Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 33

Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 33
Værðarvoð Vend: Hringjavaðmál á 6 sköftum. Uppistaða: Tvinnað band. Ivaj: Hespulopi. Skeið: 50/10 1 þráður í hafaldi, 1 þr. í tönn eða 25/10 og 2 þræðir í tönn. Breidd: 125 cm. Þráðafjöldi: 624. Veftur: 3 fyrirdrög á cm. Ejnismagn: I 9,5 m. langa slöngu (4 voðir) fara um 2 kg. af bandi. T hverja voð. 2 m. langa, fara rúmlega 6 hespur af lopa. Leiðbeiningar: Rétt er að rekja slönguna í tvennu lagi. Halda þá tveir í, þegar rifjað er. Góðar værðarvoðir eru léttar, mjúkar og voðfelldar, þess vegna má ekki slá vefinn fast. Fyrirdraginu er þrýst léttilega að voðinni. Nokkur vandi er að slá jafnt, þegar laust er slegið. Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með þéttleika ívafsins. I byrjun og enda hvorrar voðar er ofin einsefta með tvinnuðu bandi, 1—1% cm. (7. og 8. skammel). Stigmunstrið getur verið margs konar oddastig, t. d. hluti af inndráttarmunstrinu eða eins og hér er sýnt beint oddastig. Inndráttarmunstrið er nokkuð margbrotið. en auð- velt er að nota sömu uppskrift með öðrum einfaldari oddainndrætti og sömu uppbindingu. Frágangur: Gengið er frá þessum værðarvoðum þann ig, að stungið er yfir bláendana í saumavél með fín- um tvinna og allþéttu spori, tvisvar til þrisvar, áður en þær eru klipptar sundur. Síðan er hekluð fasta- lykkja, með tvinnuðu bandi vfir brúnina og einskeftu- fyrirdrögin. Þessar værðarvoðir eru ekki kembdar. S.H. HUGUR OG HOND 33

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.