Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 13
fór nýja brumið af og í staðinn færðist yfir þá þreyta og leiði. Maginn útskýrði samhengið fyrir limunum og sýndi þeim fram á hinar kerfisbundnu gagnverk- anir, sem gerði þá alla háða hver öðrum. Um leið og einhver þeirra neitaði að bera ábyrgð að sínum hluta, bitnaði það ekki bara á honum sjálfum, heldur líka á öðrum hlutum heildarinnar. Þetta er ágætt dæmi um það, hvað átt er við með heildstæði og heildstæðu kerfi. Einstaklingurinn er gerður úr ótölulegum fjölda frumeinda, sem hafa gagnverkandi áhrif bæði inn- byrðis og á frumeindir umhverfisins, í þess orðs víð- tækustu merkingu. Sem slíkur er einstaklingurinn heild í heildstæðu kerfi, eins og ég hef þegar vikið að. Enn skortir okkur þekkingu á þessum hlutum, en við ættum þó að geta verið sammála um það, að hamingja mannsins er tæplega meiri né lífshættirnir hollari nú á tímum en áður fyrr, og er þar um að kenna skiln- ingsskorti og ábyrgðarleysi. Samt höfum við sýnt mikla og góða viðleitni og eytt mikilli orku í það sem við köllum framfarir og umbætur. Varla eru það neinar ýkjur, þótt fullyrt sé, að tilvera mannsins sem tegund- ar er áhættusamari, og að mciri hættur steðji að and- legri og líkamlegri velferð hans en búast mætti við, þegar hliðsjón er höfð af öllu, sem gert hefur verið til að bæta mannlífið. Það er alkunna, að dæmigerð viðbrögð nútíma- mannsins, svo sem ótti, streita, sérhlífni, hóglífi o.m.fl., hafa í för með sér ýmis konar andlegar truflanir, t.d. taugaveiklun, andlegan flótta í formi sjálfsmorðs eða á annan hátt, deyfilyfjanotkun, einangrunarhneigð, svartsýni, afskiptaleysi, ábyrgðarleysi, vanlíðan, leiða, óróleika, uppreisnarhneigð. Eða með öðrum orðum: Þrátt fyrir tæknileg hjálpartæki, góð lífskjör, Iæknis- lyf, orlof og skemmtanir, víðtækar félagslegar trygg- ingar, hið kostnaðarsama velferðarþjóðfélag yfirleitt, getum við tæplega fullyrt, að unnt verði að bjarga mannkyninu frá þcim ósköpum, sem það stefnir sjálft að, ef við höldum áfram á sömu braut. I rauninni er sjálfsvitund mannsins á villigötum. Um allan heim ríkja efasemdir um tilgang lífsins, um gildi lífshátta, vantraust á hæfni mannsins til þess að koma í veg fyrir alþjóðlegan voða, eða getu hans til að finna leið út úr ógöngunum, og virðist raunar mörgum það vonlaus barátta. En hvað kemur þetta efni dagsins við? Hyggjum þá um stund að handverkinu, hlutunum, sem mennirnir framleiddu í höndunum, verkfærunum, áhöldunum, skrautmununum o.fl., einkum á þeim timum er tilvera þeirra var algerlega háð hæfni þeirra til að bjarga sér við hverjar þær aðstæður, sem örlögin kynnu að láta að höndum bera. Hvílíkur léttir hlýt- ur ekki að hafa fylgt þeirri tilfinningu „að geta sjálf- ur“, „að geta bjargað sér“, að vita það, að maður hafði sjálfur gert áhöld sín, vopn og föt, og allt sem þurfti til daglegrar notkunar. Ef til vill má halda því fram, að tilgangur lífsins á þeim tímum hafi verið fólginn í því að halda lífi og að hafa í fullu tré við náttúruöflin. Vissulega grufluðu þeir yfir dulúð tilver- unnar og óneitanlega óttuðust þeir ofurvald náttúr- unnar, en hins vegar hefur þeim sjálfsagt verið eðli- legt að hugsa sem svo, að öll von væri úti nema þeir björguðu sér sjálfir. Til samanburðar má fullyrða, að mennirnir nú á dögum neyðist eða freistist til að lifa lífi, sem er sneytt gildi sínu og merkingu — ein af- leiðing þessa er sú, að sjálfsvitundin brenglast. Hér kemur líka annað mikilvægt sjónarmið til greina. Þegar lifandi vera berst fyrir tilveru sinni, þá beitir hún þeim eiginleikum, sem náttúran hefur gætt hana einmitt til þess að hún geti haldið lífi við þau skilyrði og þær aðstæður, sem þessari tegund eru eðlilegar. Ormur, fluga, froskur, fugl, fiskur, maður, — allar þessar tegundir eru búnar meðfæddum, upp- runalegum eiginleikum, sem gerir þeim kleift að bjarga sér í því umhverfi, sem náttúran hefur ætlað þeim. Við eigum ekkert hentugt hugtak yfir það sem hér um ræðir. Hvað manninn snertir, mætti tala um eig- inleika sem væru honum áskapaðir og meðfæddir og því upprunalegir. Þeir birtast sem sívirkur innri kraft- ur, einhver innri nauðsyn, þörf fyrir að tjá sig. Þegar frumstæður maður tekur sér fyrir hendur að búa til leirkrús eða öngul úr beini, stafar það ekki einungis af því að hann telur sig þurfa á þessum hlutum að halda, heldur vegna þess að með því móti fær hann útrás fyrir innri þörf, enda þótt það sé kannski ómeð- vitað. Eitthvað sem hann getur ekki fyllilega gert sér grein fyrir, krefst þess að verða leyst úr læðingi, og hann finnur þörfina fyrir að skapa, búa eitthvað til, nota hendur sínar, finna lausn á aðkallandi vanda- HUGUR OG HÖND 13

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.