Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1971, Page 33

Hugur og hönd - 01.06.1971, Page 33
Værðarvoð Vend: Hringjavaðmál á 6 sköftum. Uppistaða: Tvinnað band. Ivaj: Hespulopi. Skeið: 50/10 1 þráður í hafaldi, 1 þr. í tönn eða 25/10 og 2 þræðir í tönn. Breidd: 125 cm. Þráðafjöldi: 624. Veftur: 3 fyrirdrög á cm. Ejnismagn: I 9,5 m. langa slöngu (4 voðir) fara um 2 kg. af bandi. T hverja voð. 2 m. langa, fara rúmlega 6 hespur af lopa. Leiðbeiningar: Rétt er að rekja slönguna í tvennu lagi. Halda þá tveir í, þegar rifjað er. Góðar værðarvoðir eru léttar, mjúkar og voðfelldar, þess vegna má ekki slá vefinn fast. Fyrirdraginu er þrýst léttilega að voðinni. Nokkur vandi er að slá jafnt, þegar laust er slegið. Því er nauðsynlegt að fylgjast vel með þéttleika ívafsins. I byrjun og enda hvorrar voðar er ofin einsefta með tvinnuðu bandi, 1—1% cm. (7. og 8. skammel). Stigmunstrið getur verið margs konar oddastig, t. d. hluti af inndráttarmunstrinu eða eins og hér er sýnt beint oddastig. Inndráttarmunstrið er nokkuð margbrotið. en auð- velt er að nota sömu uppskrift með öðrum einfaldari oddainndrætti og sömu uppbindingu. Frágangur: Gengið er frá þessum værðarvoðum þann ig, að stungið er yfir bláendana í saumavél með fín- um tvinna og allþéttu spori, tvisvar til þrisvar, áður en þær eru klipptar sundur. Síðan er hekluð fasta- lykkja, með tvinnuðu bandi vfir brúnina og einskeftu- fyrirdrögin. Þessar værðarvoðir eru ekki kembdar. S.H. HUGUR OG HOND 33

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.