstaða er skipulögð í góðri sam- vinnu við forsvarsmenn Fljótsdalshéraðs en sveitar- félagið útvegar embættinu starfsaðstöðu og hefur skipulagt veglega dagskrá fyrir starfsmenn embættis- ins þessa viku. Tengslin munu því vafalaust styrkjast og verður gaman að kynnast því öfluga starfi sem þarna er unnið í þágu barna, hitta börn á öllum aldri og fulltrúa úr ungmennaráði sveitarfélagsins. Aukin tengsl við börn Salvör Nordal umboðsmaður barna Fréttaþátturinn Kveikur skýrði frá því í liðinni viku að á bilinu átján til þrjátíu og fimm þúsund manns byggju við fátækt hér á landi, eða fimm til tíu prósent lands-manna, þar af allt að tíu þúsund börn undir sextán ára aldri. Það eru ótrúlegar tölur í landi allsnægta. Jafnframt kom fram að um sjö til tíu þúsund úr þessum hópi væru í mikilli neyð og byggju við sára fátækt. Stærstur hluti þeirra væru einstæðir foreldrar, öryrkjar og innflytjendur. Það eru grimm örlög að búa við fátækt og fátæktin er eyðandi og sundrandi. En það sem vakti hvað mesta athygli í nefndum þætti var hve tengslin milli fátæktar foreldra og fátæktar barna þeirra síðar, þegar þau vaxa úr grasi, eru sterk. Það er ógnvænlegt og bendir eindregið til þess að börn fátækra hafi ekki sömu möguleika á að mennta sig. Enda sýna rann- sóknir að börn sem alast upp við fátækt fara fyrr á vinnumarkað í stað þess að mennta sig. Oft eru þá í boði störf þar sem ekki er krafist sérþekkingar og þau eru þá jafnan verr launuð. Hin félagslega hlið málsins er ekki síður athyglis- verð því börnum sem búa við fátækt hættir til að einangra sig, sem gerir vanda þeirra enn snúnari og flóknari að leysa. Enginn velur sér fátækt að hlutskipti. Ýmsir þættir geta komið fólki í þá stöðu, veikindi, líkamleg eða and- leg, slys, fíkn og svo má áfram telja. Að ógleymdu því að fátækt virðist erfast og hneppa kynslóðir í gildru sína. Auk fjölmargra siðferðilegra raka liggja þjóðhagsleg rök að baki því að vinna eigi bug á fátækt, þó henni verði sennilega aldrei útrýmt með öllu. Hið opinbera leggur gríðarlegar fjárhæðir í mennta- kerfið árlega. Sveitarfélögin á leik- og grunnskólastigi og ríkið á framhalds- og háskólastigi. Þetta er vegna þess að við höfum komist að því að það er þjóðhags- lega hagkvæmt að fólk mennti sig og auki þannig færni sína til að vinna verðmæt störf í samfélaginu. Ef það er rétt að allt að tíu þúsund börn búi við fátækt hér á landi og hafi minni möguleika á að sækja sér menntun, blasir tjón samfélagsins við. Þekkt er að fólk sem býr við fátækt, neitar sér um það sem öðrum þykir sjálfsögð þjónusta á borð við læknisþjónustu. Það þarf ekki að hugleiða það lengi að það mun skila sér síðar í lakara heilsufari og umfangsmeiri inngripum síðar þegar árin færast yfir. Ísland er land allsnægta af náttúrunnar hendi. Hér njótum við endurnýjanlegrar orku úr fallvötnum og jörðu og innan landhelginnar eru ein gjöfulustu fiski- mið heims og afurðir dregnar úr sjónum við landið eru eftirsótt munaðarvara í fjölda landa. Heilbrigðis- þjónusta er á meðal þeirrar bestu sem þekkist. Ísland er sannarlega í hópi auðugustu ríkja heims. Í ljósi þess er ótrúlegt að fátækt skuli vera jafnútbreidd og þessar tölur gefa til kynna. Auðvitað má alltaf deila um við hvað skuli miðað, en engu að síður er fátæktin alvarlegt samfélagsmein sem vinna þarf gegn með tiltækum ráðum. Aðhafast þarf í þessum efnum, orð duga ekki. Fátæktin Fordómalaust Ekki verður með nokkru móti séð að aldursfordómar séu til staðar í Bandaríkjunum ef marka má aldur frambjóðenda Demókrata til forsetaframboðs. Þeir sem uppi standa þegar allir aðrir eru hættir eru hátt á áttræðisaldri. Annar 77 ára og hinn 78 ára. Þeir eru um það bil tíu árum eldri en almennt er miðað við að menn hætti þátttöku á vinnumarkaði hér heima. Þetta er til fyrirmyndar hjá Demókrötum. Sitjandi forseti er heldur ekki neitt unglamb. Trump verður 74 ára þegar kosningar fara fram vestur þar. Er þetta ekki okkur einhvers konar umhugsunar- efni? Má nú sem ekki mátti Sérkennilegur hringlandi varð um helgina eftir að Kári Stefáns- son ákvað að bjóða fram aðstoð Íslenskrar erfðagreiningar við veiruvarnir. Vísindasiða- nefnd og persónuvernd töldu þá að þetta þyrfti nú að skoða sérstaklega og ef þetta teldist vísindarannsókn yrði að fá leyfi fyrir henni. Kári var ekki hrifinn af því og f lautaði aðstoðina af. Í gærmorgun föttuðu svo nefndirnar að ekki þyrfti leyfi og þetta væri allt í lagi. Hvað gerðist í millitíðinni er óljóst nema ef vera skyldi að sólin skein í gær og kannski hefur það hjálpað nefndunum að sjá til lands. 9 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.