Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 10
9 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð FÓTBOLTI Þeir voru undrandi sér- fræðingarnir í Vellinum, uppgjörs- þætti Símans um enska boltann, þegar talað var um Anthony Marti- al. Eiður Smári Guðjohnsen benti á að það hefði verið kveikt á perunni og það hefði jafnvel sést í bros. Arnar Gunnlaugsson tók undir. Það geta allir verið sammála um að Anthony Martial er frábær í fótbolta og þegar það er kveikt á perunni standast honum fáir snúning. Og það skein svo sannarlega skært, ljós- ið af kappanum, nánast frá upphafs- f lauti í nágrannaslagnum. Hann var virkur í spilinu, hreyfanlegur og stöðug ógn. Eftir um hálftíma leik skoraði hann fallegt mark eftir magnaða aukaspyrnu frá Bruno Fernandes. Þó City hafi verið meira með boltann skapaði liðið sér fá færi og framlína þess virkaði frekar bitlaus. Scott McTominay tryggði sigurinn með marki á síðustu sek- úndunni eftir mistök frá Ederson í rammanum hjá City. City er þó áfram í öðru sæti, en þessi úrslit þýða að Liverpool þarf aðeins tvo sigra til að landa Eng- landsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í 30 ár. Liverpool spilar næst gegn Everton eftir slétta viku en í millitíðinni spilar City gegn Arse- nal á miðvikudag og svo Burnley á laugardag. Fari svo að þeir hendi inn hvíta handklæðinu og gefist hrein- lega upp, getur Liverpool fagnað titlinum án þess að spila. Lallað inn á Goodison Park sem meistarar. Það yrði saga til næsta bæjar. Anthony Martial er fæddur fimmta desember árið 1995 og á tvo eldri bræður sem eru einnig að sparka í bolta. Elsti bróðirinn er varnarjaxl en sá í miðjunni er miðjumaður. Foreldrar hans, Joran og Audrey, gáfu engan afslátt af náminu eða trúnni, en Martial er kaþólikki og fer reglulega með bænir fyrir hvern leik. Þegar hann var sex ára gekk hann í raðir CO Les Ulis akademíunnar þar sem Thierry Henry og Patrice Evra stigu sín fyrstu skref. Foreldrar Henry og Martial eru einmitt fínir vinir og lítur Martial mjög upp til Henry. Þegar hann var 12 ára fór hann að skoða aðstæður hjá Manc- hester City, en ákvað að vera áfram í Frakklandi. Njósnarar Lyon komu auga á guttann og fengu hann til liðsins þegar hann var 14 ára. Árið 2012 kynnti hann sig inn á alþjóða- sviðið þegar EM U-17 ára fór fram í Slóveníu. Þar sást að hann var einn efnilegasti leikmaður mótsins. Í desember það ár kom hann inn á, í sínum fyrsta leik fyrir Lyon í Evr- ópudeildarleik gegn Hapoel Ironi Kiryat Shmona og fyrsti leikur hans með aðalliðinu var í febrúar 2013. Monaco kom kallandi og keypti óharðnaðan unglinginn það sumar á fimm milljónir evra. Í nóvember spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir félagið þegar hann kom inn á fyrir Radamel Flacao. Hann kom aðeins við sögu í sigurmarki Monaco með smáspretti. Annað tímabilið sitt endaði hann með níu mörk í 36 leikjum og skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni um versl- unarmannahelgina 2015. Jafnaldrar hans á Íslandi hafa væntanlega verið að gera eitthvað allt annað. Það vissu fáir hvað var í gangi þegar þær fréttir fóru að berast að Manchester United ætlaði að gera hann að dýrasta unglingi allra tíma en þá fór fótbolti.net að flytja fréttir af fyrirhuguðum kaupum. Frétta- leitin á þeirri síðu sýnir að miðill- inn hafði aðeins einu sinni skrifað um hann. Wayne Rooney, sem þá var fyrirliði liðsins, hafði ekki hug- mynd um hver þessi gutti var. Louis van Gaal, sem stýrði félaginu, sagði að það hefði verið búið að fylgjast með honum í langan tíma. Arsene Wenger, sem hafði þokkalegustu tengingar til Frakklands og sér- staklega til Mónakó, viðurkenndi að hann hefði ekki haft hugmynd um að guttinn væri til sölu. Og ferillinn gæti ekki hafa byrjað betur því Martial skoraði í fyrsta leik sínum gegn Liverpool. Þá sáu stuðningsmenn ungan, glaðan dreng skora og fagna með tilþrifum. Síðan eru liðin fimm ár og Martial virkar oft á mjög marga eins og hann sé hreinlega í fýlu og mjög vondu skapi. Hann er allavega ekki mikill gleðipinni innan vallar. En í gær var, eins og Eiður sagði, kveikt á perunni og þá standast fáir honum snúning. Það var líka svolítið hjarta í honum og sál. Hann fagnaði mark- inu sínu vel og innilega og þegar myndavélin beindist að honum og Bruno Fernandes upp í stúku, var hann í alvörunni glaður og kátur og faðmaði alla sem vildu faðmlag. Þannig er hann bestur. Vonandi, fyrir liðið, verður hann eitthvað áfram í góðu skapi. benediktboas@frettabladid.is Loksins sást glitta í bros hjá Martial Anthony Martial skoraði fyrra mark Manchester United í nágrannaslagnum í gær. Það þýðir að Liverpool getur orðið meistari án þess að spila og gæti lyft bikarnum á Goodison Park. Martial hefur ekki beint verið þekktur fyrir gleði sína innan vallar en það var létt yfir Frakkanum í gær. 11 mörk hefur Martial skorað á timabilinu. Hann skoraði einnig 11 mörk á sínu fyrsta tímabili. 45 mörk hefur Martial skorað í búningi Manchester United og gefið 20 stoðsendingar. SPORT HETJA HELGARINNAR Anthony Martial Martial var 19 ára þegar hann var keyptur til Manchester United fyrir svimandi upphæð. Alls gætu félagaskiptin kostað félagið um 70 milljónir punda. Hann sló snemma í gegn hjá Lyon og var keyptur til Monaco. Hann var þó ekki mjög þekktur utan Frakklands og þegar hann var keyptur greindi Morgan Schneiderlin frá að Wayne Rooney hefði ekki hugmynd um hver þessi gutti væri. Þú átt að vera klár þegar boltinn kemur í teiginn og ég er alltaf að setja pressu á hann. Ég vil sjá meira frá honum. Ole Gunnar Solskjær um Martial Hann spilar í stöðum þar sem við erum með leikmenn eins og Alex Oxlade-Chamberlain, Alexis Sanchez og Joel Campbell. Arsene Wenger - þáverandi stjóri Arsenal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.