Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 36

Hugur og hönd - 01.06.1971, Blaðsíða 36
Fréttir frá FLnníandi Heimilisiðnaðarfélög á Norðurlöndum hafa starfað saman síðan 1927 í samtökum, sem nefnd eru Heimilisiðnaðarsamband Norður- landa (Nordens hemslöjdsförbund). Samstarf- ið er aðalega fólgið í því að félagar hittast „til skrafs og ráðagerða“, þriðja hvert ár í einhverju Norðurlandanna og halda þing. Þar eru fluttir fræðandi fyrirlestrar, lesnar skýrsl- ur, ýmiss sameiginleg mál tekin fyrir í þing- sal eða í minni hópum, gerðar ályktanir, til- lögur og samþykktir, svo sem venja er á þingum. Og síðast en ekki sízt er stofnað til persónulegra kynna og óformlegra samræðna við fólk með sömu áhugamál, en margvíslega reynslu, hvað e.t.v. er hið gagnlegasta, þegar allt kemur til alls. Það, sem gerir norræn heimilisiðnaðarþing skemmtilegri en mörg önnur, er að í sam- bandi við þau eru ævinlega sýningar, þar sem hvert land hefur sérdeild og sýnir hið bezta, sem það hefur upp á að bjóða hverju sinni. Mikil vinna er lögð í þessar sýningar, enda oftast fallegar og lærdómsríkar, sýna nýjar hugmyndir og vekja aðrar, eins og til er ætlazt. Viðtekin venja er, að taka eitthvert ákveðið efni fyrir á hverju þingi og eru sýn- ingar í beinu sambandi við það. Fjórtánda norræna heimilisiðnaðarþingið var haldið í Otnás nálægt Helsingfors dagana 15.-17. júní s.l. Þátttakendur voru um 400 þar af 5 frá Islandi. Aðalviðfangsefni þings- ins var: Heimilisiðnaður og tómstundir. Innan þess ramma hafði hvert land fengið afmarkað verkefni, flutti um það fyrirlestur og hafði sýningardeild í beinum tengslum við það. Verkefnin skiptust þannig: Noregur fjallaði um börnin, Finnland um unglinga, Svíþjóð um heimili ungs fólks, Danmörk um fullorðið fólk og Island um iðjuþjálfun (,,terapi“). Setn- ing þingsins fór fram með hefðbundnum hætti, ræðuhöldum og tónlist. Eftir það var sýning- in opnuð og síðar sama dag flutti Guy von Weissenberg eftirtektarverðan fyrirlestur um aðalefnið. (Fyrirlestur þessi er birtur annars staðar í blaðinu). A öðrum degi voru lesnar skýrslur félaganna um störf síðustu þriggja ára og síðar sama dag sérfyrirlestrar landanna. Fyrstur var Ib Solvang heimilisiðnaðarráðunautur í Dan- mörku og talaði um heimilisiðnað og fullorðna fólkið og hvernig þeim málum er háttað í Danmörku. Þar voru sett lcg 1964 um opin- bera umönnun eftirlaunafólks og öryrkja og er nú hverju bæjar- og sveitarfélagi skylt að leggja fram fé og reka stofnanir í þessu skyni. Starfsemin er margþætt, m.a. fólgin í aðstoð við heimilisstörf, innkaup, hjúkrun og annarri umönnun á heimilum og hælum. Danir eru samtaka í því, að styðja beri hið aldraða fólk til að dvelja á heimilum sínum svo lengi kostur er, og undirstrika það með því að taka ekki aðra á hæli en þá, sem nauðsynlega þurfa á hjúkrun að halda. Umönnun aldraðra er einnig og ekki sízt fólgin í aðstoð og kennslu í ýmsum verklegum greinum. Algengast er að heimilisiðnaðarkennarar sjái um þá hlið. Reynslan hefur sýnt, að andleg og líkamleg líðan aldraðs fólks er tvímælalaust bezt, hafi það eitthvað fyrir stafni við sitt hæfi. Danir hafa þegar hlotið margvíslega reynslu í umönnun eldra fólksins og gætum við Is- lendingar vafalaust lært margt af þeim. Þessi mál eru nú víða á dagskrá hér á landi. I dönsku sýningardeildinni voru sýndir fallegir munir unnir af fullorðnu fólki. Finnski fyrirlesturinn var mjög skemmti- lega fluttur af Waldemar Búhler skólastjóra. Meðan beðið var eftir, að ræðumaður stigi í stólinn hrökk þingheimur upp við ærandi bítlatónlist. — Margir héldu í fyrstu að há- talarakerfið hefði hlaupið út undan sér, en áttuðu sig svo. Þetta minnti óneitanlega á næsta umræðuefni, unglingana. „Unglingavandamálin“ eru svipuð í Finn- landi og í öðrum löndum og af líkum rótum runnin. Þar er reynt að hjálpa unglingunum í öryggisleit sinni, með því að gefa þeim kost á margvíslegri, þroskandi tómstunda- iðju. Hvernig kemur heimilisiðnaðurinn að mestu gagni í þeirri viðleitni, spyr fyrirlesar- inn og finnst vanta skipulagða stefnu fyrir þau mál í landi sínu (vantar líklega víðar!). Honum var tíðrætt um þróun atvinnumála í framtíðinni, hvernig sjálfvirkni mun taka við í flestum atvinnugreinum og ýmsar iðngreinar hverfa. Hvar stendur heimilisiðnaður gagn- vart þeirri þróun? Hvar finnur heimilisiðn- aður fjöregg sitt? Jú, vitrir menn hafa bent á, að eitt helzta skilyrði fyrir raunverulegri lífs- hamingju manneskjunnar er skapandi starf hennar, stórt eða smátt. Mennirnir eru í eðli sínu ekki aðeins neytendur, heldur engu að síður skapendur áþreifanlegra og andlegra verðmæta. Þessvegna hlýtur eitt stærsta verk- efnið að vera fólgið í því, að fá fólkið til þátttöku í fjölbreytilegu skapandi starfi. En hvernig? Augljóslega með því að taka upp áður þekktar og eðlilegar starfsaðferðir á verklega sviðinu og byggja á þeim örugga, uppeldisfræðilega heild. Ef við viðurkennum að menning er að mestu upprunnin við leik og störf, viðurkennum við einnig að heimilisiðnaður, sem að sínu leyti, tekur tillit til þessa, getur bent á lausn á aukinni þörf fyrir tómstundaiðju handa unglingum. Ahugi unglinga fyrir verklegri iðju beinist inn á ótal brautir og verður að sjálfsögðu að taka fullt tillit til hvers einstaklings við val á tómstunda- störfum. En hefur ungdómurinn áhuga á heimilisiðnaði og vill hann taka þátt í heimilisiðnaðarstarfsemi, spyr fyrirlesarinn að lokum. Reynsla hans er sú, að heimilisiðnaður og verkleg iðja yfirleitt vekja áhuga unglinga en þó því aðeins, að vissum skilyrðum sé full- nægt, en þau eru m.a.: 1. Að aðferðir og árangur séu miðuð við getu og kröfur unglinganna. 2. Andrúmsloft á vinnustað sé létt og ó- þvingað. 3. Leggja þyrfti hærra mat á jákvæða nýt- ingu tómstunda, t.d. við störf og leik í glaðværum hóp, þar sem hver og einn fær tækifæri til að njóta sín, í stað þess að leggja mesta áherzlu á hagkvæmis- sjónarmið. 4. Með hinum uppeldislega þætti, sé stefnt að því, að einstaklingurinn haldi andlegu jafnvægi sínu, verði sjálfstæður, skapandi þjóðfélagsþegn, sem sé sáttur við hlut- skipti sitt í lífinu. 36 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.