Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.03.2020, Blaðsíða 6
Selið er visst flagg- skip í sveitarfélag- inu og íbúar eru nú að taka höndum saman til að mótmæla þessu. Guðmundur Ari Sigurjónsson Stjórnvöld í Afganistan hafa mótmælt rannsókninni og sett á laggirnar eigið rannsóknarteymi. SELTJARNARNES Starfsemi félags- miðstöðvarinnar Selsins er í upp- námi eftir að fjármunir til starf- seminnar voru óvænt skornir niður í janúar. Selið hefur verið einn helsti miðpunktur æskulýðsstarfs og flaggskip forvarna í bæjarfélaginu. Að auki er þar starfsemi fyrir eldri borgara. Á miðvikudag var foreldrum til- kynnt að bæði forstöðumaður og æskulýðsfulltrúi hefðu sagt upp störfum. Ekki mátti endurráða í stöðu forstöðumannsins, Guð- mundar Ara Sigurjónssonar, og æskulýðsfulltrúinn og fleiri starfs- menn sögðu upp störfum vegna niðurskurðarins. Er nú Selið aðeins opið tvö kvöld í viku í stað fimm áður. Mörgum foreldrum og íbúum er mikið niðri fyrir vegna stöðunnar og óttast að starfseminni og því forvarnarstarfi sem þar hefur verið unnið, sé stefnt í hættu. Nýlega var gerð rekstrarúttekt á sveitarfélaginu vegna tapreksturs og er nú verið að vinna að hagræð- ingu í rekstrinum. Voru rekstrar- gjöld Selsins 43 milljónir á árinu 2018. Niðurskurðurinn í Selinu var tilkynntur eftir að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 lá fyrir. Guðmundur Ari, sem er jafnframt oddviti Samfylkingarinnar á Sel- tjarnarnesi, hefur mótmælt niður- skurðinum harðlega í bæjarstjórn og hvetur til þess að ákvörðuninni verði snúið við. „Selið er visst f laggskip í sveitar- félaginu og íbúar eru nú að taka höndum saman til að mótmæla þessu,“ segir Guðmundur. Meðal annars hefur verið stofnaður hópur á samfélagsmiðlum til að ræða stöð- una sem upp er komin. „Ég geri athugasemd við að bæjar- stjóri hafi tekið þessa ákvörðun einn síns liðs. Þetta var ekki rætt í fagnefnd, bæjarráði eða bæjar- stjórn. Mér finnst það mjög alvar- legt þegar nýbúið er að gera fjár- hagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir óbreyttri starfsemi. Það er ekki eins og Selið sé stór, fjárhagslegur baggi á sveitarfélaginu,“ segir Guðmundur. Hefur hann nú kallað eftir svörum við því í bæjarráði hvernig mönnun verði háttað. Einna alvarlegast í málinu, að mati Guðmundar, eru áhrifin á forvarnastarfið. „Við Seltirningar vorum Íslandsmeistarar í drykkju árið 1997. Síðan þá hefur verið sett átak í gang sem hefur ríkt mjög víð- tæk sátt um meðal bæjarbúa,“ segir hann. Sé aðeins litið í budduna þá skili þessi niðurskurður engu, því að forvarnir spari til lengri tíma og minnki útgjöld vegna annarra úrræða í framtíðinni, ef unglingar lenda út af sporinu. Ekki náðist í Ásgerði Halldórs- dóttur, bæjarstjóra Seltjarnarness, við vinnslu þessarar fréttar. kristinnhaukur@frettabladid.is Óttast um afdrif Selsins eftir niðurskurð á fjárframlögum Starfsemi Selsins, félagsmiðstöðvar á Seltjarnarnesi, er nú í uppnámi eftir niðurskurð í starfsmannahaldi og hefur starfið þegar dregist saman. Fyrrverandi forstöðumaður segir stöðina flaggskip í sveitarfélaginu sem skipti lykilmáli í forvörnum ungmenna á Nesinu. Auk þess er rekin þar starfsemi fyrir eldri borgara. 16 milljónir í sóttkví á Norður-Ítalíu Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til stórtækra ráðstafana á Norður-Ítalíu til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Allt að 16 milljónir, um fjórðungur allra Ítala, hafa verið settar í sóttkví og mjög strangt ferðabann. Lokunin gildir til 3. apríl og kveður á um nær algjört ferðabann til og frá tilgreind- um svæðum. Um alla Ítalíu hefur skólum, söfnum og samkomuhúsum einnig verið lokað. Myndin er frá Markúsartorginu í Feneyjum. MYND/GETTY Guðmundur Ari hætti í Selinu í janúar. Þar er nú aðeins opið tvö kvöld í viku í stað fimm. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HOLLAND Dómarar við Alþjóðlega sakamáladómstólinn í Haag í Holl- andi heimiluðu í síðustu viku sak- sóknurum að hefja rannsókn sem beinist að talibönum, afgönsku herliði og bandarísku her- og leyni- þjónustufólki, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyni. Þar með hefur fyrri úrskurði dómstólsins frá því í apríl á síðasta ári verið snúið við og því verður Fatou Bensouda, saksóknara við dómstólinn, heimilað að hefja ítar- lega rannsókn á meintum glæpum í Afganistan. Bensouda hefur óskað eftir því í þrjú ár að hefja slíka rann- sókn en alltaf verið synjað. Dómstóllinn er milliríkjastofnun innan Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur lögsögu í málum einstaklinga sem grunaðir eru um alvarlega glæpi í alþjóðlegu tilliti og er óháður samþykki viðkomandi ríkja. Dómarar við dómstólinn viður- kenndu í fyrra að glæpir hefðu verið framdir í Afganistan, en töldu sakfellingu ólíklega. Mannrétt- indasamtök víða um heim mót- mæltu afstöðunni harðlega. Hún væri hvatning til þeirra ríkja sem neituðu að viðurkenna og vinna með dómstólnum. Bensouda saksóknari segir að upplýsingar séu um pyntingar og önnur ódæðisverk meðlima banda- rískra her- og leyniþjónustustofnana í átökum í Afganistan, aðallega á árunum 2003 til 2004. Hún segir einnig að talibanar og aðrir vígahóp- ar, sem og afganskar öryggissveitir, séu grunuð um pyntingar og morð, sem falli undir lögsögu dómstólsins. Stjórnvöld í Afganistan, sem eiga aðild að dómstólnum, hafa mót- mælt rannsókninni og hafa sett á laggirnar eigin rannsóknarteymi. Dómstóllinn lætur einungis til sín taka mál sem viðkomandi ríkja eru ófær um, eða ófús til að ákæra. Bandarísk stjórnvöld viður- kenna ekki lögsögu dómstólsins yfir bandarískum ríkisborgurum og neita að vinna með honum. – ds Munu rannsaka ódæðisverkin COVID-19 Frans páfi f lutti sunnu- dagsbænir sínar í gær á sjónvarps- skjá en ekki í eigin persónu á Pét- urstorgi í Vatíkaninu, eins og hefð er fyrir. Hann birtist áheyrendum sínum þannig vegna kórónaveir- unnar. Frans páfi sem er 83 ára gamall dró sig í hlé í síðustu viku vegna kvefeinkenna og hóstakasta meðan á bænahaldi stóð. Hann hefur til- kynnt að hann sæki ekki viðburði heldur ætli að halda sig heima við og ná heilsu. Samkomuhald liggur að mestu niðri á Ítalíu. – ds Frans páfi bað bara í beinni Á skjánum í stað eigin persónu. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn. 9 . M A R S 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.